Húsfreyjan - 01.04.1960, Side 25
aðar lengjur, fléttur, bollur o. fl. Látið
lyfta sér á plötum nál. 30 mín.
Sleppa má að láta deigið lyfta sér í
skálinni. Er þá deigið mótað strax og að-
eins látið lyfta sér á plötunum nál. 60 til
70 mínútur. Sé sú aðferð notuð, er betra
að auka germagnið lítillega.
Smurt með vatni, áður en bakað er. En
brauðið verður fallegra, sé egg notað, og
ef brauðið er sætt, er fallegra að strá
sykri og ef til vill möndlum yfir.
Lengjur, fléttur og stærri brauð er bak-
að við 225° í 15—20 mínútur.
Bollur og horn eru bökuð við 250° í
5—10 mínútur. Úr þessu deigi er hægt að
útbúa fylltar lengjur og fléttur og bollur.
F y 11 i n g : 1 dl rúsinur
4 msk. smjörlíkl 14 tsk. kardemomm-
5 msk. sykur ur eða kanell
Deiginu er skipt i 2—3 hluta. Hver
hluti er flattur út í aflanga köku. Smjör-
líkið brætt, borið á með pensli; sykri,
kryddi o. fl. stráð yfir.
Lengjurnar vafðar saman, skornar í
bita eða mótaðar í kransa. Sjá myndir.
Úr hveitibolludeiginu má búa til lengjur, tléttur,
bollur, smjörkökur o. fl.
Heilhveitibollur, 20 stk.
dl heilhveiti 25 g pressuger
2 dl hveiti 2 msk. smjörlíki
Mi tsk. salt 2j4 dl mjólk
1 msk. síróp
Setjið mjöl, salt og siróp í annan helm-
inginn í skál. Hinum megin er gerið látið,
smámulið. Mjólkin velgd, smjörlíkið
brætt í henni. Mjólkurblöndunni hellt yf-
ir gerið, svo að það leysist upp. Öllu hrært
saman. Deigið hnoðað á borði, þar til það
er seigt og gljáandi. Látið lyfta sér í skál-
inni nál. V2 klst. Hnoðað á ný, mótaðar
bollur. Settar á plötu, látnar lyfta sér,
þar til þær hafa stækkað um helming.
Bakaðar í 10 mín. við 250°. Smurðar með
volgu vatni, þegar þær eru teknar úr ofn-
inum. Látnar kólna á grind undir dúk.
Hveiti og rúgmjöli blandað saman. Ger-
ið hrært út í örlitlu volgu vatni. Síróp
og vatn velgt. Vætt í mjölinu og deigið
hnoðað, þar til það er sprungulaust. Deig-
ið látið í smurða dós, látið lyfta sér í
IV2—2 klst. Lok látið á dósina og brauð-
ið soðið í vatni í 5 klst. Bezt er að láta
dósina standa á gufusuðugrind og vatnið
á að ná að % upp á dósina.
Hveitibrauð
14 kg hveiti 314 dl mjólk
114 tsk. salt 40 g pressuger
114 tsk. sykur
Deigið búið til eins og hveitibollur.
Deigið má ýmist baka á plötu eða í móti.
Úr því má móta bollur, horn eða brauð.
Sírópsbrauð
550 g rúgmjöl
450 g hveiti
4 dl vatn
2 dl dökkt síróp
60 g pressuger
Hveitibrauð með klíði
% 1 hveiti
14 1 hveitiklíð
50 g pressuger
50 g smjörlíki
1 msk. sykur
14 tsk. salt
4 dl mjólk eða
mjólkurbland
HÚSFREYJAN
25