Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 31

Húsfreyjan - 01.04.1960, Page 31
pláss er nóg. Þótt yfirleitt fari bezt á því að láta ákveðinn gróður vera ríkjandi, getur verið varhugavert að ganga of langt í þessum efnum, þannig að umgjörð garðsins komi til með að skorta tilbreytni. Hér og þar verður því að rjúfa með runnum og stöku trjám af annarri gerð. Heppilegt er að gróðursetja trjákennd- an gróður í beð út af fyrir sig, sem alla tíð er haldið opnum. Kemur þá fyrst og fremst til greina að velja slíkum beðum stað meðfram girðingu garðsins — á jöðr- um hans — bæði til að skapa skjól fyrir aðalsvæðið, og eins til að mynda umgjörð utan um það. Ef stormasamt er á viðkom- andi stað, t. d. víða til sveita, þarf yfirleitt á breiðu skjólbelti að halda móti vind- áttum. Algengt er að reikna þurfi með 3—5 röðum af gróðri, og verða því slík svæði nokkuð plássfrek. Gegn áttum, sem gæta sín lítils, mun duga með 1—2 raðir af lágvöxnum gróðri, t. d. runnum. Mynd 2. Þannig má ekki gróðursetja trjáplöntur þétt upp að húsi. Betra er að setja ýmsa runna við hús, eða láta grasflötina ná alveg að því. Þess skal gætt að staðsetja ekki trjá- gróður þannig, að hann útiloki um of út- sýni, en því atriði hættir mörgum til að gleyma. Þótt trjágróðurinn eigi að mynda umgjörð um húsið og lóðina, er samt ekki aðalmarkmiðið það, að girða fyrir útsýni, birtu og yl, en þess má sjá mörg dæmi, að gert hafi verið, bæði í bæjum og sveit- um, þar sem margir garðar líkjast frem- ur skógarreitum en skrúðgörðum. Algengast er að setja trjáplöntur í bein- ar raðir, og má mæla með því, hins vegar þurfa beðin ekki nauðsynlega að vera bein eða jafnbreið; síður en svo. Einmitt skapast bæði tilbreyting og mýkt í línur garðsins, ef innjaðar beðanna er hafður frekar óreglulegur. Má þá fylla upp í út- skotin með ýmsum runnum, sem gróður- settir eru óreglulega. Þannig má draga nokkuð úr áhrifum hinna beinu trjáraða fyrir utan. Að gróðursetja mikið af trjá- plöntum upp við hús, er yfirleitt mjög misráðið, nema um stóra veggfleti sé að ræða, sem kynnu að leyfa pláss fyrir ein- hverja krónulitla trjátegund. I stað trjá- plantna má hafa lágvaxna runna upp við húsið, t. d. villirósir, dvergmistil, geit- blöðung eða runnamuru. Einnig kæmi til greina að hafa þar vafnings- eða klifur- gróður, t. d. humal, vaftopp eða berg- fléttu,'ef á annað borð óskað er eftir öðru þar en grasi. Sömuleiðis má það teljast misráðið að gróðursetja mikið af stakstæðum trjám víða um sjálfa grasflötina, en það er afar algengt. Grasflötin skyldi helzt sem allra minnst skert, til að hlaða ekki um of á viðhaldsstörf garðsins, og til að draga ekki úr svigrúmi í garðinum. Heppilegast er að koma stakstæðum trjám fyrir í námunda við horn grasflatar, sé þess óskað. Um sjálfa aðferðina við gróðursetningu trjágróðurs má taka fram eftirfarandi: hola, sem plöntur eru settar í, þarf að vera vel víð, eða 50—70 sm í þvermál, nema hnaus plantnanna sé því stærri. Dýptin getur verið sem svarar 1*4 lengd skóflublaðs, og er holan höfð jafn víð að ofan og neðan, og botninn flatur. Fyrir gróðursetningu eru rætur plantnanna at- hugaðar. Séu þær særðar eða skaddaðar, eru þær stýfðar innan við sárið með beittum hníf eða handklippum. Ef ein- staka rót sker sig úr, hvað lengd snertir (mjög löng), er hún stytt nokkuð til sam- ræmis við aðrar rætur. Rétt er að styðja HÚSFREYJAN 31

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.