Austurland - 23.12.1997, Síða 18
18
Jól 1997
Pjetur St. Arason
Kafli úr rokksögu Austurlands
Sprengja í kjölfar AUaOtktirháttða
Atlavíkurhátíðir um verslunarmannahelgi voru endurvaktar á 9.
áratugnum. Þá var í tísku að vera í hljómsveit og á hátíðunum var
hljómsveitakeppni.I keppnum þessum komu fram margar góðar
hljómsveitir. Austfirskar hljómsveitir eru fyrst og fremst
ballhljómsveitir. Þó voru til hljómsveitir á Austurlandi sem héldu
tónleika. Kvöldverður á Nesi og SKLF voru meðal þeirra.
Á árunum uppúr 1980 er
íslenskt rokklandslag að breyt-
ast. Fyrir þann tíma voru menn
að spila slagara. Jens Kr. Guð-
mundsson poppfræðingur hefur
haldið því fram að þetta stafi af
skord á tónlistaruppeldi. Á árun-
um frá 1970 hafi síðhippahljóm-
sveitimar, eins og Óðmenn, Trú-
brot og Hljómar, spilað tónlist
sem var of þungmelt fyrir mark-
aðinn. Þróunin í popptónlist á
þessum árum miðaði að því að
brúa bilið sem var á milli popp-
tónlistar og klassískrar tónlistar.
Sú tónlist er stundum kölluð
“art-rokk“. Menn vom að gera
tilraunir í tónlist með fiðlur og
ýmiss konar blásturshljóðfæri.
Lögin sem þessar síðhippa-
hljómsveitir spiluðu voru að
stómm hluta gítar og trommu-
sóló og þær sungu enska texta.
Hljómar gáfu út plötu árið 1974
og hún seldist ekki neitt. Það
fólk sem var 13-15 ára á þessum
árum gat ekki samsamað sig með
þessu síðhipparokki. Árið 1975
gáfu Stuðmenn út Sumar á
Sýrlandi og The lonlí blú boys
komu sama ár með sína fyrri
plötu. Þessar plötur seldust í
metupplögum. Jens segir að fólk
sem alið hafi verið upp við
Svanhildi og Ólaf Gauk hafi ekki
getað farið beint í “art-rokkið“.
Slagaramir hafí auk þess verið
sungnir á íslensku en síðhipp-
arnir sungu á ensku. Hljómsveit-
in Amon Ra er í þessum síð-
hippaflokki. Hún kom einungis
einu sinni fram árið 1975, en árið
eftir kom hún saman aftur þá
verður endurnýjun á henni. Það
er merkilegt að þeir gáfu ekkert
út fyrr en árið 1981, undir
nafninu Án Orma.
Sápa í ólgandi hver
Efdr 1975 flæðir þetta létt-
popp yfir markaðinn. Menn
verða hátekjumenn á því að spila
slagara. Uti í heimi tröllreið
diskóbylgjan öllu, en hún var
ekki áberandi hér á landi. Pönkið
kom fram í Bretlandi árið 1976
og á Norðurlöndunum fara að
koma fram hljómsveitir sem
spila þetta hráa rokk og syngja á
móðurmálinu. Hér á landi bíða
menn eftir einhverju nýju þegar
það loksins gerist árið 1980 að
sprengjan springur.
Veruleikinn á Austurlandi er
ekki ósvipaður því sem hann er
annars staðar á landinu. Amon
Ra er að vísu að spila metnaðar-
fulla tónlist en þeir spila á böll-
um og komast ekki alveg hjá
slögurunum. Hljómsveitin Völ-
undur, og fleiri slíkar, voru undir
sömu sök seldar. Hljómsveitin
Kvöldverður á Nesi verður til
árið 1979. Þeireru metnaðarfull-
ir í sinni tónsköpun, spila jasslög
og klassíska tónlist í poppútsetn-
ingum. Jens Guðmundsson bend-
ir á mikilvægi tónlistarskólans fyrir
tónlistarlífið í Neskaupstað og
segist muna eftir þeim Norðfirð-
ingum sem komu suður og vöktu
athygli fyrir getu, eins og Hlöð-
ver Smára Haraldssyni, Skugga-
hlíðarbræðrum og “trommaran-
um úr Amon Ra“.
Á Fáskrúðsfirði var hljóm-
sveitin Egla starfandi og gáfu
þeir út plötuna Maður er manns
gaman árið 1981. Árið 1982
verður síðan sprenging í aust-
firsku rokklífi með tilkomu hljóm-
sveitakeppna á Atlavíkurhátíð-
um um verslunarmannahelgar.
Það voru á þriðja tug hljómsveita
sem tóku þátt í keppninni. Það
má orða það svo að þær hafí
virkað eins og sápa í ólgandi
goshver. Nú kom gosið. í þess-
um hljómsveitakeppnum komu
fram hljómsveitir sem störfuðu
áfram eftir að helgin var afstað-
in. Margir fengu smjörþefinn af
því hvemig það var að vera í
hljómsveit. Þama komu fram
hljómsveitir eins og Aþena,
Hross í haga með gras í maga og
rafmagnsgirðing allt í kring og
Kalla Rarik band frá Egilsstöð-
um, Lóla frá Seyðisfirði, auk
norðfirsku hljómsveitanna Kvöld-
verðar á Nesi, Spyss, og SKLF.
Hljómsveitir utan Austurlands
vom líka í Atlavík. Hljómsveitir
eins og Skriðjöklar frá Akureyri,
Greifarnir frá Húsavík, auk þess
man ég eftir hljómsveitum frá
Reykjavík, Hafnarfirði og víðar.
Fara í stúdíó
Verðlaunin í keppninni voru
ekki af lakara taginu. Stúdíótím-
ar í hljóðveri Stuðmanna, Sýr-
landi. Lóla sigraði í fyrstu
keppninni og gáfu þeir út plötu í
kjölfarið. Eitt af lögum plöt-
unnar fékk talsverða spilun í út-
varpi í kjölfarið. Þau fóru síðan
suður og þar leystist hljómsveit-
in upp. Fyrirkomulagið á þessum
keppnum var þannig að fyrst
spiluðu allar hljómsveitimar á
einum tónleikum, svo áttu áhorf-
endur og dómnefnd að velja
þrjár hljómsveitir í úrslit. Auk
Lólu voru Kvöldverður á Nesi
og SKLF í úrslitum fyrstu
keppninnar. Árið 1983 koma
fram sveitir eins og Synftx, Sú-
ellen frá Neskaupstað, Dúkku-
lísur frá Egilstöðum og Fásinna
frá Eiðum. Það er gróska í tón-
listalífinu á þessum ámm og
menn eru frjóir, semja tónlist
jafnframt því sem þeir em að
spila tónlist eftir aðra. Hljóm-
sveitir fara í stúdíó og gefa út
sína tónlist á snældum, og borg-
uðu þannig upp stúdíótímana. Ég
hef heyrt að stúdíóvinna sé mik-
ill skóli fyrir hljómsveitir. Það er
merkilegt þegar maður fer að
skoða feril hljómsveita hversu
ótrúlega algengt það er að þær
leysist í sundur þegar félagar
þeirra flytja til Reykjavíkur. Þá
blinda “hin björtu borgarljós."
Það er eins og þeir þoli ekki
pressuna af borgarlífinu.
Útsettu klassísk verk fyrir
popphljómsveit
Hljómsveitin Kvöldverður
á Nesi varð til í Gagnfræða-
skólanum í Neskaupstað sem
nú heitir Verkmenntaskóli Aust-
urlands. I hljómsvcitinni voru
Daníel Þorsteinsson sem spil-
aði á pfanó, Guðjón S. Þorláks-
son bassaleikari, Sigurður
Sveinn Þorbergsson spilaði á
gítar og básúnu og Jóhann
Geir Árnason trommuleikari.
Auk þeirra sungu með hljóm-
sveitinni Haukur Hauksson og
Lára Heiður Sigbjörnsdóttir.
Eg hitti þá Guðjón og Sigurð á
heimili þess fyrrnefnda, en
Daníel var í símasambandi.
Þurfti undanþágu til að
spila á balli
Siggi og Danni höfðu verið að
spila saman, á básúnu og píanó.
Stundum skiptust þeir á Siggi,
spilaði á píanóið og Danni tók
básúnuna. Þegar Guji byrjaði í
Gagnfræðaskólanum, eftir að
hafa verið í skóla á Kirkjumel,
Guðmundur R. Gíslason og Armann Einarsson hafa sennilega verið frumkvöðlar í klœðaburði, ef
marka má þessar myndir, nema þeir hafi verið í áður óþekktri kvennahljómsveit!
Vinum ohhar og viÖshiptavinum um land allt
sendum við hugheilar jóla- og nyárshveöjur
Þöhhum samstarí og viöshipfi á
3. Tíinrihsson hf. Vólaversí'asöi
Sjóminja- og smiöjumunasafn
3. Tíinrihssonar
Súðavogí 4 -104 Rcyíýavíh