Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 31

Húsfreyjan - 01.10.1962, Side 31
Ský ri nga rmy n d við dagatal: Jólapoki (til v. ofarlega). Jólasvcinn (til h. litiÖ citt ofar). á fólkinu, stafirnir o. fl. smávegis í hvítum. Eins og sést á myndinni, eru ýmsar tákn- myndir saumaðar á tréð. Neðst er torfkirkja og sáluhlið (saumað í grænum, gulum og brúnum litum, aðallega) og jólasveinn hring- ir til tíða (saumaður blár og hvítur). Þá er íslenzki fáninn, jólagrís (þeir sem vilja geta sett þar lamb í staðinn), jölaköttur, ugla og veiðimaður ofar. I miðju er svo ýmiss kon- ar jólatrésskraut, engill, jólapoki, klukka, kerti, o. fl. og jólasveinn sitjandi á einni greininni. Einnig eru íslenzki fáninn og hvít- bláinn saumaðir á tréð. Þá er 14. desember auðkenndur, þar sem hann er afmælisdag- ur yngsta barnsins á heimilinu. Smálykkjur eru gerðar á milli talnanna og smámynd t. d. jólastjarna eða jólasveinn, sem útbúinn er með krók að aftan, er færð upp, eftir því sem dagarnir líða. Undir trénu stendur svo fjölskyldan og helzt í hendur, og elzti sonurinn dregur heimilisbílinn. Að sjálfsögðu getur hver breytt þessu eftir vild og ástæðum. Daga- talið er faldað með rússnesku spori í brún- ina. Einnig má fóðra það, sauma í vél og snúa við. Búið til hanka til að hengja það á. Án efa munu margir sauma þetta fjör- lega og skemmtilega dagatal, sér og öðrum til ánægju, því að örugglega mun það vekja hrifningu barnanna, er þau flytja merkið upp eftir trénu, nær og nær jólastjörnunni. Stóra systir býr til brúðu Búa má til skemmtilega brúðu úr náttföt- um, sem litli bróðir eða litla systir eru vax- in upp úr. Heppilegast er, að náttfötin séu með sokkabuxum. I höfuð og hendur má nota hvítt léreft eða afganga. Brúðuna má svo klæða í „uppgjafaflíkur" af litlu systkin- unum. Takið léreftsstykkið og brjótið það í tvennt. Teiknið á það höfuð, 25 sm langt, 23 sm þar sem það er breiðast og 7 sm breiðan háls. Sníðið 2 stykki eins. Teiknið og sníðið hendur, 4 stykki (notið gamlan vettling af barninu, ef ykkur þykir það þægi- legra), þannig að hæfi ermum nátttreyjunn- ar. Teiknið augu (á stærð við tveggja krónu pening) á blátt eða brúnt efni. Munnurinn má vera á stærð við krónu pening og auð- vitað rauður. Gerið örlítil munnvik, og get- ið þið þá ráðið svip brúðunnar, haft hana brosandi eða fýlulega, að vild. Brjótið brún- irnar aðeins undir, um leið og þið saumið augun og munninn á andlitið. Saumið í saumavél eða kappmellið í hönd- unum. Bezt er að líma eða tylla lauslega aug- unum og munninum fyrst, til þess að auð- velda saumaskapinn. Látið réttuna snúa inn á báðum stykkj- unum og saumið saman höfuðið og hend- H ú $ freyjan 31

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.