Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 14

Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 14
Lækurinn KRISTJANA O. BENEDIKTSDOTTIR frá Bakka. Það var eitt sinn lítill lætur, léttur, glaður, tær og sprækur, hentist hann niður hlíðarnar, fullur var af gáska og glettni, geystist fram með hoppi og skvettum. Sunnangola og sólskin var. Ruddi öllu, er varð í vegi, vann það bara á einum degi að rjúfa stiflu og rífa garð. Af sér fjötrum öllum þeytti, áfram leið til sjávar þreytti. Úr erli bóndans ekkert varð. Hann kom fram á háa kletta, hikaði ekki, lét sig detta, myndaði foss og féll í gil. Þar tóku við grundir grænar, grösug tún og engjar vænar. Svo hraðaði hann sér hafsins til. Þarna leit hann loksins sæinn, ljúfan fann hann seltu blæinn til sín streyma ströndu frá. Hafið bláa seiddi — seiddi, síkvik aldan faðminn breiddi og hjúfraði blíðmál hleinum á. En bóndinn vildi beizla lækinn, bar að honum vinnutækin, hlóð þar stíflu og stóran garð. Vildi honum veita á engið, vonaði, að þá gæti hann fengið meira hey og mikinn arð. Þar hlaut allt að leika í lyndi, lukkuna eflaust þar hann fyndi og það allt, sem að þráði hann: Ástir, söngva, gleði, gaman, glæstar borgir, hefð og framann. Alls hins bezta hann vænta vann. Læknum unga leiddist töfin, ljót fannst honum veitugröfin. Hann vildi ei þola bóndans bönd. Tók hann á því afli er átti, upp sig belgdi svo sem mátti og brauzt svo yfir bóndans Iönd. En er féll hann út í hafið óðara færðist hann í kafið og blandaðist við saltan sjó. Hann var ekki lengur lækur, léttur, glaður, tær og sprækur. í hafsins faðm hann hljóp og dó. 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.