Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 281
Ritfregnir 279
þessi áhrif kynnu að hafa borist til íslands fyrir miðja 14. öld, þ.e. fyrr en yfirleitt hef-
ur verið talið. Hann taldi sig finna yfir 600 orð (um 310 orðstofna) af miðlágþýskum
uppruna í þessum skjölum. Sum þessara dæma voru reyndar eldri en frá miðri 14. öld
en það voru þó ekki dæmigerð Hansakaupmannaorð heldur tengjast þau fremur
kirkjumáli. En tökuorð af þessum þýska toga verða ekki algeng fyrr en undir lok 14.
aldar og á 15. öld og þá fara að koma inn orð sem tengjast stjómun og verslun. Orð-
in fá jafnan íslenskar beygingarendingar og málnotendur virðast yfirleitt ekki velkjast
í vafa um það af hvaða kyni þau ættu að vera þegar um nafnorð er að ræða. Ný við-
skeyti eru sjaldgæf og orðin virðast yfirleitt vera látin lúta íslenskum hljóðkerfis- og
hljóðskipunarreglum. Mörg þessara orða eiga sér samsvaranir í dönskum, norskum og
sænskum heimildum og flestar norsku samsvaranimar er að finna í skjölum af svip-
aðri gerð. Veturliði kemst að þeirri niðurstöðu að flest orðin séu komin inn í íslensku
í gegnum norsku en reyndar líka dönsku eftir lok 14. aldar.
Jóhanna Barðdal varði doktorsritgerð sína við Lundarháskóla í september 2001.
Eins og nafnið bendir til fjallar ritgerðin um málfræðilegt fall í íslensku, bæði frá
samtímalegu og sögulegu sjónarmiði og einnig með nokkmm samanburði við eðli og
þróun málfræðilegs falls í nágrannamálunum. Það er líklega ekki ofmælt að segja að
íslenska fallakerfið sé meðal þess sem erlendum málfræðingum þykir forvitnilegast í
íslensku nútímamáli, enda er það margbrotnara en í öðrum germönskum nútímamál-
um. Þess vegna er líka forvitnilegt frá fræðilegu sjónarmiði að skoða að hvaða marki
reglur um fall og fallstjóm eða fallmörkun (e. case marking) hafa breyst frá fommáli
til nútímamáls. Fall virðist gegna nokkmm mismunandi hlutverkum í íslensku nú-
tímamáli og Jóhanna sýnir fram á það með ítarlegri öflun gagna. Þótt nefnifall sé hið
dæmigerða framlagsfall og þolfall hið dæmigerða andlagsfall sýnir hún til dæmis að
þágufall er einnig lifandi fall í íslensku nútímamáli, sbr. að ýmsar nýjar sagnir í mál-
inu, tökusagnir meðtaldar, taka með sér andlag í þágufalli (sjá líka grein Joan Maling
í þessu hefti íslensks máls). Jóhanna sýnir líka að hlutfallsleg tíðni fallanna hefur
breyst nokkuð í sambærilegustu textum í eldra máli og nútímamáli, t. d. á þann veg
að eignarfall er nú fátíðara á andlögum en var í fomum textum en þágufall hefur
nokkuð sótt í sig veðrið (sbr. tölur sem Joan Maling birtir í áðumefndri grein). Loks
ber Jóhanna saman þróun fallakerfisins í nokkrum germönskum málum, annars veg-
ar málum sem hafa að mestu leyti glatað fallbeygingu (ensku, hollensku, norrænu
meginlandsmálunum) og hins vegar málum sem hafa varðveitt hana (þýsku, fær-
eysku, íslensku) og kemst að þeirri niðurstöðu að þróunin fylgi sömu meginlínum í
öllum málunum: Fyrst glatast það sem er sjaldgæfast (t.d. eignarfall á andlagi, þol-
fall á fmmlagi) en það varðveitist best sem er algengast (nefnifall á frumlagi, þolfall
á andlagi). Umfjöllunin er í anda þess sem á ensku nefnist Construction Gramm-
ar/Usage-based model, en það orðafar á sér líklega ekki ennþá viðurkennda íslenska
samsvörun. En af því sem hér hefur verið rakið geta lesendur kannski ráðið að í þess-
um skoðunarhætti er lögð meiri áhersla á að kanna notkun og tíðni ólíkra setninga-
gerða og orðasambanda en formlega greiningu þeirra og kenningasmíð reista á slík-
um grunni.