Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 4

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 4
og þaö sem honum fylgir. Námiö er kannski ekki aðal- atriðið, heldur félagslífið og sá félagsskapur sem skólinn gef- ur kost á. Stelpurnar eru yfir- leitt miklu virkari heldur en strákarnir í félagslífinu, þó að þeir poti sér oftar í stjórnir og svoleiðis. En við ráöum samt flestu, eiginlega öllu sem við viljum ráöa (ha, ha). Okkur finnst lífiö í dag bæöi auðvelt og skemmtilegt, sólarhringur- inn dugar varla til alls þess sem okkur langar til aö gera. Sjöfn Garðarsdóttir er 18 ára einstæð móðir. Hún vinnur hálfan daginn á Elliheimilinu Grund og hefur í laun þar rúmar sjö þúsund krónur á mánuði. Hún á tveggja ára gamlan strák og býr ásamt honum í litlu herbergi í foreldrahúsum. Okkur í temahópi um ung- lingsstúlkur lék forvitni á aö heyra viðhorf Sjafnar til lífsins og tilverunnar og hefur hún þetta aö segja. Ég hætti í skóla áður en ég lauk 8. bekk, mér bæöi leiddist námið og skólinn. Á þessum árum var ég mjög óráðin meö hvaö ég ætti aö gera við sjálfa mig og framtíðin öll mjög óviss. En lífið breyttist mikið þegar ég eignaðist strákinn. Hvað var það sem breytt- ist? í dag er ég mjög ánægð með lífið og tilveruna, ég á góða for- eldra sem hafa hjálpað mér mikið og svo á ég þennan indæla og þæga strák sem hef- ur skipt miklu máli i lífi mínu. Hann gaf lífi mínu nýjan til- gang. Eg er líka mjög ánægð í vinnunni, félagsskapurinn þar Við undirritaðar tókum að tali tvær 19 ára stúlkur, þær Sigríði Kristinsdóttur og Sigríði Ragnarsdóttur. Þær stunda báðar nám við Menntaskólann í Kópavogi, og munu út- skrifast þaðan nú f vor úr náttúrufræðideild. Þær eru sem sagt menntskælingar, Ijómandi af lífsgleði og fullar af orku, enda munu þær vera mjög virkar í félagslífi skólans. En þess ber að geta að önnur þeirra (SR) var ein fárra stúlkna, sem tók þátt í ræðukeppni framhaldsskólanna. En heyrum nú hvað þær hafa að segja, um lífið og tilveruna. LÍFIÐ í DAG JAFNRÉTTI KYNJANNA Okkar líf og yndi er skólinn, Viö veröum ekki varar viö neina verulega kynskiptingu innan skólans, en vitum af henni annars staðar t.d. á vinnumarkaöinum. Aö vísu eru mun fleiri strákar í eölisfræði- deild heldur en stelpur. Þær eru svo í miklum meirihluta í máladeild, en síðan tiltölulega jöfn skipting I náttúrufræði- deild. Þaö sérkennilega viö þetta, er aö strákar með léleg- ar einkunnir, hika ekki viö að fara í eðlisfræöideild, á meðan stelpunum finnst þær þurfi aö hafa svo ofsalega góöar eink- er fínn, konurnar eru allar hressar og góðar við mig. Ég býst við aö vinna þarna áfram, þó það sé auðvitað ekki hægt að lifa af laununum, það er svo dýrt aö lifa í dag. Dagheimilið fyrir strákinn tekur sitt og svo reyni ég auðvitaö aö borga aö- eins heim, þannig aö í dag er ég hlaðin skuldum sem ég sé enga leið út úr. Hvað með búsetu og fjöl- skyldulff í framtíðinni? Auvitað langar mig að flytj- ast að heiman og vera sjálf- stæð, en núverandi aðstæður bjóða ekki upp á það. Viö erum sex í fjögurra herbergja íbúö, en það er nær útilokaö aö fá leiguíbúð og svo hrökkva laun- in nú varla fyrir leigu á neinni íbúö. Að kaupa íbúö er ekkert nema fjarlægur draumur sem rætist nú aldrei við núverandi aðstæður. Ég gæti vel hugsað mér aö giftast einhverjum góð- um manni og eignast svona þrjú börn. Mér finnst sjálfsagt að eiginmennirnir taki jafnan 4 þátt í heimilisverkum og upp- eldi barnanna. Ég held aö þaö sé að aukast, en aö mörgu leyti unnir, til að fara í eðlisfræði- deild. Viö höfum líka tekiö eftir því aö strákar fá alltaf betri sumar- vinnu heldur en við — ekki endilega skemmtilegri vinnu, heldur bara miklu meiri laun, eða meiri uppgripavinnu. Svo geta þeir leyft sér aö fara til út- landa. NÁM OG VINNA í FRAMTÍÐINNI Næsta ár ætlum viö aö tína jaröarber í Noregi (ha, ha) — þ.e.a.s. að taka okkur frí frá skóla. I raun erum viö alveg óráönar hvaö veröur, en auð- vitað förum viö áfram í nám, en vitum ekki hvað það verður. En maður verður að hafa ein- hverja menntun til að fá spenn- andi vinnu. Þaö mikilvægasta, þegar viö veljum námsbraut, er að námið gefi möguleika á skemmtilegri vinnu. Launin skipta ekki öllu máli, heldur ánægjan. Það virðist sem karl- ar hugsi öðruvísi en konur hvað þetta varðar. Fyrir þá virðist mikilvægara að fá góð laun og aö ná frama. EN við höfum alla möguleika á aö læra og fá þá vinnu sem okkur langar til og viljum. TÖLVUR Við höldum aö þaö sé hund- leiðinlegt og þurrt aö vinna viö tölvur. En viö getum vel hugs- aö okkur að nota tölvur okkur til aðstoðar í starfi. > FJÖLSKYLDULÍF OG BARNEIGNIR Slíkt ætlum við ekki aö láta hindra okkur í námi og starfi. Að stofna fjölskyldu er mjög fjarlægt fyrirbæri og viö hugs- —1 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.