Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 25

Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 25
Beinfuglarnir Fiskbeinafuglarnir hennar frú Ágústu Pét- ursdóttur Snæland vöktu sérstaka athygli á sýningunni í sumar, svo að „Heimilisþáttur- inn" sneri sér beint til frúarinnar til að for- vitnast nánar um fuglana. Hún segist hafa verið spurð að því í sumar, hvort hún ætti nokkra handunna smáhluti, sem hún gæti lánað á sýninguna, og þá hafi hún dregið fram kríurnar sínar, sem legið hafi í gleymsku í 4 ár. Um uppruna þeirra segir hún svo: „Eitt sinn er fjölskyldan var að borða kinnar, vakti einn sonurinn athygli á því, hve eitt beinið í þorskhausnum væri fallegt". Þetta varð til þess, að hún fann fleiri skemmtilega löguð bein, sef forvitni- legt var að föndra við. Það þarf að sjóða hausana, þvo beinin mjög vel úr mörgum heitum vötnum, bursta þau með litlum bursta og láta þau þorna vel, áður en hið skemmtilega starf, að klippa, líma og mála, getur hafizt. Ur þessum beinum hefur frú Ágústa svo búið til undurfagra fugla og fiðr- ildi, sem hún hengir upp með vír, og verð- ur úr því hinn skemmtilegasti „órói". Ber þetta svip einstakrar smekkvísi og listhagra handa. Gervisnjór í fyrra minnti heimilisþátturinn húsfreyj- ur á, að þær gætu notað íslenzkt lyng, eini o. fl. til skrauts um jólin. Oft eru seldar jólagreinar með gervisnjó, sem glansa alla vega í jólaljósunum. Hér birtum við fyrirsögn um hvernig búa má til slíkan gervisnjó á einfaldan hátt heima fyrir. Ýmsar aðferðir eru til þessa og stund- um er blandað í hann „glimmer" til þess að greinarnar glitri ennþá fagurlegar. En hóflegur og snotur gljái fæst með því að blanda saman 250 gr af salti og 1 tsk. af gipsi. Blandið þessu saman þurru fyrst, vætið síðan í því með vatni og hrærið úr því þykkan graut. Klístrið því síðan á greinarnar hér og þar. Að hálftíma liðn- um hefur saltið kristallazt og glitrar Ijóm- andi fagurlega í ljósi. Húsfreyjan 25

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.