Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 5

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 5
þá sleppa karlmenn auðveldar frá ábyrgðinni á börnunum og fjölskyldunni. Þeir hafa meira frelsi og geta gert meira það sem þeir vilja. Hvað með vinnu í framtíð- inni? Ég kysi helst að flytjast út á land og vinna í fiski. Ég get al- veg hugsað mér aö vinna 10 tíma á dag í fiskvinnu, en það get ég auðvitaö ekki meðan ég er einstæð móðir. Mér finnst gaman að vinna í fiski, þaö er yfirleitt góður andi i frystihús- unum og svo finnst mér lífið í minni plássum úti á landi auð- veldara og skemmtilegra en í Reykjavík. Ég reikna ekki með að eiga möguleika á vel launuðu starfi í framtíðinni. Ég hef ekki marga valkosti, það sem fyrir mér liggur er annaðhvort fiskvinna sem ég er mjög sátt við eöa þá ýmis þjónustustörf, t.d. á eða elliheimilum, sem er ekki eða elliheimilum sem er ekki svo slæmt heldur. Hvernig er að vera móðir sextán ára? Ég á eins og ég sagði áðan mjög hjálpsama foreldra, en óneitanlega er ég ansi bundin og á lítinn frítíma. Frítími minni k fer fyrst og fremst í að sinna stráknum en stundum get ég þó skroppið á böll, en hef þó lít- ið gert af því að undanförnu. Ef þú fengir að breyta ein- hverju í þjóðfélaginu í dag hverju mundir þú þá breyta? Ég mundi byrja á því að hækka launin og svo veit ég eiginlega ekki, það er svo margt sem mætti vera öðru- vísi. Sjálf er ég þó sátt við lífið og tilveruna í dag. Snj. um lítið um það. Að eiganst barn er bindandi og takmarkar möguleika manns. En við get- um vel hugsað okkur að fara að heiman — að fara að búa með strák — eða bara við sam- an. En að veröa heimavinn- andi húsmóðir getum við alls ekki hugsað okkur. Einhvern veginn finnst okkur, að okkar fjölskyldulíf verði öðruvísi en hjá flestum t.d. þetta með jafn- réttið — hjá okkur veröa jöfn verkaskipting. Snjólaug — Bryndís Lífið er ... að vinna j fiski ...eða jarðar- ber Úti er rigning og hvass vindur, einstöku sinnum kemur sól og blíða, svo aftur rigning og rok. Enginn mundi furða sig á því þótt byrjaði að snjóa. Þannig er týpísk íslensk veðrátta. Stressið í fólkinu festist í trjánum, þvi rokið hefur feykt því þangað. Allstaðar sér maður fólk fara í vinnuna í litlu skrjóðunum sínum eða fótgangandi. Útvarp Reykjavík, klukkan er átta, glymur í Jóni Múla. Margir eru eflaust orðnir þreyttir á karlgreyinu, næstum bú- inn að vera þar síðan hann fæddist. Ráðinn þar að eilífu. Aðrir, sem fara í vinnuna klukkan níu vakna við Jónínu í morgunleikfimi sem svífur út um tölvuklukkurnar akkúrat klukkan hálf níu. Svona vaknar hálf Reykjavík en hinn helmingurinn sefur út, sem eru flest gamalmenni á ellilífeyri. Ég sef hinsvegar ekki út, því skólinn bíður óþreyjufullur eftir mér. Ég vakna alltaf við Undrið mikla, hina vinsælu vekjaraklukku sem maður getur sagt að þegja og þá stopp- ar hún. Þannig eru mínir morgnar. Seríósiö biður eftir mér í skál sem óþolandi er að vaska upp. Ég rek móður mína, háaldraða (eins og hún vill sjálf kalla sig) fram úr rúminu, til þess að staulast niður í þvottahús og ná í hreinu buxurnar sem bíöa mín á snúrunni. Ég lít á klukkuna sem er hinn daglegi siður alls fólks, klukkuna sem ég gaf foreldrum mínum í jólagjöf og sem ég kann ekki almennilega á. Ég flýti mér í útifötin, mamma segir mér að hafa húfu en ég neita. Fimm stafa orð rýkur af vörunum á mér og ég er rokin út. Mamma kemur aftur í dyragættina og lætur mig hafa epli í nesti. Og ég er rokin. Ragna Björt, 12 ára. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.