Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 22
Grænmetið hreinsað og soðið, skorið í fallega
bita. Soðið skírt á venjulegan hátt, krydd-
að með laukhringum. Sett fallega í mótið;
bezt að raða grænmetinu í lögum og festa
þau með dálitlu hlaupi. Hvolft á fat, skreytt
með sítrónubátum o. fl. Berið bragðgóða
majonnesusósu með, kaldur piparrótarrjómi
er einnig góður með.
Tómatrönd
8 dl tómatsafi Örlítið salt
12 blöð matarlím Sítrónusneiðar
1 msk. sítrónusafi Sellerisalt
Matarlímið brætt í hluta af tómatsafan-
um, hrært saman við afganginn. Kryddað
með sellerisalti, sítrónusafa og salti. Dálitlu
af hlaupinu hellt í skolað hringmót, þunn-
um sítrónusneiðum raðað þar í til skrauts.
Látið hálfhlaupa, afgangnum af hlaupinu
hellt varlega ofan á. Hvolft á fat, þegar það
er orðið stíft. Skreytt með salatblöðum eða
öðru, sem til er.
Tómatrönd.
Hlaup þetta er ljúffengt með alls kyns
glóðarsteiktum og steiktum kjöt- og fisk-
réttum.
Fiskur í hlaupi
1 kg fiskur
8 dl vatn
2 tsk. salt
Steinselja
1 Iítill laukur
10 blöð matarlínl
1 msk. edik
I eggjahvíta, eggjaskurn
Rækjur
Steinselja
Fiskurinn hreiasaður og soðinn í salt-
vatni ásamt steinselju og lauk. Tekinn upp
úr og hreinsaður vel, látinn fara sem minnst
í sundur. Matarlímið lagt í bleyti. Soðið sí-
að, edik sett út í ásamt eggjahvítu og skurni.
Soðið skírt. Látið sjóða 2—3 mínútur. Mat-
Fishur i hlaupi.
arlímið látið út í. Potturinn látinn standa
með hlemm á eldavélinni í 10 mínútur.
Soðið síað. Mótið skolað með köldu vatni,
botninn hulinn með köldum vökvanum og
botninn skreyttur með rækjum og steinselju.
Þegar það er fast, er fiskurinn settur í mótið
og annað sem í það á að fara.
Hvolft á fat, borið fram með soðnum
kartöflum og piparrótarrjóma eða remulaði-
sósu.
Síld í hlaupi
yt kg sild
Dill
Lögur:
l/2 dl edik
2 dl vatn
10 piparkorn, hvít
5 piparkorn, svön
1 tsk. salt
2 tsk. sykur
5 (II tómatsafi
6 bl. matarllm
Agúrka
Rækjur
Framhald á bls. 33
Húsfreyjun
22