Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 13
betur en strákum á skyldu- námsstigi þá fara þær síður í framhaldsnám, öðlast síður starfsmenntun. í þessu sam- hengi er m.a. hægt að benda á könnun Sigurbjargar Aðal- steinsdóttur á því hvort sam- band væri á milli einkunna barna á skyldunámsstigi ann- ars vegar og framhaldsnáms hins vegar. Almennt er þaö raunin, þó er mikill kynbundinn munur hvað þetta snertir. í hópi Sigurbjargar voru 60% stúlkn- annafyrir ofan meðallag í eink- unnum, en aöeins 45% strák- anna. Nokkrum árum seinna er þó hvorki meira né minna en 55% stúlknanna algerlega án starfsmenntunar, — en aðeins 19% strákanna standa í þeim sporum. Þessar seinni tölur eru síðan 1979, eða aðeins 6 ára gamlar. Sigurbjörg gerði einnig út- tekt á menntunarlegri stöðu þeirra kvenna sem voru heima- vinnandi. Þettagerði hún m.t.t. þeirrar almennu staðhæfingar að konur velji sér hvort þær vinni úti eða heima. Þá kom í Ijós að 80% af húsmæðrahópn- um voru konur algerlega án starfsmenntunar. Fá stelpurnar minni þjónustu? Lengi vel var fólk á þeirri skoðun að skólinn væri hlið- hollari stúlkum. Margt styður það viðhorf. Fyrst og fremst eru stelpur almennt jákvæðari gagnvart skólanum og fá já- kvæðari umsagnir kennara. Hin dæmigerða stelpuhegðun er draumurinn, þ.e. hlýðni, ástundun og reglusemi. Færri stelpur en strákar eiga við lestrarörðugleika að etja og stelpur koma almennt betur út á þroskaprófum fyrstu skólaár- in. Flest vandamál eru í sam- bandi við strákana. Af þeim málum sem Sálfræðideild skólanna fær til meðferðar eiga strákar hlut að máli í % til- vika, hið sama er uppá ten- ingnum erlendis. Það sem ein- kennir hegðun þeirra stráka er njóta stuðnings Sálfræðideild- ar er aðallega léleg skólasókn, árásarhneigð og hegðunar- örðugleikar. Einkenni stelpn- anna eru annars eðilis, þeirra vandi beinist meira innávið, að þeim sjálfum og er umhverfinu ekki eins sýnilegur. Þaö er augljóst að stelpur hljóta minni þjónustu en strákar, — en þurfa þær hennar þá ekki með? Verða þær hreinlega útundan? Margir skólamenn eru komnir á þá skoðun og eiga þá aðallega við það að skólinn sé strákum hliðhollari, kennarar sinni frekar þörfum strákanna og eyði meiri tíma í þá. Svo djúpt taka sumir í ár- inni að nú eigi stelpur að fá meiri þjónustu en strákar til að vega upp á móti þeim mun sem hefur skapast og orðinn er að hefð. Jafnréttishugmyndir nútím- ans leyfa ekki slíkt misrétti. Grunnskólalögin, jafnréttislög- in og allar námsskrár kveða á um og ganga út frá jafnrétti kynjanna og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að skólinn vinni markvisst og af alvöru að jafnrétti kynjanna, sýni nem- endum fram á þá afturhalds- semi sem ríkir í þjóðfólaginu gagnvart kynjahlutverkunum og nauðsyn þess aö breyta eig- in viðhorfum t.d. til starfs- menntunar. Erlendis, þar sem skólar sinna jafnréttismálum, Konur undirbúa sis undir framtíð inni á heimilunum en karlar stefna að ídví að tryggia sig sem best á vinnu- markaðnum. er mikið lagt upp úr því að kynna stelpum námsbrautir hinna hefðbundnu karlagreina og þær hvattar til að fara ótroðnar slóðir, til að mennta sig óháð hefðbundnum við- horfum. Allir sem vinna að skólamálum á íslandi gera sér grein fyrir því að stór hluti skólabóka er algerlega ónot- hæfur út frá jafnréttissjónar- miðum. Gerðar hafa verið at- huganir á innihaldi lestrabóka og þær sýna að boöskapur þeirra er afdráttarlaus. Þær eru boðberar afturhaldssemi og kvennakúgunar. Það er einnig leitt að vita af því að skólar skulu ekki hafa tekið upp lög- boðna kennslu í hannyrðum og smíðum fyrir bæði kynin, og það þrátt fyrir ítrekaðan áróður námsstjóra og annarra. Svo hægar eru breytingar í jafnrétt- isátt að undrun sætir, en þó hef ég ekki hitt neinn sem mælir með kynjamisrétti í orði. Margir kennarar hafa barist hart fyrir jafnrétti innan veggja skólans og hafa sumir verið fremstir í flokki þeirra sem gera þessum málum gagn. Rann- sóknir á því hvað gerist i sam- skiptum kennara og nemenda hafa engu að síður leitt ýmis- legt markvert í Ijós. Meðal ann- ars það að megnið af tíma kennara fer í samskipti við strákana í bekknum. Ástraiski kennarinn Dale Spender hefur mikið stuðst við þá tækni að nota segulbandsupptöku í tím- um til að skoða eigin kennslu. Hún og fleiri hafa reynt með- vitað að eyða jafn miklum tíma I bæði kynin í kennslu en fékk þó aðeins út að meðaltali að 38% af samskiptum kennara við nemendur var við stelpur en 58% við stráka, og segir sjálf að þó hafi henni fundist hún eyða miklu meiri tíma í stelpurnar. Kennarar hér á landi hafa fengið sömu útkomu eða að allt frá 60% tíma þeirra fari í strákana að jafnaði. Johanson Karis-Löv og Nordström (1975) gerðu at- hugun í 4. bekk grunnskólans í Noregi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að strákarnir, sem hópur, ættu helmingi oftar samskipti við kennarann um efnið og fengju helmingi lengri tíma. í þessum hópi var enginn munur á kunnáttu (stærðfræði) en þar sem stelpurnar fengu minni hjálp, þurftu þær að eyða meiri tíma í heimanámið. í samtölum við strákana komst Johansson að því að þeir væru meðvitaðir um það að hægt er að nota læti til að ná athygli kennarans. Stelpurnar vissu aftur á móti ekki hvað gera skyldi ef ekki dugði að rétta upp höndina. Wernerson og fleiri hafa sett fram þá tilgátu að stelpur öðlist síður en strákar þá til- finningu að þær geti haft áhrif á og stýrt umhverfi sínu eftir eign höfði. í viðtölum við barnakennara kemur fram að þeir aölaga kennslu að drengjum, því það er oft eina leiðina til að hafa stjórn á hlutunum. Katherin Clarricoates (1978) tók saman þessi atriði úr viðtölum við kennara. — Erfiðara að hafa taumhald á strákum — Mikilvægt að halda athygli þeirra. . . annars. . . — Þeir eiga erfiöara með að byrja að vinna, hafa ekki sama sjálfsaga og stelpur svo þaö er nauðsynlegt að leiðbeina þeim. . . Þessu fylgir að: — Stelpur hljóta minni athygli — Þær þurfa að bíða lengur — Læra að taka tillit til stráka og þeirra þarfa — Strákarnir taka meira pláss inni í stofu, á göngum og skóla- lóð.. . Ráðríki strákanna í bekk veldur því að stelpurnar kom- ast síður að með sín áhugamál og staðreyndin er, því miður, sú að ef ræða á stelpumál þá verða strákarnir vitlausir. Þeir reyna að eyðileggja og skemma þann tíma sem eytt er í að ræða mál út frá viöhorfum stelpnanna. Einnig virðist vinna strákanna oft meira met- in en vinna stelpnanna. At- huganir á því hafa margar ver- ið gerðar m.a. með því að láta kennara fara yfir ritgerðir nemenda án þess að vita ann- að um þá en hvers kyns þeir eru. Kemur þá í Ijós að ritgerðir stráka merktar ,,hún“ eru verr metnar en ef þessar sömu rit- gerðir eru merktar ,,hann“. Wernerson gerði athugun á grunnskólaeinkunnum sam- ræmdra prófa í Noregi og bar þær síðan saman við vetrar- einkunnir nemendanna. Hún fékk þá niðurstöðu að við vetrareinkunn, eða mat kenn- ara, voru stelpurnar verr metn- ar miðað við það sem kom síð- an út úr samræmdu prófi. Strákarnir fengu frekar hærri einkunn hjá kennara en mæld kunnátta þeirra á samræmdu prófi gaf til kynna. Þessir þættir skólastarfs eru lítt sýnilegir og því erfiðari við- ureignar en t.d. þaö er að bæta kennslubækurnar. Þar myndi vilji yfirvalda duga ef hann kæmi fram í fjárveitingu til samningu og útgáfu nýs og betra námsefni. Vafalaust er skilningur allra aðila fyrir hendi á því, að kennurum sé nauö- synlegt að vinna bug á hinum óheppilegu samskiptum sem gera strákunum hærra undir höfði en stelpunum, og að það sé einn liður í þvi að skólinn vinni að jafnrétti kynjanna. En við skulum ekki gleyma því, sem erum foreldrar þessara sömu barna, að ábyrgðin er líka okkar. Við getum unnið að þessu sama markmiði inni á heimilunum og við getum reynt að virkja foreldrafélögin í þágu jafnréttis kynjanna í skól- anum m.a. með fræðslufund- um um þessi mál. Kristjana Bergsdóttir 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.