Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 139

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 139
RITFREGNIR 135 ingarbreytingarnar og flokkun þeirra, sem settu svip sinn á verk Hermanns Pauls, Bréals, Wundts, Nyrops o. fl. Síðar gætir meira hins samtímalega sjónar- miðs og menn fara að kryfja hugtakið merking til mergjar. Svo er þó ekki að skilja, að merkingarbreytingar hafi ekki einnig verið ræddar í síðari ritum. Mætti í því sambandi benda á verk Gustafs Sterns, Eriks Wellanders og Stephens Ullmanns. En ekkert kerfi um flokkun merkingarbreytinga — hvorki ungt né gamalt — er rakið. Vikið er að grundvallarritinu The Meaning of Meaning eftir C. K. Ogden og I. A. Richards og skilgreiningu þeirri, sem þar er fram sett á merkingarhugtakinu, enda hefir þessi bók haft víðtæk áhrif á skoðanir þeirra, sem síðar rita um merkingarfræði. Einnig er drepið á gagn- rýni Stephens Ullmanns á þessar kenningar. Nokkuð er rætt um rannsóknir á ólíkum merkingarmörkum orða í óh'kum málum, I. d. um athuganir Hjelms- levs á litatáknunum í dönsku og kymrisku. Þá er aðeins minnzt á svo nefnda almenna merkingarfræði („general semantics"), sem liggur á mörkum málvís- inda og heimspeki. Hafa einkum fræðimenn í Ameríku (og Englandi) uin hana ritað. Kenningarnar um merkingarsvið (Jost Trier o. fl.) eru og nokkuð ræddar. Heilum kafla er varið í kenningar liins danska málfræðings I.ouis Hjelmslevs — „glossematikina", sem svo nefnist. Höfuðatriði þessara kenninga eru rakin, en jafnframt vikið að skrifum lærisveina Hjelmslevs og gagnrýnenda hans. Er þetta mjög þarflegt yfirlit, því að rit Hjelmslevs eru óaðgengileg og gott þeim, sem vilja kynnast þeim, að hafa áður fengið nokkurt yfirlit um helztu atriði kenninga lians. Ég get tekið undir það, sem Eli Fischer-Jprgensen segir, að menn geti aðhyllzt þessar kenningar með hrifni eða reynt að sýna fram á, að þær séu alger- lega rangar eða rætt þær með samblandi af aðdáun og efa — það sé aðeins ekki liægt að ganga þegjandi frain hjá þeim. Eins og áður er tekið fram, er sérstökum kafla varið til þess að ræða amerísk inálvísindi og þar með að nokkru rofið samband þeirra við þróun þessara mála í Evrópu. Amerísk málvísindi liafa líka að ýmsu leyti sérstöðu. I Ameríku skortir hið sterka samband málvísindanna við tevtafræðina, og hið sögulega sjónarmið stendur þar ekki á gömlum merg eins og í Evrópu. Viðfangsefnin eru líka ekki hin sömu. Þar er miklu minna af sögulegu efni að vinna úr. Hins veg- ar hafa amerískir málvísindamenn Indíánamálin til úrlausnar, en til þess að leysa það verkefni þurfti tækni í mállýsingu. í þeim efnum hafa amerískir mál- vísindamenn hafa mikið til málanna að leggja, og hinar miklu hollaleggingar þeirra um fræðiheitakerfi hafa haft og munu áreiðanlega hafa djúptæk áhrif. Enginn skyldi þó ætla, að allir amerískir málvísindamenn séu á einu máli. Þar eins og annars staðar gætir mikils stefnumunar meðal einstakra fræðimanna. Prófessor Malmberg ræðir þetta nokkuð og segir frá skoðunum nokkurra ein- stakra manna, t. d. Edwards Sapirs, Leonards Bloomfields og ýmissa yngri mál- fræðinga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.