Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 31

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 31
Vandi húsnæðiskaupenda Vandi húsnœðiskaupenda hefur aldrei verið stœrri en nú þegar launafólk er alger- lega varnarlaustgagnvart ráðstöfunum sem miðað hafa að skerðingu kaupmáttar. A Greiðslubyrði lántakenda er orðin óbœri- leg síðan kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi en áfram œðir óheft lánskjara- vísitala. Afleiðingþessa erfjárhagslegt hrun hjá ótal fjölskyldum um allt land. Tillögu Kvennalistans um nýjan viðmiðunargrunn verðtrygginga langtímalána þarf vart að kynna hér því tillagan var send öllum Kvennalistakonum í pósti fyrir nokkru. Margar hafa þegar hringt og fagnað þessari til- lögu til úrbóta og jafnframt gerst áskrifendur að þing- málum. Kristín Halldórsdóttir mælti fyrir tillögunni á Alþingi 28. febrúar og lýsti þá vonbrigðum sínum með þau við- brögð stjórnvalda að slá vandanum á frest þegar varan- legar lausnir væru nauðsynlegar. Hún sagði vanda húsbyggjenda margþættan, en hæst bæri hina óbærilegu greiðslubyrði lántakenda sem vaxið hefur langt umfram greiðslugetu vegna mis- gengis í þróun kauptaxta og lánskjara, en frá því í júní 1979, þegar lánskjaravísitalan var fyrst reiknuð út, hef- ur hún hækkað um 34% umfram kauptaxta verka- manna. Kristín fjallaði einnig um aðrar hugmyndir sem heyrst hafa um bætur á núverandi kerfi og sagöi Kvennalist- ann telja bestu lausnina að miða verðtryggingu við * kaupgjaldsvísitölu eins og tillaga okkar felur í sér. Meginhugsunin að baki slíkrar verðtryggingar væri sú að launafólk þyrfti þá að vinna jafnmargar vinnustundir fyrir greiðslu lánsins og virði þess var í vinnustundum þegar lánið var tekið að viðbættum einhverjum vöxtum. Mikiö öryggi fælist í því að vita að endurgreiðsla lána yröi alltaf svipuð í vinnustundum taliö. Lánskjaravísitalan ónothæf í niðurlagsorðum sínum sagði Kristín m.a.: „Láns- kjaravísitalan er ónothæf, a.m.k. eins og hún er nú sam- an sett. Það sannast best á því að hækkun áfengis og tóbakss.l. tólf mánuði olli hækkun lánskjaravísitölunn- ar um rúmlega 1% og jók þar með skuldir kaupanda dæmigerðrar verkamannaíbúðar um 24—30 þús. kr. Þetta rugl verður að stöðva strax. í þeim tilgangi er til- laga Kvennalistans borin hér fram.“ Lengin snörunnar Tveir þingmenn tjáðu sig um efni tillögunnar áöur en umræðum var frestað. Helgi Seljan (Abl.) tók undir gagnrýni Kristínar á aðgerðir stjórnarinnar í húsnæöis- málum og sagði þar um að ræða lenginu í snörunni fyrir velflesta. Hann tók undir efni tillögunnar á þeirri for- sendu aö útilokað sé annað en aö þær skuldbindingar sem launafólk tekur á sig séu í samræmi við þau laun sem þaö hefur. * Sighvatur Björgvinsson (Afl.) lagði áherslu á aö erfitt væri aö leggja réttan grunn fyrir lánskjaravísitölu, en að öðru leyti virtist helsta áhyggjuefni hans það að ef mið- að væri við kaupgjaldsvísitölu, eins og Kvennalistinn leggurtil, myndi greiðslubyrðin þyngjast ef kaupmáttur eykst á ný. Kristín ítrekaði þá skoðun að eölilegasta fyrirkomu- lagið sé það að endurgreiðsla lána miðist við jafnmikið framlag vinnu og við upphaf lántöku. Bætt aðstaða fyrir hneyfihamlaða Sigríður Þorvaldsdóttir sat á þingi fyrir Kvennalistann í tvœr vikur í marsmánuði. Hún lagði á þeim tímafram fyrirspurn um húsnœðifyrir hreyfihamlaða og þingsálykt- unartillögu um bœtta aðstöðu hreyfi- hamlaðra í Þjóðleikhúsinu. Tillagan er svo- hljóðandi: ,,Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að sjá til þess að fyrir upþhaf nœsta leikárs verði gerðar endurbœtur á að- stöðu fatlaðra til að scekja Þjóðleikhúsið. Undirbúningsvinna að þessum fram- kvæmdum hefjist hið fyrsta. “ Sigríður vísaði til byggingarlaga frá 1978 þar sem kveðið er á um aðstöðu fatlaðra og sagði að gera yröi ráð fyrir því að hagsmuna hreyfihamlaðra sé gætt í ný- byggingum en treglega hefði gengið að færa eldri opin- berar byggingar í viðunandi horf fyrir fatlaða. Það ætti ekki síst við um Þjóðleikhúsið, en þar er örðugt fyrir hreyfihamlaða að komast upp háar útitröppur og stiga, aukþess semsalernisaðstaðaerenn ófullnægjandi. Þá er ekki hægt aö koma fyrir nema tveim hjólastólum í húsinu, en í gildandi byggingarlögum er kveðið á um að 1% sætarýmis skuli vera ætlað hjólastólum. Sam- kvæmt því ætti að vera rými fyrir sjö hjólastóla í húsinu en sæti eru 661. í greinargerð er m.a. sagt frá því að á árunum 1982—1984 var gert ráð fyrir á fjárlögum að fjárveiting- um samtals að upphæð kr. 3.800.000 skyldi varið til breytinga á húsnæði vegna fatlaðra og var þar sérstak- lega kveðið á um breytingar á Þjóðleikhúsinu. Skemmst er frá því að segja að enn hefur ekkert orðið úr þessum breytingum og féð þvi ekki nýtt. [ tillögunni er því gert ráð fyrir að þeirri upphæð sem hér um ræðir verði nú varið til endurbóta á Þjóðleikhúsinu. Sigríöur hvatti til þess að svo yrði unnið að málum að á 35 ára afmæli Þjóðleikhússins gætu hreyfihamlaðir loks átt greiðan aðgang að höfuðleikhúsi þjóðarinnar. I tilefni af setu Sigríðar Þorvaldsdóttur, varaþingkonu Kvennalistans, á þingi vardagblööunum send fróttatilkynning þar sem segir meðal annars: ,,Að gefnu tilefni skal tekið fram að það er í samræmi við stefnu og starfshætti Kvennalistans að dreifa á þennan hátt vinnu og ábyrgð og auka þar meö virkni kvenna í stjórnmálastarfi".

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.