Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 15
Fru Kristín Jósafatsdóttir
F. 15. apríl 1875. - D. 7. febrúar 1960.
ÞESSI fáu orð, sem ég sendi „Húsfreyj-
unni“, eftir beiðni ritstjórans, verða eng-
in tæmandi eftirmæli eftir Kristínu sál.
Hennar hefur verið minnzt í blöðum, vel
og maklega, svo að þar verður ekki um
bætt. Þetta verða aðeins fáar myndir, sem
ég bregð upp, eftir-þeirri kynningu, sem
ég hafði af þessari góðu konu og hennar
merka heimili.
Kristín var fædd að Gröf í Víðidal í
Húnavatnssýslu. Hún fékk gott uppeldi
og meiri menntun en þá almennt tíðkað-
ist. Gekk í Kvennaskólann á Blönduósi,
auk heimafræðslu. Einnig fór hún til Dan-
merkur, og dvaldi þar í eitt ár.
Árið 1909 fór hún að Blikastöðum til
Magnúsar Þorlákssonar, og giftist honum
árið eftir, 1910. Kristín varð fyrir mikilli
sorg fyrstu árin sín á Blikastöðum að
missa 2 börn sín, aleiguna. Á þetta hefur
sjaldan verið minnzt, aðeins um það get-
ið, enda hafa orð um það enga þýðingu.
En sem betur fór, komst Kristín í gegn-
um það, án þess að bíða tjón á sálu sinni.
Það var heldur ekki tómlegt í kringum
hana: Tvær litlar dætur Magnúsar af
fyrra hjónabandi, Sigurbjörg og Helga,
þær, sem alltaf tileinkuðu sér hana sem
sína einu móður og reyndust henni alla
tíð sannar og góðar dætur. Og maður
hennar og heimilið með sín ótöldu verk-
efni.
Eins og flestum er kunnugt, keypti
Magnús Blikastaði í Mosfellssveit, litla
jörð og hýsta eftir því, eins og tíðkaðist
víðast í sveitum landsins. Hann breytti
henni í höfuðból, 20 árum áður en nokkr-
ar stórvirkar vélar komu til landsins, þær
vélar, sem nú gera bændum kleift að bylta
og rækta, svo að um munar.
Magnús varð því að gera allt með hand-
aflinu, hestinum og plógnum. Þetta kom
mikið við heimilið inn á við. Sífellt
mannahald, árið um kring. Oftast 10 karl-
menn fullorðnir, fyrir utan unglinga. Þess-
ir menn unnu að jarðarbótum mikinn
Kristín Jósafatsdóttir
hluta af árinu, jafnvel í skammdeginu, ef
tíð var góð.
Á Blikastöðum ólust upp 3 drengir auk
systranna. Þangað var komið börnum um
skemmri eða lengri tíma. Þar voru skóla-
börn, sem gengu í Brúarlandsskólann.
Minnimáttarfólki og aumingjum var kom-
ið þangað. Öllu þessu fólki var Kristín
eins og góð móðir, hlý, einlæg og sann-
gjörn. Hún stýrði með sinni mjúku hendi
og hæga fasi þannig, að öllum leið vel í
návist hennar. Jafnvel skólabörnin, sem
voru bara stuttan tíma, minntust ávallt
veru sinnar á Blikastöðum, og nefndu
nafn húsmóðurinnar með sérstökum blæ.
Kristin var samt föst fyrir, og ekki hygg
ég, að auðvelt hafi verið að koma henni
af sinni skoðun, eða því, sem hún taldi
sannast og réttast.
HÚSFREYJAN
15