Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 12

Húsfreyjan - 01.01.1965, Blaðsíða 12
Gamla fiðlan hans Cyrus Brady — sú, sem hann fékk í Boston veturinn 1890. Hann spilaði og stjórnaði dansinum um leið. Fiðlan hafði gljáð — eins og jarpur hestur og hljóðin voru eins og í geithafri. Hlátur og raddir, sem höfðu þagað í áratugi, bárust til hennar á ný og luktar- Ijósið skein á stúlkuhár og kertavax, sem skafið hafði verið á dansgólfið. Hún heyrði stappið í piltunum og skrjáfið í pilsunum. Hún mundi sjálfa sig eftir dansinn, og hárið var allt að ganga úr skorðum. Laf- móð var hún en aldrei hafði henni fatast sporið. Þann vetur átti hún rauðu hettuna og vettlinga og hún hafði vitað nákvæmlega hver áhrif það hafði á piltana, þegar hún birtist með sitt svarta hár og dökku augu. ,,Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævi- daga mína“, las séra Dohey áfram. Hún fyrirvarð sig fyrir léttúðina og hlustaði á hann svolitla stund. Hún hafði reynt að vera góð eiginkona og móðir. Hún vissi, að hún hafði búið til góðan mat. Og samt, hugsaði hún, ef ég ætti að nefna eitthvað eitt, sem ég var syndsamlega hreykin af, þá var það það, að á giftingardaginn minn var mittismálið mitt nákvæmlega sextán tommur. Séra Dohey lokaði bókinni. Hún fylgdist með því þegar hann fór. Endurminningarnar, helsárar minningar, höfðu hana á valdi sínu. Þó að engir engl- ar töluðu til hennar, virtist herbergið fullt af tregaþrungnum skuggum fortíðar- innar. Að baki vakti þráin að heyra einu sinni enn orðin af lifandi vörum. Ekki vissi hún hve lengi hún sveimaði þar, sem tíminn ríkir ekki. Hratt fótatak, sem hún þekkti. Hún heyrði það nálgast og hljóðið í hurðinni, sem opnaðist, dró hana enn einu sinni og í síðasta sinn til vitundar í herberginu hennar. á þessari jörð. Dótturdóttir hennar var komin að rúm- inu. Með henni barst inn svalur andblær vetrarins, fólginn i kápunni hennar og hárlokkunum, sem lögðust niður á bakið. 10 ,,Amma“, heyrði hún hana segja, „elsku amma mín“. „Hún getur ekki talað, góða mín“, sagði hjúkrunarkonan, og henni þótti við kven- manninn. „Ég veit það“, sagði Carol, „en hún heyrir til mín“. „Ja — ég veit ekki . . .“ sagði hjúkrun- arkonan hikandi. „Jú, ég veit það vel“, sagði dótturdótt- ir hennar, „og við verðum að tala saman í einrúmi". Hún sá brosið, sem átti að draga úr stuttaralegri setningunni, áður en Carol snéri baki að hjúkrunarkonunni og tók um magnlausa hönd ömmu sinnar. „Þú hefur hagað þér illa, amma“, sagði hún, en svipurinn í augunum var ekki eins glettinn og orðin. Þær biðu báðar hreyfingarlausar, þang- að til ungfrú Barrows hafði lokað á eftir sér og fótatak hennar hvarf fram ganginn. En hvað það var indælt að hafa fyrir augum svona ferskt og fallegt andlit, hugsaði hún, í staðinn fyrir allar grófu svitaholurnar og hárstríin, sem höfðu sveimað yfir henni þennan morgun. Þetta var gott andlit, eins og andlit mennskra manna áttu að vera, fyrst og fremst um- gjörð um augun. Augun voru þessa stund- ina grá og horfðu rannsakandi í hennar augu, í senn blíð og skilningsrík. „Pabbi hafði rétt fyrir sér“, sagði Carol að lokum. „Það er eitthvað, sem þú getur ekki sagt okkur. Þú hefur sagt mér svo margt, en nú geturðu ekki sagt mér þetta, sem skiptir þig svo miklu máli“. Vonlaust hugsaði hún þreytt. Hún reyndi að tjá ákefð sína í augnaráðinu og sá augu ungu stúlkunnar fyllast af tárum. Hún varð skelfd. Ekki gráta, reyndu að hugsa. Reyndu að geta. „Vertu róleg“, sagði Carol, „ég skal ekki gráta. Ég verð að tala og hugsa og kannski hitti ég á hvað það er, sem þig vantar“. Hún settist við rúmið og þagði litla stund. Svo fór hún að tala, í fyrstu hik- andi. „Við voru oft saman þegar ég var lítil. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.