Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 32

Húsfreyjan - 01.10.1962, Page 32
Frd scrnsku deildinni d HeimilisiOnaÖarsýningunni. Tumi pumalingur situr ú bakinu d gœsasteggnum. l>eir, sem liandlagnir eru, geta spreitt sig d aÖ skera svona myndir úr tré eöa beini, lita og hengja siöan upp til skrauts. urnar með sterkum tvinna. Skiljið eftir op á hálsinum og einnig á úlnliðum. Ef náttfötin eru í tvennu lagi, nátttreyja og buxur, þá skuluð þið sauma þessa tvo hluta saman í mittinu. Snúið nú höndunum og höfðinu við, þann- ig að réttan snúi út. Troðið brúðuna út með bómull, vatti eða stoppi úr gamalli ábreiðu (sjá mynd). Saumið hendurnar við erm- arnar, brjótið upp á laskann og þræðið síð- an hendur brúðunnar við brotið allt í kring, svo að laskinn hylji samskeytin, þegar því er lokið. Saumið höfuðið á sama hátt við hálsmál náttfatanna. Ljúkið nú við að troða út brúðina og saumið síðast opið saman í höndunum. I hárið má nota ullargarn og þá gjarnan sama háralit og „brúðumamma" hefur. — Klippið hespuna sundur í þá lengd, sem óskað er, saumið síðan hárið þannig, að skipting myndist frá enni og aftur á hnakka. Gætið þess að sauma yfir hvern þráð (hvert hár). Búa má til smálokka fram á ennið úr nokkrum lykkjum af garninu. Fléttið hárið, teiknið nef eftir vild. Þessi stóra brúða mun áreiðanlega verða vinsælt leikfang hjá yngstu börnunum. S. Kr. 32 Húsjreyjan

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.