Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Qupperneq 262
260
Ritdómar
fræðileg dæmi um aka (þ. e. ekki dæmi um sérstaka merkingu eða sérkenni sagnarinn-
ar) heldur setningafræðileg. Hvemig má koma þessu til skila þannig að lýsingin sé í
samræmi við raunveruleikann? Að mínu viti koma tvær leiðir til greina. Annaðhvort
má setja lh.þt. í lýsingarorðsmerkingu upp sem sérstakt lýsingarorð (t. d. boSinn, ekki
undir bjóða, líkt og gert er með orð eins og hrœddur í orðabókum, þótt hrœddur geti
líka verið lýsingarháttur (í sagnorðsmerkingu) af sögninni hrœða) eða að dæmum af
þessu tagi er haldið til haga undir sérstökum lið. Það kann að vera álitamál eða mats-
atriði hvor leiðin er betri, slíkt kann að þurfa að meta í hverju tilviki fyrir sig. Aðalat-
riðið er þó að lýsingin sé í samræmi við raunveruleikann, hún sé trúverðug, en að
mínu mati er sagan ekki öll sögð í ONP í þessu tilviki.
I þriðja lagi má nefna orðasambandið aka á bug (e-m), en um það segir svo (ONP
1:211);
aka á bug [e-m]/a en til at vige,fá bugt med II beat down, get the better of aka
bug á [e-n]/á en til at vige,fá bugt med I/ beat down, get the better of
Hér virðist merkingarskilgreining ónákvæm, ég sé hveigi örla fyrir merkingunni ‘hopa,
víkja fyrir’ (d. vige). Bein merking í dæminu: man oss það til Birkibeinum að þeir aki á
oss engan bug (Sv, 179) er ‘okkur Birkibeinum er mikilvægt að þeim takist ekki að
gera/aka sveig á okkur/fylkingu okkar’ og óbein ‘finni hvergi á okkur bilbug (snöggan
blett); geti ekki gert okkur neitt til miska’. Sú merking er í góðu samræmi við frummerk-
inguna eða beinu merkinguna (engi hefir mér svo á bug ekið sem þú (Svarfd, 137)). Eitt
er að aka á bug e-m eða aka e-m á bug en annað að aka bug á e-n (Sv 179) en þessu er
ruglað saman í ONP enda samræmist uppflettimyndin aka á bug e-m ekki notkunardæm-
unum (Stj, 512; Svarfd, 10). Upprunalega myndin er vafalaust aka bug á e-n (Sv, 179)
(dæmið reyndar ekki ótvírætt), þar sem sögnin aka vísar til hreyfingar. Með öðrum sögn-
um og í yfirfærðri merkingu kemur fram þágufall (akalvinna bug á e-m) og er það í sam-
ræmi við þær reglur sem giltu um fallstjóm í íslensku og gilda enn (hreyfing = þf.; kyrr-
staða = þgf.). — í öðru bindinu (ONP 2:951) virðist mér þetta eitthvað málum blandið
þar sem gefnar em uppflettimyndimar Ijá engan bug á ?e-n/?e-m og vinna bug á ?e-nl?e-
m. Ég þekki engin dæmi, hvorki úr fomu máli né síðari alda máli, sem benda til þolfalls
í þessum samböndum, enda gengi það þvert á áðumefndar reglur um fallstjóm. Orðasam-
bandið aka bug á e-n (Sv, 179) er allt annars eðlis (sögnin aka vísar til hreyfmgar) og
þess vegna verður sú ályktun ekki dregin að önnur orðasambönd og annars eðlis (fljá bug
á e-n\ Ivinna bug á e-rí) taki með sér þolfall. Rökin em reyndar ekki einungis þau að eng-
ar heimildir em fyrir þolfalli hér og það samræmist ekki reglum um fallstjóm heldur
skera dæmi úr síðari alda máli úr um þetta (sjá t.d. Jón G. Friðjónsson 1999:111).
Loks má nefna að í einstökum tilvikum er merkingarskýring naumast rétt, t. d.: ekr
fram „det gár l0s“ // „the going gets rough“ (ONP 1: 212). Sú tilvitnun sem þama virð-
ist byggt á hljóðar á þessa leið í heilu lagi (ÓH, 149):
(35) ok sannaz þar it fomqveþna at sit rað tekvr hverr er i svorfvn ferr. Nv ferr þat
sva optaz ef allir ero iafnrikir ok skal engi annar foringi heldr en annar at þegar
fram ekr þa tekr þat hverr vpp er i hvg kemr en hirþir ecki hvat hvergi mælir ef
engi skal annar rikare en annar firir mannanna.