Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 5

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 5
Jensína Halldórsdúttir. Þátfur heimilis og uppeldis í lífi voru (Erindi flutt á ársfundi Samb. sunnl. kvenna) í erindi þessu mun ég aðallega ræða um heimilið og uppeldið og áhrif þeirra á líf vort. I fáum og fátæklegum orðum verður það málefni vart rætt til hlítar. Leiðum hugann að einstökum atriðum andlegra og veraldlegra áhrifa heimilis og uppeldis á líf vort. Fljótlega komumst við að raun um, að það eru einmitt þessir aðilar, sem hafa átt drýgstan þátt í sköpun mann- gerðar okkar og manndáðar. Margt er rætt og ritað um heimilin og uppeldið og þau vandamál, sem heimili og foreldrar eiga við að stríða í sambandi við uppeldismálin. Margar ádeilur og úrbóta- ræður í þessu efni virðast stundum vera harla ómaklegar. Að vísu dylst fáum, að uppeldi er þolinmæðisverk, sem krefst fórna, stöðugra bæna og hjartahlýju. Upp- skeran eða gjaldið er gleði eða sorg, allt eftir því, hvernig uppeldið tekst. „Heimilin eru á hraðri leið niður á við. Trúmálin eru það hluttakandi í elsku guðs og fyrirgefandi náð. „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn”. Það er fæðingarhátíð þessa barns, sem vér hefjum í kvöld; það er þessa sonar, sem vér minnumst í kvöld. Vér minnumst hans í byrjun lægingar hans, þar sem hann liggur sem barn í jötunni fátæklegu. Vér minnumst þess, að hann tók á sig þjóns mynd og gekk undir mannleg kjör eingöngu vor vegna, af elsku til vor, af þrá til að hjálpa oss, bjarga oss. Og vinir mínir, vér eigum honum óend- anlega mikið að þakka öll. — Yður hefði ekki gengið eins vel að bera sjúkdómsþraut- ir yðar, þér hefðuð ekki megnað að gera það með eins mikilli rósemi, ef þér hefðuð aldrei verið um hann frædd, aldrei þekkt dýrð- ardæmi hans, aldrei sannfærst um, að bölið geti borið blessun í sér, aldrei trúað á upp- risu og eilíft líf. En nú lifið þér daglega und- ir áhrifum alls þessa, og birtan af Betlehems- völlum nær alla leið inn í spítalann yðar. „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn'. Með bljúgum hjörtum og auðmjúkum hug skul- um vér taka enn öllum minningum og öll- um þeim boðskap, sem við þessa blessuðu hátíð er tengdur. Vér skulum vekja barnið í oss til að fagna honum. Látum það falla tilbiðjandi fram við jötuna, þar sem undra- ráðgjafinn, guðhetjan, eilífðarfaðirinn, frið- arhöfðinginn hvílir. Þá fáum vér gleðileg jól. Amen. Húsfreyjan 5

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.