Húsfreyjan - 01.04.1960, Blaðsíða 33
ýmsum hliðum, og er þar sagt margt
athyglisvert. En hvernig sem ráðunauta-
starfsemin yrði rekin að öðru leyti þá er
alveg víst, að heimilisráðunautar yrðu
ætíð á vegum kvennasamtakanna, og
hvort þær gætu á einhvern hátt tekið að
sér hlutverk garðyrkjuráðunauta, ef þær
væru nógu margar og nægilega víða, er
auðvitað til umræðu og athugunar. En
ef dæma má eftir ,almennum áhuga
kvenna fyrir garðrækt á heimilunum, þá
virðist sem full þörf muni vera fyrir garð-
yrkjuráðunauta, sem hafi það að aðal-
starfi, og um slíka starfsemi væri eðlilegt
að kvennasamtökin leituðu til annarra,
Búnaðarfélags íslands eða búnaðarsam-
takanna heima í héruðunum. Ef konur
sýna nægan áhuga og eru samtaka í þessu
efni, þá er enginn vafi á því að árang-
ur næst.
Það er nefnt áður, að búnaðarsamtökin
sýni mikinn áhuga á fræðslustarfi til
heimilanna. Konur meta þetta að verð-
leikum og hafa ætíð verið þakklátar fyrir
það, sem B. I. hefur gert á þessu sviði.
En þrátt fyrir þetta, myndi áreiðanlega
vera til mikils gagns fyrir málið, að það
væri rætt í einstökum félögum úti um
landið, búnaðarfélögum og kvenfélögum,
og ættu konurnar jafnframt því, sem þær
ræða þessi fræðslumál sjálfar, að reyna
að sjá til þess, að þau verði einnig rædd
í öðrum samtökum. Þetta verður að gera
vegna þess, að það eru karlmenirnir, sem
hafa fjárráðin, en konurnar ekki. Og ef
konurnar óska eftir aukinni fræðslu um
það, sem einkanlega er talið falla undir
þær í heimilishaldinu, þá þurfa þær að
hafa um það fullt samráð við félög þau,
sem karlmennimir standa að, vegna þess
að félög kvenna hafa enga fasta tekju-
stofna.
Hitt er svo ekkert vafamál, að starfsemi
eins og sú, sem konur eru nú að berjast
fyrir, kemur öllu heimilishaldi til góða
og er því ekki síður mál bóndans en hús-
freyjunnar.
SAMBAND BREIÐFIRZKRA KVENNA
heldur fundi sína aldrei frá ári til árs á sama
stað, heldur eru þeir kannski eitt árið suður á
Snæfellsnesi og svo það næsta í Dalasýslu ein-
hvers staðar, eða jafnvel Barðastrandasýslu. —
Fundarkonum leikur því forvitni á að kynna sér
sitthvað, sem gert er á þeim fundarstað, sem
valinn er hverju sinni. í þvi skyni hefur nokk-
ur undanfarin ár verið hlutazt til um, að kon-
urnar á sambandsfundinum fengju að sjá handa-
vinnu barna á þeim stað, sem fundurinn fer
fram. Á síðastliðnu vori hélt sambandið fund
sinn í Ólafsvík og var þar sýnd handavinna
skólabarna. Um sýningu þessa farast formanni
sambandsins, Elinbetu Jónsdóttur, orð á þessa
leið:
„Okkur fundarkonum fannst svo mikið til um
þessa fögru sýningu og hin miklu afköst barn-
anna, að það væri ekki rétt gagnvart þeim né
hinum ágæta handavinnukennara, frk. Sigríði
Stefánsdóttur, að láta sýninguna liggja í þagnar-
gildi. Það hvetur til dáða, að eftir því sé tekið,
sem vel er gert, þó að utan við borgarysinn sé“.
Myndir þær, er hér með fylgja, eru frá sýningu
þessari.
HÚSFREYJAN
33