Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 240
238
Ritdómar
máls, bókmennta og sögu. Ekki verður fjallað um skráabindið á þessum vettvangi en
undirritaður fær ekki betur séð en verkið sé afar vel unnið.
Gert er ráð fyrir að hin eiginlegu orðabókarbindi verði ellefu og árið 1995 kom
fyrsta bindið út. Það nær yfir a-bam. Sumarið 2001 kom síðan út annað bindið og nær
yfir ban-da. Eins og áður gat hlýtur verk sem þetta að teljast til tíðinda í heimi
norrænna fræða og víðar, þar sem líta má á það sem mikilvæga viðbót við hið ágæta
verk Fritzners, viðbót er byggir annars vegar á heimildum sem ekki hafa verið notað-
ar áður og hins vegar á nýjum og vandaðri útgáfum sem unnar hafa verið eftir að
Fritzner lauk við verk sitt. Við þetta bætist að hið nýja verk er svo umfangsmikið og
kostnaðarsamt að þess er vart að vænta að annað slíkt verði unnið í fyrirsjáanlegri
framtíð. Að teknu tilliti til þessa er afar mikilvægt að ekkert verði til sparað, hvorki fé
né fyrirhöfn, til þess að verkið verði sem best úr garði gert. Þess vegna verðskuldar
verkið líka nokkuð ítarlega umfjöllun á þessum vettvangi, ef það mætti verða ritstjórn
bókarinnar að gagni á síðari stigum og notendum til leiðbeiningar.
Það er ekkert áhlaupaverk að fjalla um jafn yfirgripsmikið verk og ONP vissulega
er. Hér verður leitast við að skipta umfjölluninni í femt. Fyrst verður vikið að fram-
setningu efnis um forsemingar og atviksorð og verður einkum staldrað við þau atriði
sem kunna að orka tvímælis eða þar sem nokkuð skortir á að sú mynd sem dregin er
upp sé trúverðug, þ.e. í samræmi við heimildir. f öðrum kafla verður fjallað um lýs-
ingu nafnorða og lýsingarorða í orðabókinni og í þriðja kafla verður hugað að lýsingu
og framsetningu sagnorða. Loks verður leitast við að meta verkið í heild. Gallinn við
þetta verklag er sá að ýmsir mikilvægir þættir verða út undan í þessari umfjöllun, t.d.
fomöfn, skýrgreining fastra orðasambanda, merkingarskilgreiningar og ýmislegt ann-
að sem vert væri að fjalla sérstaklega um. Hafa ber í huga að umfjöllunin hlýtur að
verða ágripskennd þar sem rækilegri umræða yrði lengri en góðu hófi gegnir. Enn
ffemur ber að hafa hugfast að í umfjöllun sem þessari er hætt við að meira fari fýrir
gagnrýni á þau atriði sem telja má að miður hafi tekist en umfjöllun um hitt sem er
vel gert.
1. Forsetningar og atviksorð
1.0 Verklag við lýsingu forsetninga
Greining forsetninga1 í ONP er lagskipt (t.d. fs. á) líkt og hér er sýnt:
1 Segja má að tvær leiðir komi til greina er gerð er grein fyrir notkun forsetninga
í orðabókum. Annars vegar er unnt að gera grein fyrir þeim í því samhengi sem þær
em notaðar og hins vegar má gera þeim skil sem sérstökum uppflettiorðum eftir því
sem við á. I fyrra tilvikinu er fjallað um forsetningar undir mismunandi uppflettiorð-
um, t.d. ríkur/auðugur aðlaf e-u en í því síðara er t.d. fjallað sérstaklega um fs. á, af
og at. í ONP er síðari leiðin valin og held ég að það sé tvímælalaust rétt. Nauðsynlegt
er að gera grein fyrir kerfisbundnum mun sem fram kemur í fallstjóm og merkingu.
Það er hins vegar ávallt matsatriði hversu langt skuli ganga.