Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 22

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 22
Framfærsluskylda milli hjóna við skilnað að borð og sæng og lögskilnað. Þegar veitt er úrlausn um skilnað að borði og sæng og lögskilnað þarf að kveöa á um öll skilnaðarkjör og aðra skilnaðar- skilmála. Eitt þeirra atriða, sem taka ber afstöðu til er greiðsla framfærslueyris hjóna hvort með öðru. Um framfærslueyri með maka við skiln- að er fjallað í 49.—52. gr. laga um stofnun og slit hjúskapar nr. 60/1972. Islensk hjúskaparlög byggja á því sjón- armiði að sú framfærsluskylda sem hvílir á HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI VILTU GLEÐJA VIN VINNUFÉLAGA EÐA ÆTTINGJA? ÞÁ EIGUM VIÐ GJAFIR VIÐ FLEST TÆKIFÆRI rwwn BORGARTUfSII 20 VERSLUNIN hjónum í sambúð haldist þrátt fyrir skilnað að borð og sæng. Enda þótt skylda til sam- vista falli niður við skilnað að borði og sæng helst hjúskapurinn sem slíkur og er það fyrst við lögskilnað sem réttaráhrif hans falla niður. Skilnaður aö borði og sæng gegnir því nokkurs konar reynslu- hlutverki og er talið æskilegt að á þessu tímabili geti t.d. konan haldiö saman heimilinu, ekki síst ef börnum er til að dreifa og að sem minnst röskun verði á högum hjóna. Hagsmunasamstaða hjóna rofni hins vegar við lögskilnað og hjúskap- urinn eigi ekki að vera framfærslustofnun út fyrir endamörk sín. Óvígð sambúð hefur enga gagnkvæma framfærsluskyldu í för með sér milli sam- búðaraðila, og við slit óvígðrar sambúðar getur því hvorugur aðilinn krafist fram- færslueyris með sér. Það hjóna, sem fær forsjá barns/barna við skilnað fer oft fram á að fá framfærslu- eyri úr hendi hins um ákveðinn tíma, eða á meðan að skilnaður að borði og sæng stendur yfir. Á þessu tímabili er þörfin oft einkar rik á að skylda maka til greiöslu framfærslueyris með hinu. Sama getur reyndar gilt þegar skilnaður verður eftir langt hjónaband og t.d. konan hefur litla sem enga menntun og hefur ekki unnið utan heimilis. Framfærslueyri er mjög oft ákveðinn af hjónum sjálfum. Ef samkomulag er um greiðslu framfærslueyris, og alla aðra skilnaðarskilmála gefur yfirborgardómari í Reykjavík, sýslumenn/bæjarfógetar úti á landi eða lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli út skilnaðarleyfið. Náist aftur á móti ekki samkomulag um skilnaðarskil- mála, þ.m.t. greiðslu framfærslueyris, úr- skurða dómsmálaráðuneytið eða dóm- stólar í ágreiningsmálum og gefa út skiln- aðarleyfið. Verulegu máli skiptir hvort máli þessu er ráðiö til lykta með samningi aðila eða með úrskurði (dómi), sérstaklega vegna ákvæða hjúskaparlaga um breyt- ingar á ákvörðunum þessum. Ákvæði dóms eða úrlausn ráðuneytis um fram- færsluskyldu annars hjóna með hinu er unnt að breyta ,,ef verulega breyttar að- stæður og atvik að öðru leyti mæla með slíkri breytingu“. Samningi veröur hins vegar aðeins breytt með dómi. Þegar dómsmálaráðuneytið úrskurðar um framfærslueyri eru öll kjör og tekju- möguleikar hjóna lagðir til grundvallar. Hjónin leggja fram greinargerðir þar sem þau gera grein fyrir högum sínum, tekjum samkvæmt skattframtölum, framfærðslu- byrði vegna barna, skuldbindingum og öðrum þeim atriðum er máli skipta. Sam- kvæmt hjúskaparlögunum á einnig að taka tillit til annarra atvika, m.a. hversu lengi hjúskapur hefur staðið og hvort þeim, sem krefst framfærslueyris sé þörf á menntun eða endurhæfingu. Rétt er að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Oft giftist t.d. konan ung og hefur þá annað- hvort ekki lokið sérmenntun sinni eða hef- ur ekki stundað starf, sem sérmenntun hennar laut að, um langan tíma. Getur þá 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.