Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 9

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 9
Sambandið við fullorðna M: Hvað með samneyti unglinga við full- orðna? H: Það sem hefur gerst er að krakkarnir hafa miklu meiri tómstundir og eru smám saman að týna niður samveru með fullorðna fólkinu. B: Já, það er kannski eitt aðaleinkennið, þessi fjarlægð frá fullorðnum. S: Og hræðsla fullorðinna við krakkana. Það er einhvern veginn þannig að frá árunum 12—13 ára fram að tvítugu ertu í þínum eigin heimi og býrð þér til þinn eigin raunveruleika, sem er ekki í tengslum við raunveruleika annarra í þjóðfélaginu. B: Foreldrum er ekki gert kleift aö um- gangast unglingana og það er eins og þeir séu hættir að vera uppalendurnir, þeir bara gera það sem þeir halda að eigi að gera við krakka. Svo sitja þessir krakkar uppi með það en eru í rauninni enn þá börn, sem þurfa stuðning og uppörvun. Krakkarnir eru keypt með alls konar tilboðum. S: Já, og einatt verið að höfða til þeirra eins og þeir væru sjálfstæðir einstak- lingar með eigin fjárráð, sem þau hafa alls ekki. Æskulýösstarfsemi M: Nú stendur krökkum ýmislegt til boða frá Æskulýðsráði og skólunum. H: Tilboðin miðast við mjög hefðbundna skiptingu á milli stráka og stelpna. S: Já, það er klárt mál að þau fara í ólíka hluti. Stelpurnar eru minna í íþróttum, strákarnir eru í tölvunum og mynd- böndunum, þær í hnýtingar — það er annars athyglisvert að bera saman að- stöðuna fyrir þau sem eru í ballet eða dans, þ.e. stelpurnar og svo íþróttirnar, þar sem strákarnir eru. Hugsið ykkur ef jafn miklum peningum væri veitt í ballet og Reykjavíkurborg lætur í íþrótt- ir. E: Já, einmitt. Viðhorfin eru þau að það sem strákarnir eru að gera, sé alvarlegt og peninganna viröi en stelpurnar eru í einhverju dútli. H: Það er alveg rétt. Lítið bara á muninn á því að fara á tölvunámskeiö og í hnýt- ingar. Tölvunám er undirbúningur und- ir lífið, hnýtingarnar dútl. S: Tölur Æskulýðsráðs eru mjög sláandi: 80% stelpnannaeru í föndri, snyrtingu, 87% strákanna fara í tölvunám eða myndböndin. H: Það var, guði sé lof, ekki kennd snyrt- ing í mínum gagnfræðaskóla og mér finnst nú bara að það ætti að banna snyrtinámskeið, það er ekkert jafnrétti í þessu! Það er beinlínis ósiðlegt að höfða beint til þess að stelpur, 14—15 ára eigi að fara að nota maskara og meik og allt þetta. Þessi námskeið gætu bara verið skylda, það væri skárra. íþróttir M: Oftergefiðískyn.aðkrakkarséu mikið í íþróttum. . .? S: Enda stendur þeim allt til boða, það eru deildir og tímar fyrir allar karlaíþrótt- irnar. . . M: En stelpurnar geta verið með? B: Þaö eru auðvitað alveg kynskiptir tímar og oft eru engir fyrir stelpur. Þegar ég byrjaði t.d. í körfuboltanum þurftum við að biðja um að deildin yrði endurreist og það var gert. En strákarnir geta gengið að öllu sínu, það eru tímar og deildir fyrir alla aldursflokka. H: Strákarnireru líkasvoaktívirogatorku- samir og þurfa svo mikið, stelpurnar geta bara verið að dúlla sér eitthvað! Ég meina, einhvern veginn hlýtur að standa á þessum mun, er þetta ekki skýringin, ha?! Annars í alvöru aðtala, það er ekki til frjórra og hugmyndarík- ara fólk en grunnskólastelpur. Það eru þær sem rífa upp leikritin og skemmt- anirnar. M: Erum við að segja að stelpurnar geti haft ofan af fyrir sér sjálfar á meðan strákarnir fara á æfingu og láta segja sér fyrir verkum? Kynþroskaaldurinn H: Einmitt. En svo bara breytist þetta alveg þegar kynþroskaaldurinn brestu á. Um leið og þær fara að fá brjóst og fara á túr, þá krumpast þær saman, strákarnir aftur á móti, um leið og þeir fara að mjókka um rassinn og breikka um herðarnar, þá tútna þeir út. E: Og allt snýst við. Kannski er það vegna þess að þá hættir maður að vera barn, þegar kröfurnar um kynhegðun eru ekki eins strangar og byrjar að pota sér inn í fullorðinshlutverkiö. B: Þetta kemur líkaseinna hjá strákunum, þeir eru seinni til líkamlega og tilfinn- ingaþroski þeirra er öðru vísi. S: Ég held einmitt að þessi breyting teng- ist mjög kynhlutverkinu. Þær eru aldar upp við að verða undirgefnar, taka ekki frumkvæði, það eru strákarnir sem fara ,,upp á þær“ eins og þau orða það — allt sem tilheyrir því að vera kona. Bara það að vera skotin. . . E: Já, það fer einmitt að vera algjör skylda að vera alltaf skotin í einhverjum. H: Og jafnaldrarnir eru svoddan asnar, óþroskaðir og barnalegir S: en samt verður maður að vera skotin í þeim! M: Þið talið um þessi ólíku viðbrögð við líkamanum þegar hann breytist — ætli þau eigi sinn þátt í þeirri breytingu, sem verður á stelpunum. 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.