Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 36

Húsfreyjan - 01.10.1962, Síða 36
Málshætfir og spakmæli Framhald af bls. 20. mynd. Við Löfum reyndar annað dæmi um það, að hveitibrauð hefur þar verið álitið eitt af lífsins beztu gæðum, því að það er í Norð- urlandamálum hafið upp í þann virðulega sess að lýsa bezt sælu nýgifts fólks á hveiti- brauðsdögunum. Það er einnig fróðlegt að sjá, hve marg- víslegar skilgreiningar á mannlegu eðli og samskiftum koma fram í málsháttunum. Ef tekin er t. d. vináttan, eru á henni margar skýringar: „Allir eru vinir á meðan vel geng- ur” og síðan „það er vinur sem vel í raun reynist" — „vinur er sá, er til vamma segir", -— „hver er sinn vildasti vinur" og „hver vel- ur sér vini eftir viti" og síðan „sá er vinur, sem veita kann". — „Segjandi er allt sínum vini" stendur í Egilssögu, og enn annars staðar „enginn skyldi góðan vin of mjög þreyta", „ekki eru allt vinir, sem í eyrun hlæja", og að lokum, þegar maður loksins heldur vin tryggan samkvæmt þessum upp- skriftum, segir enn eitt máltæki: „Völt er vina stoðin". Þá koma öll íslenzku húsdýrin við sögu og lyndi þeirra og háttalag á jafnframt að lýsa mannlegum klókindum og viðbrögð- um, — „þar sem kötturinn kemur inn höfð- inu, þar kemst hann allur" — „sjaldan laun- ar kálfur ofeldið". Ekki má gleyma veðurfarinu, sem er gert táknrænt fyrir aðra hluti í þjóðlífinu, og ríkir þá svartsýni: „Oft kemur skúr eftir skin". Á öðrum stað stendur „dimm ský eru sjaldan án skúra", en það rifjar upp sögu um gríska heimspekinginn Sókrates, sem sagði svipaða setningu á undan norrænum mönn- um. Xantippa frú hans, sem löngum hefur verið nefnd sem fyrirmynd pilsvarga í gegn- um aldirnar, gaf honum einu sinni sem oft- ar rækilega ádrepu og lauk máli sínu með því að skvetta á eftir honum vatni. Þá varð Sókrates að orði — á klassiskrí grísku: — „Dimm ský eru sjaldan án skúra". Málsháttasmiðirnir hafa heldur ekki al- veg gleymt gamanseminni, þótt alvöru- og viðvörunarorð séu í miklum meiri hluta. „Enginn er sá leppalúði, að ekki vilji fá sér brúði" stendur á einum stað. „Alla má klaga nema kónginn" segir máltækið og hæðist að yfirvaldinu. Þá er og vegið að kvenfólkinu, eins og vænta mátti: „Flestum minnkar frelsið, þá fengin er kona" — „lengi teygir kerling lopa" og „þá er dælt í koti karls, er karl er ekki heima". Svo er enn prédikuð hógværð og rímað vel: „Flot spillir meyjum, mergur húsfreyjum og mör karlgreyjum". Ymis orðatilhæki, sem okkur í daglegu lífi finnast ósköp eðlileg og hugsum sjaldn- ast um, að séu ef til vill ofurlítið annarleg, eru ekki síður en málshættirnir eftirtektar- verð og skemmtileg. Frá blautu barnsbeini verða okkur þessi orðatiltæki töm og við notum þau í óeiginlegri merkingu um eitt- hvert málefni, þótt orðin séu því algerlega óskyld. Oll eiga þessi orðtök sér sína sögu, margar því miður löngu gleymdar. Mörg eru þau rammíslenzk, en þó líklega fleiri af erlendum uppruna, hnyttiyrði sem hafa orðið fleyg víða meðal þjóða. Einstök þessara orða eru svo algeng, að þau ganga eins og rauð- ur þráður í gegnum samtöl manna. Tók nú nokkur eftir því, að þarna var nefndur „rauð- ur þráður", sem ekkert kom málinu við — og hvers vegna „rauður þráður", en ekki svart- ur eða brúnn? Þarna liggur 150 ára gömul saga að baki og er ættuð frá þýzka skáldinu Goethe. Orðatiltæki þetta breiddist út og varð mjög vinsælt á mörgum tungumálum eftir að Goethe sagði frá því í einu leikrita sinna, að í öllum köðlum og reipum enska sjó- hersins væri rauður þráður, sem sýna skyldi og sanna að spottinn tilheyrði hinum konung- lega enska flota. Svipaða sögu má segja um orðatiltækið „að þykjast góður fyrir sinn hatt", sem stund- um heyrist og er næsta undarlegt, því að hvað 36 Húsjreyjan

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.