Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 15
peninga. Þá lifir maöur ekki alltaf á foreidrum sínum. Hvaða möguleika hefur þú núna með þessa skólagöngu? Ég hef nú ekkert mikið hugs- aö um þaö. Annað hvort vinna úti eöa fara í iðnskólann. Þaö eru engir möguleikar í bakarii nema þá aö veröa bakari!!! Ætlarðu að fara I iðnskólann? Ja, þaö er nú stóra spurning- in. Ég veit þaö ekki. Ekkert far- in aö hugsa út í það. Áhuginn er svo lítill. Hvað finnst þér um kvenna- baráttu? Ekkert mikiö hugsaö um hana en er fylgjandi henni. Mér finnst alveg sjálfsagt aö hún sé til. Finnst þér þú verða vör við ójafnrétti karla og kvenna? Já. Mér finnst kvenfólk kúg- aö. Hvernig þá? Bara, karlarnir ráöa meiru en konurnar. Ég finn svolítið fyrir því heima hjá mér en finn mikið fyrir því á vinnustað. En hvaö um strákana — eru þeir skemmtilegir? Svona þolanlega. Mérfinnst mikiö til í að þeir séu karl- rembusvín — þó ekki allir. Þeir eru líka aldir upp við það. Ætlið þið stelpurnar að ganga inn í ríkjandi kerfi? Nei alls ekki. Hvað er hægt að gera til að breyta því? Það er stóra spurningin. Ja, vera nógu frekur við fyrstu kynni og láta þá ganga nógu lengi á eftir sér. Hvað um framtíðina? Ég er ekkert farin aö hugsa út í hana. Heldurðu að það sé skemmti- legra að vera fullorðin? Ekki eins skemmtilegt og aö vera unglingur. Þó langarþig mest til að vera 17 en ekki 16 ára. Já, þaö vilja allir vera 17 sem fyrst því þá fær maður bílpróf. Manni finnst maður vera mikið eldri að vera 17 en 16. En ertu farin að hugsa um fjölskyldumál, mann og börn? Nei, ég get ekki séö það fyrir mér. Vona bara aö það veröi ekki bráðlega. HTh. dtoumut ojœo (í/ó íyátnó Veistu að lífið er skeiðklukka kannski færðu 2 mínútur kannski meira. Notaðu tímann vel kæra barn, þvi áður en þú veist af vaknarðu með stirnuð augun. Líkaminn skrepþur þara í smá ferðalag. Niður á við. En það er ekkert sárt. Iklætt í hvítt lak svífur þú yfir endamörkin. En litla sálin þín kemst aldrei alla leið. Því þú gleymdir henni í minningargrein í mogganum. B.T. — 15 ára — elnmáyuz. / Það er til líf sem er betra en þetta að sitja inní eldhúsi eínmáná 2 og grenja. Að gráta er lausn Það er sárt sem leysir engann vanda. að vanta stöðugt Ég vildi vera eitthvað sem fyllir upp í jökuldal í hugartóm og hjarta rúm og sjá ekki neinn. það líða margir Að vera ein í heiminum það sama og ég er sennilega svipað. og ekki eru næstum því Það er til líf allir nógu sterkir en ekki þetta, þeir deyja ungir að vera ein en lifa samt. er bara betra. Að deyja er ekki það sama og hætta að anda. Fólk gengur um lifandi lík, heilinn er nár en sálin, hún frýs. (ZVLiIœlÉ- jodttáói 'd Lítill snáði með gullið hár. Villtur á vegum stórborgar. Ungur maður með fallegt hár flæktur í vefum fíknilyfja. Miðaldra alki með ístru, strand í eigin sjálfsvorkunn. Einmana gamall maður rúmfastur með bleyju. Ingunn Fjóla Sölvadóttir, 17 ára. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.