Birtingur - 01.12.1958, Side 89

Birtingur - 01.12.1958, Side 89
arnir eða prófessorarnir. Svo virðist að minnsta kosti utantugthúsmanninum. Helvítis pólitíkin 1 öðrum löndum eru stúdentar að for- vitnast um starf listamanna en hér verð- ur þess aldrei vart. f þeirri stofnun virð- ast hinir ungu hafa tekið við skilaboðum frá afturhaldssömustu stjórnmálamönn- unum og kynna fyrir þá ýmsa hina stein- dauðustu höfunda ritverka samkvæmt kröfu pólitíkurinnar um hundrað prósent geðleysi á því sviði. Sitthvað hefur þó fengið að fljóta með í bókmenntakynn- ingunum og má geta þess að þegar Lax- ness fékk Nóbelsverðlaunin mun Háskóli Islands loksins hafa viðurkennt þann höf- und de facto og sendimenn Heimdallar íengið það gefið eftir hjá hinum geð- prúða aðalritstjóra Morgunblaðsins að lesa mætti úr verkum Laxness. Einnig mun Þorbergur Þórðarson hafa hlotið samskonar viðurkenningu á þessum vetri enda er sjötugsafmæli hans í nánd. Reyndar veit ég að í háskólanum eru ungir menn sem líkar illa niðurlægingin og tómlætið og vildu gjarnan reisa álit stúdenta með þjóðinni upp frá dauðum, — þar á meðal núverandi formaður stúd- entaráðs. En fyrsta skrefið hlýtur að vera að moka út þessari pólitísku mykju sem fyllir öll göng og hætta að láta heiftarnagga eins og áðurnefndan rit- stjóra hræra í sér því að þau áhrif eru öngum vænleg til þroska. Og svo er það nýskeð að uppi er eldur í sinu háskólans. Hópur æskumanna þar gerðist torkennilegur og hóf að stíga ófriðlegan dans með miklu trampi. Bumb- ur voru barðar með tryllandi einhæfni líkt og þegar ólærðir mannflokkar hóa sig saman í frumskógum til að safna ljandmönnum sínum á veizluborðin til snæðings. Og sá sem stúdentarnir ætluðu að rífa í sig var menntamálaráðherra sá sem hefur þó sýnt meiri vilja til góðs í starfi sínu en ýmsir fyrirrennarar hans, ekki sízt næsti á undan, þótt þennan hafi hent slys í beitingu valdsins. En aldrei hefur umlað í stúdentunum nema í þetta skipti þegar óhljóð þeirra heyrast um allt út af því að fá ekki að halda dansiball í skóla sínum á nýjársnóttina eins og fólkið í Hrunakirkju forðum. I sjálfstæðisbaráttu okkar voru stúd- entar í fremstu víglínu. En hvar eru þeir í dag? Hafa þeir verið í brjósti fylking- ar að heimta að við losnum við þá niður- lægingu að hafa erlendan her á íslandi? Hvaða menningarstraumar liggja frá Há- skólanum út í þjóðlífið? Hvernig stendur á þessu logni? Er fólkið svo þreytt af maraþonþulunum og utanbókarlangloku- lærdóminum í framhaldsskólunum að það er eins og útbrunnin gamalmenni þegar það kemur í háskólann? Helvítis pólitíkin, hún drepur allt, segja sumir. Kannski þetta fari að breytast. Kannski taka einhverjir frískir menn sig saman og banda frá sér leiðarbréfunum frá stjórnmálaforingjunum og ofstækisfullum fyrirmælum um að allt skuli vera bann- heilagt og forboðið sem ekki hefur verið sótthreinsað með hinum göfuga anda úr vitum hinna díverse flokksforingja. Kvöldvökur Stúdentafélags Reykjavíkur Þegar stúdentafélög halda opinberar skemmtanir, skyldi þá ekki dagskráin vera gúlpandi af menningarlegum fjör- efnum? Leita þeir ekki til helztu andans manna þjóðarinnar og biðja þá að orka á Birtingur 87

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.