Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 18
sinnis sagt þér. Hvaða ráðum beitti kerling-
aruglan til þess að krækja í þig enn einu
sinni? Hún hefur þó varla farið að bein-
brjóta sig af eintómri kergju.
- Nei, ekki gerði hún það, enda held
ég ekki, að það hefði haft nein áhrif á mig,
sagði Gróa. En blessaður drengurinn fékk
einhverja slæmsku í bakið, og hann verður
að liggja marga mánuði í gibsi. Hann skrif-
aði mér og bað mig svo innilega að vera
hjá þeim í vetur, að ég gat ekki staðizt það.
Nú heimtar hann, að ég sitji hjá honum
öllum stundum, þegar ég er búin með verk-
in, og það eins þó að mamma hans sé heima.
— Þér er þó, vænti ég, ekki bannað að
stytta drengnum stundir með sögum og ljóð-
um?
— Nei, frúin skiptir sér ekkert af því
núna, en ég er samt hrædd um, að hún kunni
ekki við þetta einkennilega dálæti, sem
drengurinn hefur á mér, enda er mér það
sjálfri óskiljanlegt, segir Gróa.
— En ég skil það aftur á móti mæta vel,
Gróa mín, sagði ég.
Hún sat hjá mér góðá stund, og við
spjölluðum hitt og þetta saman, en við
minntumst ekki meira á hennar hagi. Mér
hlýnaði um hjartarætur, þegar Gróa gekk
að rúmum sofandi barnanna minna og
strauk þeim ástúðlega um vanga.
Eg verð að reyna að koma bráðlega
aftur, þegar þau eru vakandi, sagði hún.
Eg fylgdi Gróu til dyranna og horfði á
eftir henni út í dimma og hráslagalega
haustnóttina. Mér var venju fremur þungt
í skapi, og ég óskaði þess af heilum hug, að
þeir dagar kæmu, sem veittu Gróu og henn-
ar líkum fulla uppreisn. Þær húsmæður,
sem ekki kunnu að meta mannkosti og
fórnarlund, áttu sannarlega skilið að verða
að gera verkin sín sjálfar.
Ef til vill hef ég hitt á óskastund.
Ragnheiður Jónsdóttir.
óLsnítfasda(ja/i
Laugardaginn 11. ágúst síðastl. lögðum
við af stað austur að Laugarvatni, 6 konur
úr Grindavík. Við fórum í áætlunarbílinn
á Stapanum, en fyrir í bílnum voru þá all-
margar konur víðsvegar að af Suðurnesj-
um. Allar vorum við í sömu erindagjörð-
um, að fara austur að Laugarvatni til nokk-
urra daga orlofsdvalar í Húsmæðraskóla
Suðurlands að Laugarvatni. Klukkan rúm-
lega fimm síðdegis vorum við komnar á
leiðarenda. Viðtökurnar voru hinar ágæt-
ustu, húsakynnin fáguð og vistleg.
Ekki þarf að orðlengja það, að þarna var
hver dagurinn öðrum ánægjulegri. Ymis-
legt var gert til skemmtunar. Einkum voru
kvöldvökurnar svokölluðu okkur öllum
bæði til gleði og gagns. Þar voru flutt er-
indi og jafnframt sýndar skuggamyndir. —
Veðrið var okkur líka sérlega hliðhollt,
enda var ekki sparað að nota daginn sem
bezt til útivistar. Þennan fagra fjalladpl
skoðuðum við rækilega og hinn auðuga og
fagra gróður, sem þarna er.
Eg vil ekki láta þetta tækifæri ónotað til
þess að þakka þeim Jensínu Halldórsdóttur
skólastjóra og Gerði H. Jóhannsdóttur
kennara fyrir þeirra stóra hlut í því að dvölin
varð okkur sérlega ánægjuleg, auk þess
sem ég flyt öllum öðrum þakkir, sem að
því stuðluðu að gera dvöl okkar þarna svo
skemmtilega, sem raun varð á. Ber ég þakk-
læti þetta fram eigi aðeins fyrir mína hönd
heldur okkar allra úr Grindavík, sem þarna
áttum orlofsdvöl.
Heim fórum við glaðar og hressar, endur-
nærðar á líkama og sál. Þessir björtu sól-
skinsdagar á Laugarvatni munu jafnan
verða okkur ógleymanlegir.
Guðnj Stefánsdóttir,
Steinaborg.
18
Húj/reyjan