Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 81

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 81
Thor Vilhjálmsson: Syrpa Leikhúsin Sjaldan hefur gefizt að sjá eins fjöl- breytilegar leiksýningar sem hafa listrænt gildi og á síðasta hausti: um sama leyti mátti sjá Föðurinn eftir Strindberg, önnu Frank, Alla syni mína (Miller) og Horfðu reiður um öxl (Osborne). Tvö verkin heyrðu raunar til fyrra leikári. Það er furðulegt að Strind- berg skuli ekki hafa verið leikinn meira á Islandi. Þessi demóníski snillingur ætti að höfða fremur til okkar og vera okkur nákomnari en flestir aðrir Norðurlanda- höfundar. Hann er fullur af þessum tryll- ingi og myrkvuðu hugarórum sem þrífast svo vel í íslenzku skammdegi og slær út í allskyns reimleikastandi. Leikur Vals Gíslasonar í Föðurnum var mjög virðing- arverður í hlutverki föðurins þar sem hann barðist af hlífðarleysi við sjálfan sig og neyddi áhorfendur til þátttöku í stríðinu. Og mikið afskaplega fór Arndís Björnsdóttir fallega með hlutverk fóstr- unnar gömlu í leik Strindbergs, — t. d. hvernig hún færði sjúklinginn í spenni- treyjuna, ég má til með að nefna þetta þó að það sé ekki nýskeð. Annars er Kristbjörg Kjeld nýjasta undur lífsins í íslenzkri leiklist. Leikur hennar í önnu Frank var svo sannur og fallegur að það var eins og aðrir leikendur tækju ljós þaðan til að lýsa sér í sínum hlutverkum. Nú eru loksins að koma ungir leikstjórar til sögunnar: Baldvin Halldórsson og Gísli Halldórsson eru báðir hæfileikamenn hvor með sínu sniði og ólíkir. Það er mikil spenna í Gísla, ég held honum hljóti að vera sérstaklega gefið að leysa leikara úr viðjum og hjálpa þeim að skynja krafta sem búa innra og veita fram í dramatískum átökum. A11 i r s y n i r mínii' undir stjórn Gísla er sannarlega viðburður í leikhúslífi okkar. Ég held Gísla sé lagið að túlka ýmiskonar umbrot sem gerast djúpt í manneskjunum, það sem byltist undir fargi og á svo erfiða leið að flytja orð sín út í dagsljósið, tala, með þeirri hreyfingu sem stöðvast kann- ski hálfnuð eða tæplega það en segir þó meira en elegant danssveifla eða fimlegt kadensuspil tæknimeistarans. Til dæmis mennskt líf í kreppu sjálfskaparvítanna eins og Miller segir okkur frá. Aldrei hef ég séð Jón Sigurbjörnsson leika svona vel eins og í þessu verki. Leikfélagið á nú nokkra leikara meðal hinna fremstu hérlendra: Helgu Valtýsdóttur og Brynj- ólf Jóhannesson og-------hvar í ósköpun- um er Þorsteinn 0. Stephensen nú, þetta bjarg sem starfsemi Leikfélagsins hefur svo mjög byggt á, einkum síðustu árin. Við höfum með öngu móti ráð á því að slíkur afburðamaður liggi í híði sínu um háfengitíma leiklistarinnar. Baldvin Halldórsson stjórnaði tveim þeirra leikja í Þjóðleikhúsinu sem ég nefndi. Við þurfum einmitt að fá unga og áhugasama leikstjóra til að leiða fram ný verk þar sem kennir viðhorfa sem kannski eru í striði við hin eldri. Baldvin Birtingur 79 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.