Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 24

Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 24
betur. Ýmsar konur, sem notað hafa eld- húsviftur, eru mjög ánægðar með þær, segja að þær spari hreingerningu á eld- húsunum og málning endist betur en ella. Ennfremur er fyrirhugað að hef ja bráð- lega framleiðslu á stálpottum og pönnum. Slíkir pottar eru afar sterkir, þola mjög vel alla áverka, sem ætla má að þeir verði fyrir í eldhúsinu, en því miður eru þeir nokkru dýrari en aðrir pottar. Koparbotn á þessum pottum gerir það að verkum, að síður brennur við en ella, og einnig leiða þeir þá miklu betur hitann, hitna fyrr og halda betur hitanum. Stálpottar, sem þannig eru gerðir, að 2 eða 3 pottar eru hver yfir öðrum, ættu að spara mikið raf- magn, þar sem hægt er þá að sjóða fleiri rétti á sama hólfinu á eldavélinni, t. d. má sjóða grænmeti í gufu yfir kjöt- eða fiskpotti. Margar fæðutegundir eru bezt- ar, séu þær soðnar við hægan hita, og þá eru þessir efri-pottar heppilegir. Þeir falla vel hver yfir annan, og lokið fellur einnig mjög vel bæði á pottinn o'g pönnuna, svo að hitinn geti nýtzt sem bezt. Að lokum má geta þess að Ofnasmiðj- an hefur nýlega hafið framleiðslu á nýrri gerð miðstöðvarofna. Eru þeir einkum gerðir fyrir hitaveitur og hveravatn, þola vel háan vatnsþrýsting og safna ekki í sig kísil. Þeir eru framleiddir úr koparrörum og alúmínplötum, taka lítið rúm og eru auðveldir í uppsetningu. Það er fagnaðarefni, að við skulum eiga kost á mörgum góðum búsáhöldum, fram- leiddum hér á landi, og ættu menn að taka þau fram yfir innfluttar vörur a.m.k. að öðru jöfnu. Matborð í eldhúsi. Nýi helluofninn tekur afar lítið rúm. Ungbarnasokkar Sænsk fyrirmynd Efni: „Baby“-garn, mjúkt, fíngert ullargarn, ísl. eingirni eða fíngert, óbleikt bómullargarn. Prjónar nr. 3, 2 stk. Prjón: garðaprjón. Fitjið upp 44 I. og prjónið 12 prj., 2 sl. 1. og 2 br. 1. Að snúningnum loknum er eingöngu prjónað garðaprjón og í uppskrift þessari eru garðarnir taldir, en ekki prjónarnir (1 garður = 2 prj.). Síðasta 1. á prj. er áVallt tekin laus og prj. sem fyrsta 1. á næsta prj. Prjónið 17 garða. Prjónið síðan saman 3. og 4. 1. fremst og aftast á fyrra prjóninum í 18., 20., 24., 26. og 28. garði. Þá er sokkabolurinn 37 garðar að lengd (að undanskildum snúningnum). Nú er prjónaður hálfur hællinn úr 9 fyrstu lykkjunum, fram og aftur, en hinar 1. látnar eiga sig. Síðasta 1. er ávallt tekin laus eins og áður. í byrjun 7. og 8. garðs á hælnum eru prjónaðar saman 3. og 4. 1. í byrjun 9. prj. eru felldar af 6 af 7 1., sem eftir eru, en 8 1. teknar upp á prjóninn á hælnum innanverðum. Þá er prjónn- inn prj. allur og hinn helmingurinn af hælnum prj. hinum megin á sama hátt. Að því loknu eru prjónaðir 15 garðar. í 16., 18. og 20. garði er tekið úr á 5 stöðum á prjón- inum. I 16. garðinum eru prjónaðar saman 5. og 6. hver 1., í 18. garði 4. og 5. hver 1. og í 20. garði 3. og 4. hver 1. Þá er prj. 1 prjónn og fellt af. Þá er sokkurinn saumaður saman. Byrjað á tánum og saumað þannig, að lengdarsaumurinn liggi þvert á tásauminn, en ekki sem áframhald af honum. Síðan er sokknum snúið við og hann pressaður. 24 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.