Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 7
Horft um öxl
Eftir JÓNINNU SIGURÐARDÓTTUR
(Erindi, flutt á 50 ára afmæli Kvenfélagasambands Þingeyinga árið 1955).
FLESTUM, sem komnir eru á efri ár, mun
finnast, er þeir líta aftur til liðins tíma,
að 50 ár séu aðeins skammur tími. Það
sanna þau orð, sem okkur falla svo oft af
munni: ,,Mér finnst svo skammt síðan
þetta eða hitt gerðist, og þó eru það orðin
50 ár.“ Öðru máli gegnir, þegar við í
æsku eða á bezta skeiði ævinnar horfum
fram á leið. Þá finnst okkur 50 ár fram-
undan vera langur tími og mikil og marg-
þætt störf munum við geta leyst af hendi
á svo löngum tíma — mörgu góðu og
nytsömu hrundið í framkvæmd, okkur
sjálfum og öðrum til blessunar.
f dag eruð þið, heiðruðu félagskonur,
saman komnar hér til að minnast stofn-
unar Sambands þingeyskra kvenfélaga
fyrir 50 árum, og hverju þetta félaga-
samband hefur áorkað á þessu tímabili.
Kg mun ekki rekja þá sögu, en hún er
merkileg og allkunn og augljós glæsileg-
ur árangur af störfum félaganna og Sam-
bandsins og þó enn meiri sá árangur, sem
ekki blasir eins við augum — sjálft menn-
ingargildið fyrir hvern starfandi einstak-
ling og sýslufélagið.
Mér verður hugsað til aðdraganda þess,
að Samband þingeyskra kvenfélaga var
stofnað.
Veturna 1903—1905 (að báðum með-
töldum) ferðaðist ég um sveitir Suður-
Þingeyjarsýslu og hafði matreiðslunám-
skeið fyrir konur, aðallega húsmæður. Ég
Jóninna Sigurðardóttir
oft að liði síðar í lífinu, þegar mest liggur
við. „Enginn kenndi mér eins og þú, hið
eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér
svo guðlegar myndir,“ segir Matthías.
— Hvaða menntun teljið þér að henti
konum að jafnaði bezt og álítið þér æski-
legt að breyta að einhverju leyti þeirri
menntun, sem íslenzkum konum er helzt
tiltæk?
— Ég held, að það sé öllum stúlkum
gott að ljúka venjulegu gagnfræðanámi,
og ánægjulegt, hve margar verða stúdent-
ar. Að öðru leyti endurtek ég það, sem ég
sagði áðan, að allar dyr eiga að standa
stúlkum opnar eftir því, sem hæfileikar
leyfa og hugur stendur til.
Fyrir húsmæðrafræðslu sýnist mér vera
allvel séð; ég held ég geri engar sérstakar
tillögur.
,,Húsfreyjan“ þakkar forsetafrúnni
greið og góð svör og óskar henni og heim-
ili hennar allra heilla í framtíðinni.
S. Th.
HÚSFREYJAN
7