Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 164
160
RITFREGNIR
lerizkum presti á því að safna svipuðum kvæðum „sem kerlingar raula hér und-
ir Blesafjalli og Baulhúsaskriðum".
Jón Ilelgason rekur nokkur atriði úr réttritun sr. Gissurar sem máli skipta um
sógu íslenzkrar tungu á 17. öld. Hér skulu aðeins nefnd örfá þeirra. Sr. Gissur
ritar nokkuð oft d (= á) á undan ng og nk, eða lítið eitt oftar en í fjórða hverju
dæmi; hins vegar langoftast ó ( = ö) í sömu stöðu (aðeins tvö dæmi um au), en
ur.dantekningarlaust ei. Þetta kemur heim við ritháttinn í KvœSabók úr Vigur,
og, eins og útgefandi segir, ber vafalaust að skilja þetta svo að vestfirzkir menn
á 17. öld hafa, a. m. k. öðru hverju, samið sig að rithætti annarra landsmanna
og skrifað áng o. s. frv., þó að þeir segðu ang. Hins vegar hafa þeir síður ritað
au í sams konar stöðu.
Eins og vænta mátti greinir sr. Gissur á milli yngra og eldra Id, (Id fyrir forn-
ísl. Ið og lld fyrir fornísl. Id; sbr. grein mína hér að framan, bls. 32—50); hann
skrifar t. d. kvaldj, þoldi, hulder, skildur, jiólde, kulda, lióldar, hvijld o. s. frv.,
en alldur, hallda, villda o. s. frv. Sömu greiningu er einnig haldið í handritinu
Bril. Mus. Add. 11.177, sem er eitt fornkvæðahandritanna er áður var getið og
er skrifað á síðustu áratugum 17. aldar, líklega á Vestfjörðum.
Nýstárlegust er þó sú vitneskja sem kemur fram um greiningu sr. Gissurar á
i, í og y, ý. Hann skrifar oftast i, ij (= t) og y ( = y, ý). Hljóðin i og y, svo og
ei og ey „eru greind svo skýrt að naumast bregður út af“, jafnvel í þeim dæm-
um þar sem skáldin hafa rímað saman i og y eða ei og ey; í hendingum stendur
t. d.: gillde : skyllde, þylja : skilja, tvist : jyrst : kvist, leile : breyte, jleyta :
vcita, geyma : hcima o. s. frv. Undantekningar eru nauðafáar; þær fylla ekki
tuginn í allri bókinni, og munu sumar vera hrein pennaglöp. Fleiri dæmi eru
hins vegar um rugling á í og ý (skr. ij og y); verulegan þátt í því mun þó eiga
stafagerð sr. Gissurar, þar sem hætta er á að ij og y verði næsta lík að slepptum
pnnktum yfir ij, enda eru stundum settir tveir punktar yfir y, en oftar er þó sett
y þar sem ij ætti að standa.
Ulgefandi dregur saman athuganir sínar í þá ályktun (bls. 22),
að Gissur Sveinsson hafi í máli sínu haldið fornri greiningu á hljóðunum
i og y, ei og ey, svo glöggri að hann villist ekki nema stöku sinnum.
Þetta er að því leyti nýstárleg niðurstaða sem ekki hafa áður verið dreg-
in fram dæmi þess að maður fæddur eftir aldamótin 1600 liafi varðveitt
fornan framburð í þessu efni. Aftur verður ekki fullyrt að liann hafi
greint hljóðin í og ý til sömu hlítar, en þó má vel vera að ruglingur hans
um þessi hljóð sé mest því að kenna að stafagerðum þeim er hann notar
hætti til að renna saman.
í þessu sambandi má benda á að í bókum prentuðum á Hólum fram um 1620,
eða meðan Guðbrands biskups naut við, virðist greiningu á i og y haldið að
mestu. En úr því að Þorlákur biskup Skúlason tekur við verður þess ekki lengur
vart að Hólamenn kunni að gera greinarmun þessara hljóða.