Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 9
og ýmis önnur heimiíisstörf, en að láta færa sér heim til sín fræðsluna um þessi efni, og hún skyldi láta blessaðan biskup- inn heyra það, að konur vildu læra ný- ungar og auka við þá litlu kunnáttu sína, sem fyrir væri. Mér fannst þessi kona koma til að glæða skilning og styrkja lifandi sam- band milli kennarans og nemendanna. Námskeiðið á Halldórsstöðum endaði með veizluhaldi. Nemendurnir matreiddu sjálfir og nutu stundarinnar við borð- haldið með miklum -fögnuði og glaðværð. Næsti kennslustaður var Varðgjá við Eyjafjörð, hjá Aðalbjörgu og Stefáni, og fór kennslan þar fram á sama hátt og á Halldórsstöðum. Eitt sinn á meðan nám- skeiðið stóð yfir á Varðgjá, kom Stefán bóndi heim úr ferð til Akureyrar og segir þá við mig: ,,Nú eru þeir komnir í blöðin með kennsluna þína í Kinninni." Eftir þetta stóð ekki á beiðni um, að ég héldi námskeið í sveitunum. En sumum karl- mönnum að minnsta kosti þótti þó nóg um allt þetta skólahald og kostnaðinn við það. Þetta ár (1903) kenndi ég þó aðeins á þessum tveimur bæjum. En nú var risin vakningaralda, sem ekki varð stöðvuð. Á næstu tveimur árunum hafði ég nám- skeið í öllum sveitum Suður-Þingeyjar- sýslu. Og ég held, að mér sé óhætt að segja við sívaxandi ánægju og áhuga kvenna að njóta fræðslunnar og lyfta sér upp frá hversdagsstritinu og fábreytninni þessa fáu daga, sem námskeiðið stóð á hverjum stað. Til þess að staðfesta það, sem ég sagði, að sumum hefði þótt nóg um þessar til- tektir og skólabrölt okkar kvennanna, vil ég segja ykkur, hvað vel greindur og skáldmæltur kunningi minn, efnabóndi, sagði við mig: ,,Þú kveikir alls staðar þessar týrur.“ Þessi orð segja sína sögu. En þarna kveikti hann sjálfur á týru i huga mínum. Ég tók nú að velta því fyrir mér, hvort ekki mundi vera tiltækilegt að koma þess- ari kennslu í form og líkingu við hús- stjórnarskóla. Og þegar ég var á leiðinni að Stóruvöllum í Bárðardal veturinn 1905, til þess að hafa þar matreiðslunámskeið, fór þetta naumast nokkra stund úr huga mér. Og þegar ég hafði skýrt konunum í Bárðardal frá hugmynd minni, voru þær ekki lengi að velta því fyrir sér að hefjast handa um undirbúning að stofnun hús- mæðraskóla í héraðinu. Það voru traust- ar konur í orði og verki. Vegna þess, hve langt er á milli bæja í Bárðardal, gistu konurnar á Stóruvöll- um meðan námskeiðið stóð yfir. Gafst því góður tími til að ræða skólamálið. Þær sendu öllum kvenfélögum sýslunnar bréf og skýrðu þar frá hugmyndinni og hvöttu til að hrinda málinu í framkvæmd. Stofn- uð voru kvenfélög í sveitunum, þar sem þau voru ekki áður. Á sínum tíma komu svo fulltrúar frá kvenfélögunum saman á fund á Ljósavatni, til þess að stofna Samband þingeyskra kvenfélaga. Mér finnst mega segja, að konurnar í Bárðardal hafi breytt týrunni minni í skært lampaljós, það er Samband þing- eyskra kvenfélaga. En lampaljósið varð að enn skærara ljósi — rafljósi, það er stofnun Hús- mæðraskólans á Laugum. Frá honum leggur skæra birtu um allar sveitir Þing- eyjarsýslna og víðar. Sú skólastofnun var mikið átak. Og engin mistök urðu með skólann. Til forstöðu hans var valin mik- ilhæf og vel menntuð kona, fr. Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum. Þótt skól- inn sé ekki stór, hefur ljós þekkingar í bóklegum og verklegum fræðum breiðzt út frá honum til blessunar héraðsbúum á beinan hátt og þjóðarheildinni á óbein- an hátt. Ég vil svo að lokum tjá þakkir mínar og virðingu öllum þeim fjölmörgu og mikilhæfu konum, lífs oð liðnum, sem ég kynntist á ferðum mínum um sýsluna fyrr á árum á námskeiðunum, er ég hafði í sveitunum. Mér fannst námskeiðin óslit- in veizlugleði, og frá þeim stafar björtum Frh. á bls. 13. HÚSFREYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.