Vera - 01.04.1985, Síða 27

Vera - 01.04.1985, Síða 27
í rauninni, sagöi Guörún, er gamalt fólk kúgaður minnihlutahópur, sem litlu máli er talinn skipta og þaö fer jafnvel að líta þannig á sjálft sig. „Áður fyrr var gamalt fólk í hávegum haft“ ,,Oft er talaö um að þessi viöhorf í garö gamals fólks séu ólík því sem áður var, aö i gamla daga hafi ellin not- iö viröingar. En af því sem ég hef verið aö lesa um þessa hluti, fæ ég ekki séö aö þetta sé rétt,“ sagöi Guörún. ,,Það kann aö vera aö einstakir aldraöir hafi notiö virö- ingar, en þaö var þá vegna auðs og máttar. Gamalt fólk, sem hópur í þjóðfélaginu var ekki í hávegum haft. Ævin- lega, þegar miklar breytingar hafa átt sér staö í atvinnu- málum, virðist gamalt fólk veröa út undan, því er ýtt til hliðar því þeirra reynsla kemur ekki lengur aö gagni. Eina breytingin, sem átt hefur sér stað, er þessi gífur- lega fjölgun gamla fólksins og sú staðreynd, aö konurn- ar eru ekki lengur heima til aö annast þaö.“ Og fjölgun- in er mikil: Áriö 1901 voru 67 ára og eldri 5.6% þjóðarinnar, áriö í ár eru þau 9.7% og talið er aö áriö 1997 munu 67 ára og eldri veröa 10% þjóðarinnar. í Reykjavík hefur fjöldinn fimmfaldast frá árinu 1946, en þá voru 67 ára og eldri 4.52% Reykvíkinga en er nú 13%. Ellefu þúsund þrjú hundruö og fimm Reykvíking- ar eru núna eldri en 65 ára. Fólk eldra en 80 var í Reykjavík 1.5% borgarbúa áriö 1970 en 2.9% áriö 1983 og þeim aldurshópi fer fjölg- andi. Ástæöan fyrir þessari fjölgun er að öllum líkindum minnkandi barnadauöi um síðustu aldamót og síðan.“ „Þetta er þróun, sem viö verðum aö bregðast viö, ellin á aö vera eðlilegt aldurskeiö, ekki tímabil öryggisleysis, fátæktar og einmanaleika, sem fyllir hugann kvíöa", sagöi Guörún. Gamlar konur — garnlir karlar „Þessar staöreyndir,“ sagöi Guðrún síöan snerta konur sérstaklega einkum af tveimur ástæðum: 1) Konur lifa lengur en karlar og eru því mjög fjölmenn- ar í þessum hópi. Til dæmis má nefna að það eru þrjár konur á móti hverjum einum karli í aldurshópn- um 80 ára og eldri í Reykjavík. 2) Það eru konur, sem annast gamla fólkiö, hvort eö er heima fyrir eöa á þjónustustofnunum. í rannsóknum, sem geröar hafa veriö á kringumstæð- um og tilveru gamals fólks hafa gamlar konur fengið mun minni athygli en karlarnir. Raunar litla sem enga. i bók sinni um ellina og dauðann, bók, sem nýtur mikill- ar virðingar, gengur Simone de Beauvoir út frá því, aö þaö sé auðveldara fyrir konur en karla aö hætta vinnu utan heimilis og hverfa heim á ný. Ástæöurnar telur Simone vera þær, að konur stjórni heimilunum og séu því tengdari þeim og að skipting tilverunnar í einkaver- öld og útiveröld sé konum óljósari. Staöreyndin er hins vegar sú“, sagöi Guörún, „aö raunveruleikinn er allt annar. Þvert á móti eru konur miklu tregari en karlar til aö hætta vinnu." (Þetta er staðfest í könnun VR. sem áöur var vitnað til). Guðrún nefndi nokkrar mögulegar skýringar á þessu: 1. Konur eru láglaunahópur og ekki í stakk búnar til aö undirbúa þá fjárhagsröskun, sem verklok hafa í för meö sér. 2. Félagatengsl kvenna á vinnustað eru þeim meira virði en körlunum, enda hafa þeir oft á tíðum tengsl víöar, svo sem í félagsamtökum, í karlaklúbbum o.fl. 3. Konur þekkja of vel hversu einmanalegt þaö getur verið aö vera heima. í erindi Guðrúnar kom fram, að í aldurshópnum 67 ára og eldri i Reykjavík eru 54.5% einhleypingar, eða 6.167. Af þeim eru karlar 1.587 en konur 4.582. Stór hluti þessa fólks býr við einmanaleika, afar lítil fjárráö og vanheilsu. Hvaö getur kvennahreyfing gert? „Af öllu þessu má vera Ijóst," sagöi Guörún, „aö staöa kvenna batnar síður en svo meö aldrinum, hún versnar ef eitthvað er. Kvenfrelsishreyfing getur ekki setið aögerðarlaus á meðan svo er, málefni gamalla kvenna snerta okkur 1) þeirra sjálfra vegna 2) vegna þess aö viö verðum sjálfar gamlar, 3) sem ættingja og 4) sem þær, sem annast eldra fólk, hvort eö er heima eöa á stofnunum. Þaö eru margar spurningar, sem vakna um þaö hvaö gera megi, en þetta,“ sagði Guö- rún, „eru kannski þær fyrstu, sem viö ættum aö velta fyrir okkur: — Viljum við stofnanir í þágu aldraðra og hvernig stofn- anir þá? — Viljum viö auka heimilishjálp og hvernig á hún þá að vera skipulögö? — Viljum viö aukna sérhæfingu, viljum viö koma upp faglega menntuöum hópum til aö annast gamalt fólk?“ sambandi viö fagmentun, minnti Guörún sérstak- lega á afleiöingar hennar og vitnaöi þá til norska félags- fræðingsins Kari Værness, sem hefur haldið því fram aö aukin menntun starfsfólks gerir þjónustuna óper- sónulegri og tæknivæöir hlýlega framkomu ef svo má segja, þ.e. starfsfólk lærir aöferöir til þess aö sýnast hlý- legt og umhyggjusamt án þess aö hugur fylgi máli. Markmiö fagmenntunar er m.a. það aö fría starfsfólk ástarinnar, svo þaö taki ekki um of á sig persónulegan vanda þeirra, sem unnið er fyrir. „Þ.e.a.s. ástin hverfur úr umhyggjunni, umönnunin glatar kvennamenningar- legu eöli sínu“ eins og Guðrún orðaði það. Og bætti við: „Þaö eru karlar, sem stjórna kerfinu, þeir setja leikregl- urnar en þeir hafa aldrei haft meö gamalt fólk að gera fremur en sjúklinga eöa börn. Þessu verðum viö aö breyta." „Og viö veröum aö hlusta eftir því hvað gamla fólkiö vill sjálft, ímynda okkur hvað viö myndum sjálfar vilja. Viö veröum aö reyna aö efla virkni gamla fólksins í þá átt aö þaö ráöi sjálft meira sínum málum, vinna gegn stimplunar viðhorfunum. Viö getum, í staö þess aö taka undir fullyrðingar þess efnis aö blessað gamla fólkiö geri aldrei neinar kröfur, reynt að komast einmitt aö því, HVERS VEGNA þaö gerir þær ekki og fá það til aö gera kröfur, því á því á gamalt fólk fullan rétt. En síðast en ekki síst, ættum viö aö berjast fyrir því aö ellilífeyrir verö hækkaöur svo um rnunar." Ms

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.