Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 25
BORGIN: SÝNDAR- LÝÐRÆÐI / sjónvarpsþœttinum ,,Setið fyrir svörum“ þegar Davíð Oddsson skaust undan svörum var lítillega rcett um lýðrœðið í borginni. Davíð taldi að lýðrceðið vceri ígóðu lagiþráttfyrirfyrirhug- aða fcekkun borgarfulltrúa og til marks um það nefndi hann hverfafundi sína og allan þann fjölda fólks sem mcetir í viðtalstíma hans. Er aug- Ijóst að lýðrceðið er í hans augum kvörtunar- og fyrirgreiðslupólitík, en ekki stjórnarform sem hefur það að markmiði að auka áhrif og þátt íbúa í öllum ákvörðunum sem varða þróun og skipulag borgarinnar og borgarstofnatia. íbúasamtök, foreldrafélög og önnur félög, sem á ein- hvern hátt sinna hagsmunagæslu fyrir íbúa hverfanna, hafa engan formlegan rétt innan borgarkerfisins. Sam- skiptin milli þeirra og borgaryfirvalda eru öll á annan veginn þ.e. félögin snúa sér meö beiðnir, kvörtunarmál og ábendingar til borgarinnar en borgin sendir þeim nær aldrei mál til umsagnar, gefur þeim ekki upplýsing- ar að fyrra bragði um mál sem eru á döfinni og lætur yfir- leitt eins og þessi félög séu ekki til. Gott dæmi um þetta er sú tregða sem var hjá borgaryfirvöldum gagnvart því að skrifa þessum félögum fyrir gerð fjárhagsáætlunar og fara fram á ábendingar frá þeim um ýmislegt sem mætti betur fara í hverfunum. Tók það okkur í Kvenna- framboðinu tvö ár að fá því framgengt. En þó borgaryfirvöld séu treg til að hafa samráð við íbúa í gegnum samtök þeirra, þá komast þau ekki alveg hjáformlegusamráði. ítveimurtilvikum eru þau bundin af lögum og reglugerðum og í báðum tilvikum er um skipulags- eða byggingarmál að ræða. Breytingar á skipulagi auglýstar í fyrsta lagi veröa borgaryfirvöld samkvæmt skipu- lagslögum að auglýsa allar meiriháttar breytingar á gildandi aðalskipulagi og gefa íbúum ákveðin frest til að gera athugasemdir. Sem dæmi um slíka auglýsingu má nefna þegar landnotkun var breytt í Skuggahverfi úr iðnaöi og vörugeymslum í íbúðarhverfi og jafnhliða voru nýtingarmöguleikar lóða auknir til muna. Annað dæmi er breyting á Sigtúnsreit úr grænu svæði í miðbæjar- og stofnanasvæði. Stundum skila slíkar auglýsingar árangri þ.e. íbúarnir kynna sér þá breytingu sem stend- ur fyrir dyrum og koma með athugasemdir og ábend- ingar. En stundum falla þær dauðar niður, t.d. í kringum jól og sumarleyfi, þær fara framhjá íbúunum og þeir átta sig kannski ekki á því sem er aö gerast fyrr en um seinna. Til að setja fyrir þann leka væri mjög eðlilegt að borgaryfirvöld sendu allar upplýsingar um breytingar á skipulagi til þeirra íbúasamtaka sem hlut eiga að máli hverju sinni. Hitt er svo annað mál að þó íbúarnir geri athuga- semdir þá er ekki þar með sagt að þær verði teknar til greina. Fjöldi athugasemda og mótmæla barst frá íbú- um Skuggahverfis þegar breytingin þar var auglýst en borgaryfirvöld létu það sem vind um eyru þjóta. Grenndarkynning ^ í öðru lagi gera byggingarlög ráð fyrir því að bygging- arnefnd kynni nýbyggingar í eldri hverfum sem og ný- byggingar, sem á einhvern hátt brjóta í bága við skipu- lag, fyrir íbúum nærliggjandi húsa. Gengur þetta undir nafninu grenndarkynning. Það er hins vegar alveg í höndum byggingarnefndar að ákveða hvenær þörf sé á grenndarkynningu og hvenær ekki og henni ber engin skylda til að taka tillit til mótmæla. Ef hún ákveður aö visa mótmælum á bug þá getur hún gert það án rök- stuðnings. Ákvæðið um grenndarkynningu kom inn í bygginga- lög fyrir rúmum tveimur árum og hefur að mínu mati haft það í för með sér að skipulagsnefnd hefur að mestu lagt niöur kynningar á málum á vinnslustigi. Þegar farið er fram á þaö í skipulagsnefnd að mál sóu kynnt íbúum, þá vísar meirihlutinn til þess að kynningar séu í verkahring byggingarnefndar og skýtur sér þar með undan allri ábyrgð með tilvísan til þessa ákvæðis í byggingarlög- um. Byggingarnefnd skýtur sér svo á bakvið það að erfitt sé fyrir hana að breyta í verulegum atriðum því sem skipulagsnefnd hefur samþykkt, enda eru mál á lokastigi þegar þau komatil byggingarnefndar og húsin fullteiknuð. Af þessum sökum gerir byggingarnefnd venjulega óverulegar breytingar á einstökum húsum þrátt fyrir mótmæli nágranna. Svona bitur kerfið í skott- iö á sjálfu sér. ^

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.