Húsfreyjan - 01.01.1965, Síða 20

Húsfreyjan - 01.01.1965, Síða 20
MANNELDISÞÁTTUR Sfld og síldarréttir Síld er eitt peirra orða, sem við hnjótum í sífellu um, hvort heldur við opnum dag- blað eða útvarp. Er þetta engin furða, þar sem þjóðarafkoman er svo mikið imdir þessum silfurgljáandi fiski komin. En síldin er hinsvegar notuð allt of lít- ið hér innanlands til matar, þótt hún sé ein sú hollasta og ódýrasta fæðutegund, sem völ er á. Við getum fengið hana ferska, salta eða reykta, en þó oftast salt- aða. Sem flestar íslenzkar húsmæður ættu að hafa þann sið að afla sér saltsíldar til vetrarforða. En geymsluskilyrði þurfa að vera góð. Síldartunnuna verður að geyma á köldum stað, því þráni síldin, sem henni er hætt við, er hún ekki góð til matar. Góð saltsíld og kryddsíld á að vera sívöl og þykk, fiskkjötið safamikið og Ijóst, ekki dökkt við hrygginn. Sé gulur blær kominn á síldina, er hún byrjuð að þrána. Saltsíldina á ekki aðeins að nota í ýmsa smárétti, heldur nota hana í ýmsa mið- degisverðarrétti. Hreinsun á saltsíld: Takið aldrei fleiri síldar upp úr tunnunni í einu, en ætlunin er að nota hverju sinni. Athugið að ganga vel frá tunnunni. Breiðið vel af dagblöð- um á vinnuborðið, skolið síldina vel, af- hausið og slægið. Leggið síldina í bleyti í kalt vatn í 12—24 klst. Gott er að skipta um vatn 2—3 sinnum. Nú er sprett á roðinu eftir endilöngum hryggnum, þum- alfingri og vísifingri hægri handar er stungið sitt hvoru megin við hrygginn og flökin strokin frá beininu. Síldin þvegin úr köldu vatni, þess gætt að tína öll bein úr, sem kynnu að verða eftir. Roðið tekið af flökunum, þumalfingri brugðið undir roðið og rennt síðan til beggja enda. Nú er gott að leggja flökin í mjólkurblöndu í nokkrar klst. Kryddsíld er ekki afvötnuð, oftast borð- uð eins og hún kemur fyrir. Svona er hægt að ná beinum úr síldinni. . 1. Kljúfið hreinsuðu síldina niður að sporði, leggið hana með kviðinn niður, þrýstið fast á hrygginn moð búrhnífnum. 2. Grípið um hnakkabeinið með tveimur fingr- um, ýtið niður eftir hryggnum. 3. Sé ætlunin að vefja síldina upp, er það gert frá sporði. 18 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.