Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 17
Leiðir okkar kvennanna liggja ekki alltaf eftir sömu brautum. Sumar velja sér veg utan gömlu stjóm- málaflokkanna líkt og þaer tvær, sem nú þegar hafa komið fram í þessu „endalausa samtali" um kvennabaráttuna í Vem. Aðrar konur hafa valið sér aðra leið og að þessu sinni fannst okkur tímabært að spyrjast fyrir um viðhorf einnar úr þeim röðum. — Voru það afskipti þín af kvennabar- áttu, sem urðu til þess aiðþú snerir baki við Sjáifstæðisfiokknum? Tvímælalaust. Ég er alin upp á heimili, sem fylgdi Sjálfstæðisflokknum mjög ein- dregið en sjálf hafði ég ekki hugsað mikið um pólitík, heldur bara fylgt þessari stefnu heimilisins. Það var ekki fyrr en 1970, þeg- ar ég átti von á barni númer tvö og eigin- maðurinn var í námi og ég i fullu starfi, að ég fór að velta því fyrir mér, hvað tæki við þegar barnið fæddist. Ætlaði ég að verða húsmóðir eins og mamma og amma og vera heima með þessi tvö börn, jafnvel eignast fleiri og gera ekkert annað ævina út? Það hreinlega þyrmdi yfir mig og ég hugsaði með mér: Nei, þetta gengur ekki upp! Þá var ekki til nein kvennahreyfing í» sem mér fannst henta mér. Þaö var bara Kvenréttindafélagið, sem mér fannst vera samansafn af gömlum konum, sem ég ætti enga samleið með. Fyrst ræddi ég ekki við neinn um þessar hugleiðingar mínar en hugsaöi þeim mun meira og komst að þeirri niðurstöðu, að ég gæti alls ekki hugsað mér þetta hlutskipti. Ég vildi halda áfram að vinna utan heimilis, annað kæmi ekki til greina. Ég fór svo að ræða þessi mál við vinkonur mínar en mér fannst ég svolítið ein á báti. Þaö var svo í kaffiboði, að þessar skoðanir mínar fengu allt í einu hljómgrunn. Þar hitti ég konu, sem tók undir orð mín og bauð mér að vera með í umræðuhópi kvenna, sem var reyndar hópurinn, sem var að vinna aö því að setja Rauösokkahreyfinguna á laggirn- ar. Ég tók boðinu fegins hendi og allt sum- arið 1970 unnum við í þvi að semja stefnu- skrá hreyfingarinnar og undirbúa stofn- fund. Þetta sumar var stórkostlegt fyrir mig og okkur allar — og það sem ég lærði af þessum konum, því bý ég að alla ævi. Ég varð að endurmeta allar skoðanir min- ar og það var tími til kominn. Stofnfundur- inn var svo haldinn í Norræna húsinu 19. október fyrir fullu húsi og daginn eftir fæddist svo barn mitt númer tvö. Á sama tíma og við erum í Rauðsokka- hreyfingunni að ræða öll þessi mál — um dagheimili fyrir börn, um uppstokkun á kjarnafjölskyldunni og félagslega sam- hjálp og samneyslu sem er nauðsynlegt til þess að kvenfrelsi sé mögulegt, — á sama tíma er Mogginn á fullu að predika að dag- heimili geri öll börn að hópsálum, að þau séu nægilega góð fyrir einstæðar mæður en engan veginn fyrir hin börnin. Þarna var ráðist gegn þeim grundvallaratriðum, sem við vildum berjast fyrir Rauðsokkarnir og ég sá, að ég átti ekki nokkra einustu samleið með Sjálfstæðisflokknum. — Hafðirðu í rauninni verið meðvituð Sjálfstæðiskona? Nei. Satt að segja hugsaði ég alls ekki mikið um pólitík og hafði aldrei kynnt mér stefnu Sjálfstæðisflokksins eða mætt þar á fundum. Ég flaut bara með, var alin upp viö það, að Sjálfstæðisflokkurinn væri bestur og kommarnir verstir. Hins vegar var maður oft að brjóta heilann um hitt og þetta. Ég man t.d. eftir því, þegar ég var barn að ég var að spekulera í því, hvers vegna konur, sem unnu allan daginn, kannski fyrir aðrar konur, væru fátækari en konurnar, sem þær voru að vinna fyrir. Hluti af þessu tagi sjá öll börn býst ég við og spurja um, þau hafa svo sterka réttlæt- iskennd, en það er langt í frá að ég tengdi þessar hugmyndir pólitík á nokkurn hátt. — Og smátt og smátt ferðu yfir í Alþýðu- bandalagið? Já. Eftir að hafa starfað með Rauð- sokkahreyfingunni fór ég að hafa áhuga á að starfa í stéttarfélaginu mínu og var fljót- lega sett inn í samninganefnd hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana, — það vantar jú alltaf konur og þær eru gripnar um leið og þær sýna áhuga — ég endaði svo í stjórninni þar. 1974hóar Alþýðubandalag- ið svo í mig og vill setja mig á lista við borg- arstjórnarkosningarnar, áreiðanlega vegna þess að þá var verið að reyna að hafa fleiri konur á listunum. — Rauðsokkahreyfingin hefur þá farið að hafa þau áhrif? Já. Hún náði að hrista mjög upp í hugum fólks. Flokkarnir, — sumira.m.k. skynjuðu að það væri ekki lengur klókt að bjóða fram nær eingöngu karla. Það var talað við margar í hreyfingunni og þær beðnar um að taka sæti á listum, sumar sögðu já, aðrar ekki. Ég man eftir Vilborgu Harðar- dóttur, Helgu Sigurjónsdóttur og Björgu Einarsdóttur, hún fór í prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum — allar þessar höföu starfað í Rauðsokkahreyfingunni og fóru í slaginn. Þá var Svava Jakobsdóttir á þingi og Adda Bára Sigfúsdóttir i borgarstjórn og það var mikið tilhlökkunarefni að fá tækifæri til að starfa með þessum kven- réttindakonum. — / síðustu Veru segir Helga Sigurjóns- dóttir frá því, þegar hún sagði skilið við Al- þýðubandalagið vegna karlaveldisins þar. Hver er þín reynsla? Auðvitað rekst maöur á karlaveldið í Al- þýðubandalaginu, mér dettur ekki í hug að neita því. Það hefur þó ekki gengið svo langt, að ég hafi séð ástæðu til þess að feta í fótspor Helgu og fara úr flokknum. — Hvernig er að reka kvenfrelsisbaráttu inn í stjórnmálaflokki? Ég tel að baráttan fyrir sósíalisma og kvem frelsi hljóti að fara saman og þannig vil ég berjast. Viö getum ekki horft framhjá stétt- arandstæöunum í þjóðfélaginu. Mér finnst að hugsjónir kvennabaráttu séu afskap- lega andstæðar hugsjónum auðvaldsins og að það sé eðlilegt að tengja saman bar- áttuna fyrir réttlátri skiptingu auðsins, fé- lagslegujafnrétti og kvenfrelsi. Hins vegar held ég að konurnar í gamla Sósíalista- flokknum, margar hverjar alla vega, hafi talið að það þyrfti ekki að berjast sérstakri kvennabaráttu, að sósíalisminn frelsaði konurnar sjálfkrafa. Það er engan veginn mín skoðun. Og ég held að við séum flest- ar sammála um það, konurnar í Alþýðu- bandalaginu. Hins vegar fundum við, að við urðum að standa saman innbyrðis og þannig varð Kvennafylkingin til en sam- starfið var áður óformlegra hjá okkur. En við viljum ekki stofna sérstaka stjórnmála- flokka um kvennabaráttuna heldur álítum, að það verði að berjast fyrir kvenfrelsi samhliða öörum réttlætismálum. Konur hafa ólíkar lífsskoðanir og það er ekkert óeðlilegt að þær skipti sér niður á ólíka pólitíska flokka. — Getur hvort tveggja verið efst á blaði samtímis, kvenfrelsi og í þínu tilfelli, sósíal- isminn? Þaðfinnst mér. Eins og ég sagði áðan er kvennabarátta andstæð hagsmunum auð- valdsinsog égvil nefnadæmi: Kjaraskerð- ing núverandi ríkisstjórnar hefur bitnað haröast á konum af því að þær eru í lægstu þrepunum og þær eru margar hverjar ekki lengur fjárhagslega sjálfstæðar, sem voru 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.