Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 82

Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 82
hefur sýnt í starfi sínu að hann er vand- virkur og smekkvís leikstjóri, íhugull og nákvæmur. Sjónarmið hans eru heilbrigð og frjálsleg, hann hefur þau fram án djöfulgangs, helzt með lagni, hann á skilið lof fyrir stjórn sína á Horfðu reiður um öxl. Áðurnefnd leikrit voru öll í Þjóðleik- húsinu nema Allir synir mínir. Óperan var heldur ekki af lakara taginu í Þjóðleikhúsinu: Rakarinn frá Se- v i 11 a eftir Rossini undir röggsamri stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar, mikið lán var að hann skyldi flytjast liingað! Rússneska sýningin Það var auma sýningin sem Rússar sendu okkur. Eiga þeir ekki betri mynd- hst í Sovétríkjunum? Það sem við feng- um að sjá bendir til þess að sú listgrein sé á lágu stigi í því landi. Það er stund- um verið að segja okkur að listin sé í einhvers konar þjónustu við þjóðfélagið þar um slóðir og uppbyggingu þess. Ekki fæ ég skilið að hverju gagni þetta getur komið í byggingarstarfseminni sem hér var sýnt. Hvergi bólaði á því að þar bylt- ist neinn kraftur, það glitti í andlit kont- óranna í gegnum hið sviplausa málverk sem lá slétt og fellt á dúknum. Stundum hefur okkur verið sagt frá því að myndlistarsöfnin í Sovétríkjunum séu full af fólki sem gengur undrandi um og kannast við andlitin leiðtoganna ef það er þá ekki nýbúið að skipta og þekkir þreskivélategundirnar. Það leiðist um söfnin og kinkar kolli og hin góðu andlit þess ljóma. Þetta erum við stundum að lesa í blöðunum sem telja sig líta vin- samlega á málin. En ég er nú einhvernveginn svo eitrað- ur af vesturlandahugsunarhætti að mér finnst myndlist geti haft einhvern annan tilgang heldur en vekja stundarlanga á- nægjukennd eða félagssælu í sunnudags- flokkum þeirra sem sjaldan koma á safn. Einhvern tíma var því haldið fram að listamennirnir væru loftvog samfélagsins og þeir vitnuðu um líf tímans. Kannski hefur listin í Sovétríkjunum eins og hún birtist í þessari sýningu tekið við hlut- verki kirkjunnar; var það ekki Marx sem talaði um að boðskapur kirkjunnar væri ópíum handa fólkinu. Nú þykir sumum merki um sjúklegt sovéthatur að vitna ekki í Lenin, hann var einhverju sinni að tala um kvikmyndalistina: hversu voldug hún væri í lífi fólksins, og hvatti til þess að sú listgrein væri efld sem mest mætti verða í Sovétríkjunum vegna þess hve sterkt hún gæti orkað á hugi manna til átaka. En, sagði hann, hún yrði að starfa samkvæmt sínum eigin eðlislögmálum og ltafa frelsi og svigrúm til að þróast, það mætti ekki neita forminu því án þess væri ekki hægt að koma neinu erindi til skila. Af þeim litlu kynnum sem ég hef af Sovétmyndlist finnst mér að í þeirri grein hampi opinberir aðilar fullmjög þeim að- vífandi samningamönnum sem smeygja sér inn í viðtalssali stjórnmálamannanna með stranga sína undir handleggnum, pentskúfa í erminni og litatúburnar undir beltinu eins og skotfærahylki skæruliða og spyrja stjórnmálamennina upp á hvað megi bjóða fólkinu. Ég trúi því ekki að svona stór þjóðafjölskylda eigi ekki betri hæfileikamenn. En ég er hræddur um að þannig hljóti að fara þar sem þeir eiga öllu að ráða sem eru þjálfaðir og mótaðir í daglegum erli stjórnmálanna, í skóla 80 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.