Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 141
IUTFREGNIR
137
sett fram, hvað skal með taka og hverju skal hafna, og fer þessi bók að mestu
troðnar slóðir í þeim efnum. Þó er stundum að finna kafla, sem eru að jafnaði
ekki í þess háttar bókum. Má t. d. nefna, að í sérstakri grein (§9, s. 7—8) er
fjallað í einu lagi um „lögmál Sievers", sem svo er nefnt (þ. e. mismuninn á
þróun / + sérhlj. eftir því, hvort á undan fór stutt eða langt atkvæði), og er það
mjög til bóta. Oftast er aðeins minnzt á þetta í beygingarfræðinni við hvem
flokk y-beyginga (nafnorða og sagna). Á hinn hóginn má segja, að einstaka
smáköflum sé ofaukið. Má t. d. nefna málsgreinina um so. ,gera‘ í germ. málum,
s. 109, § 154. Slíkir fróðleiksmolar eiga vel heima í kennslustund, en tæpast í
stuttri íslenzkri byrjendamálfræði, sem ekki er nema að litlu leyti byggð á
samanhurði. Einnig eru atriði, sem æskilegt hefði verið, að rætt hefði verið um
sérstaklega. Má nefna þróun hljóðkerfisins, einkum sérhljóða, í áherzlulausri
stöðu. Eitt höfuðeinkenni germ. mála, miðað við önnur i.-evr. mál, er hinn
skarpi greinarmunur á áherzlu- og áherzlulausri stöðu, og virðist mjög óeðlilegt
að skrifa máifræði germansks máls, án þess að sérstakur þáttur sé um þetta
atriði. I stað þess er að finna athugasemdir um þróunina í áherzlulausri stöðu
á víð og dreif í bókinni.
Mikilvægt atriði og sennilega vandasamara en margir kennsluhókahöfundar
gera sér grein fyrir er, að framsetning efnis sé svo skýr og ótvíræð, að byrjandi
hvorki misskilji né leggi meiri merkingu í orð höf. en í þeim átti að felast.
Þegar sérfræðingur skrifar fyrir leikmenn eða byrjendur um sérefni sín, er
mikil hætta á, að hann geri óafvitandi ráð fyrir, að lesendur hafi meiri þekk-
ingu á efninu en þeir raunverulega hafa og geti þannig, ef svo má að orði kom-
ast, lesið á milli línanna á svipaðan liátt og sérfræðingurinn sjálfur. Þessu skylt
er og það, að sjálfsagt verður að telja, jafnvel í byrjendahókum, a. m. k. fyrir
háskólastúdenta, að skýrt komi fram, hvaða atriði má líta á sem almennt viður-
kenndar niðurstöður viðkomandi fræðigreinar, á því stigi, er hún er á, og hvað
sé óvíst eða umdeilt.
Yfirleitt má segja, að framsetning höf. sé gagnorð og skýr, en við einstaka
hluti má jjó gera athugasemdir. Þannig er það engan veginn eins öruggt og orð
höf. gefa til kynna, að hljóðskipti „beror pá indoeuropeiska aksentförhallanden
och ljudlagar“ (s. 5, § 5). Margir telja, að þau „aksentförhállanden", sem höf.
mun eiga við, séu frekar afleiðing hljóðskiptanna en orsök, og sé orsakanna
fremur að leita í orðmyndunarlögmálum i.-evr. frummálsins á elzta stigi. Á s. 6,
§ 6, segir höf. svo, eftir að liafa rætt um hinar sex hljóðskiptaraðir í germ. mál-
um og uppruna þeirra: „Ursprungligen har vi sálunda haft samma vokalvaxling
i alla de fem första avljudsklasserna, namligen e : o (urg. e : a).“ Síðan vantar
hins vegar framhaldið um 6. röð, og þar sem höf. hafði áður skilgreint hljóð-
skipti sem „en frán indoeurpeisk tid árvd vokalváxling“ (s. 5, § 5), getur
ólærður lesandi skilið það svo, að ekki einungis værti sérhlj.-skiptin í 6. röð
upprunalega önnur — sem er að því leyti rétt, að hinar einstöku kennimyndir