Húsfreyjan - 01.10.1962, Qupperneq 34
Jólasælgœti
Mjúkar karamellur
4 dl sykur 4 msk. kakao
:3 msk. glukose 2 msk. smjör
•4 dl rjómi 75 g möndlur
Setjið allt nema möndlurnar í þykkan pott.
Soðið hrært í á meðan, þar til dropi, sem lát-
inn er drjúpa í kalt vatn, er hæfilega harð-
ur. Söxuðum og afhýddum möndlunum
hrært saman við. Hellt í smurt mót. Gætið
þess að það sé ekki of stórt. Skorið í ferkant-
aða bita, sem vafðir eru inn í fallegan pappír.
Sírópsmolar
3 dl rjómi 75 g möndlur
2i/2 dl sfróp 1/2 dl hrauðmylsna
3 dl sykur 1 msk. smjör
Rjómi, síróp og sykur sett í pott. Soðið
þar til hæfilega þykkt. (Prófað í vatni).
Smjöri, brauðmylsnu og söxuðum möndl-
um hrært saman við. Sett strax í lítil bylgju-
pappírsmót.
Súkkulaðikúlur
2 dl sykur 1 msk. smjör
I/2 msk. glukose /2 dl hnetukjarnar
2 (11 rjómi 100 g hjúpsúkkulaði
2 insk. kakao
Soðið eíns og áður. Þegar deigið er dálítið
farið að kólna í mótinu, er það skorið í fer-
kantaða bita, sem úr eru mótaðar kúlur milli
handanna.
Hjúpsúkkulaðið skafið niður, brætt yfir
gyfu. Kúlunum dyfið ofan í og þeim velt
upp úr súkkulaðinu með gaffli. Látið storkna
á smjörpappír.
Sykurhjúpuð epli
8—10 lítil, falleg epli I dl vatn
Sykurlögur: /, msk. glukose
3 dl sykur \/2 tsk. edik
Allt nema eplin sett í þykkan pott. Þegar
sykurlögurinn sýður er froðan veidd ofan
af, soðinn áfram við hægan hita. Hrærið
ekki í sykurleginu, sem á að sjóða, þar til
hann er farinn að þykkna og orðinn brún-
leitur (karamella).
Eplin þvegin og þerruð vel. Stilkurinn
fjarlægður og eplin látin á trépinna og síð-
an stungið ofan í sykurlöginn. Ef hröð hand-
tök eru notuð, ætti að vinnast tími til að
velta eplunum upp úr kokósmjöli, áður en
sykurinn storknar.
Issúkkulaði
125 g kokósfeiti 3 egg
300 g suðusúkkulaði
Súkkulaðið skafið niður og brætt við gufu.
Kokósfeitin brædd, látin kólna. Eggin þeytt,
hrærið til skiftis feiti og súkkulaði saman
við þau. Hellt í skál, látið kólna. Sprautað
í Iítil pappírsmót. Látið fullstorkna.
Rjóma-„fudge"
5 dl pliðursykur /, msk.-vanillusykur
2 dl rjómi /4 tsk. salt
2 insk. smjör 1 dl hnctukjarnar
Sykur, rjómi og salt sett í þykkan pott.
Soðið þar til móta má kúlu, úr dropa, sem
dyfið hefur verið í kalt vatn. Smjöri og van-
illusykri hrært saman við. Sett í skál, þeytt,
þar til það fer að þykkna. Þá er söxuðum
hnetukjörnunum blandað saman við. Sett
með tsk. á smurðan pappír. Gott er að hylja
bitana með súkkulaði.
34
H ú s f r e y j a n