Birtingur - 01.12.1958, Blaðsíða 86
okkar að einhverjum smáborgaralegum og
tilfinningavellulegum harmagráti. Fyrir
minn smekk hef ég sjaldan heyrt Brahms
svona fallega spilaðan eins og þessi slav-
neskættaði tónlistarmaður gerði hér. Ás-
geir Beinteinsson var drifinn með litlum
fyrirvara í hlutverk undirleikarans og
hafði sóma af því. Hann virðist eiga
næmt og viðkvæmt tónlistareðli.
Ólíkt var að heyra hinn hollenska fiðlu-
leikara sem skaut hér upp af einhverjum
ástæðum til að halda hljómleika hjá Tón-
listarfélaginu. Kooper að nafni. Hann spil-
aði vorsónötu Beethovens eins og hún
væri kennd við haust og væri eftir ein-
hvern annan en Beethoven. Þýzk frú sem
lék undir gekk þannig til verks að vetr-
arnæðingur lék um allt saman og ég sár-
vorkenndi fiðluleikaranum.
Nú heyrist enginn lengur hafa orð á
því að það sé bríerí að halda uppi sin-
íóníuhljómsveit. Hún er orðin sjálfsögð í
þjóðlífinu. En þarf hún ekki að fá fastan
stjórnanda? Mann sem vakir yfir henni
að minnsta kosti veturlangt, og sér til
þess að ekki losni um reipin, aginn slakni
ekki. Það sem af er vetri hefur hljóm-
sveitin tæplega unnið frásagnarverð af-
rek en mér skilst að dr. Smetacek frá
Tékkóslóvakíu sé væntanlegur á næsta ári
til lengri dvalar og það eru miklar fagn-
aðfréttir, — svo kvað Thor Johnson eiga
að stjórna hljómleikum á næstunni —
bravissímó.
Gefendafélag Ríkissafnsins
Ekki veit ég til þess að ríkið hafi nokk-
urn tíma keypt erlend myndlistarverk þótt
það hafi komið fyrir að íslenzkir náms-
menn erlendis hafi vakið athygli mennta-
málaráðs á sérstökum tækifærum sem
gáfust stundum á árunum upp úr styrj-
aldarlokum til að eignast verk eftir fræga
meistara fyrir lítið fé. Einu sinni var
menntamálaráði bent á koparstungumynd-
ir eftir ýmsis stórmenni, þar á meðai
Picasso, en þeir sem skrifuðu frá París
um það voru aldrei virtir svars. Nýlega
tóku nokkrir menn sig saman og stofn-
uðu með sér félagsskap til að gefa mynd-
listarsafninu myndir eftir samtímameist-
ara og afhentu í haust tvær myndir til
viðbótar við það sem áður var komið. All-
ir höfundar myndanna sem þetta félag
hefur gefið eru heimsfrægir en fyrir sér-
stök atvik hafa myndirnar fengist hing-
að. Nöfn eins og Vasarely, Herbin og
Karskaya eru talin trygging fyrir ríkis-
söfn um víða veröld og ríkir safnarar
keppa snarplega að bjóða í myndir eftir
þetta fólk. Félagsmenn um þessar mynda-
gjafir eru því miður fáir og engin van-
þörf að fá fleiri í þann hóp en forystu-
maður þar er Gunnlaugur Þórðarson dr.
juris.
Mál og menning
Bókaflokkur Máls og Menningar hefur
stundum verið líflegri en í ár. Þó voru í
honum eigulegar bækur eins og endra-
nær. Þessu sinni var engin íslenzk skáld-
skaparfrumsmíð, enginn debútant en
Kristinn Andrésson hefur löngum sótzt
eftir að ráða yfir einskonar rennibraut þar
sem hann gæti stuðlað að því að hleypa
nýjum siglurum af stokkum, hér tíðkast
ekki að úða slík fyrirbrigði kampavíni,
það er ekki Kristni að kenna. Auk þess
er nú líklega óhætt að lofa mönnum að
minnsta kosti að fara reynzluferðina áð-
ur en kemur í þann úðann. Margt hefur
Kristinn unnið til þurftar bókmenntum
84 Birtingur