Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 33

Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 33
MANNELDISÞÁTTUR Framhald af bls. 22. Síldin hreinsuð og flökuð, öll bein hreins- uð burt. Salti stráð á flökin og smátt klippt dill. Vafin upp frá sporði. Síldarrúllunum raðað þétt í lágan pott. Ediki, vatni, pipar- kornum, salti og sykri blandað saman, hellt yfir. Látið sjóða við hægan eld í 5 mínútur. Síldin látin kólna í soðinu. Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Síld- arrúllurnar teknar upp úr soðinu, látið síga vel af þeim, raðað í skolað hringmót ásamt Sild i hlaupi. agúrkusneiðum. Matarlímið brætt í hluta af tómatsafanum, sem síðan er hellt yfir síld- arrúllurnar. Hvolft á fat, skreytt með ræki- um og dill eða steinselju. Kjöt í hlaupi 8 dl soð Magrir kjötafgangar, soðnir 2—3 gulrætur 1 negull, hcill I lítill laukur 1/2 lárberjalauf \/ tsk. timian 2—3 piparkorn, svört Grænar baunir 10 bl. matarlím Sjóðið kryddið í soðinu og gulræturnar, þar til þær eru meyrar. Soðið síað og skírt ef vill. Gulræturnar skornar í fallegar sneið- ar og kjötið í smáa, ferkantaða bita. Hring- mót smurt með olíu. Gulrótasneiðunum rað- að í botninn, látnar skarast í hring, kjötið, Kjöt i hlaupi. grænu baunirnar og gulrótaafgangurinn lát- inn ofan á. Soðinu, sem matarlímið hefur verið bætt í, hellt yfir. Látið stífna. Hvolft á fat; í miðjuna er látið kartöflu-mayon- nessalat, sem kryddað hefur verið með söx- uðum lauk og steinselju. Safthlaup 7 dl saft 1 isk. vanillusykur I dl vatn 14 bl. matarlfm Sykur, ef vill 2 dl sjóðandi vatn Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn, leyst upp í 2 dl af sjóðandi vatni. Ollu blandað saman og bragðað til. Hellt í skál eða mót og látið hlaupa. Látið dálítið af hlaupinu storkna á diski. Saxið það og skreytið með því og þeyttum rjóma. Vanillusósa borin með. I þetta hlaup er hægt að setja alls kon- ar ávexti. Húsfreyjan óskar lesendum sínum Qleðilegra jóla og farsæls komandi ars. H ú s f r e y j a n 33

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.