Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.1985, Blaðsíða 14
Gulla, 16 ára, hætti í 1 bekk M.R. um jólin en ætl- ar að reyna aftur næsta vetur, vinnur nú á dag- heimili. Hvernig er að vera þessi margumtalaði unglingur? Voöa gaman. Er til unglingavandamál? Ég er ekki neitt vandamál. Um hvað hugsar 16 ára ung- lingur? Mest um framtíöina. Ég veit ekkert hvaö ég á aö gera eða verða. Allt svo óákveöið. Ég nenni ekki aö vera í skóla, þó er gaman í skólanum fyrir utan tímana. Það er bara enginn tími til að læra heima. En nú ætlarþú að reyna aftur við 1. bekkinn? Já, en ég heföi getað haldið áfram. Eg féll í einu fagi. En ég var búin að fá þá flugu í höfuðið að geta hætt og hún hvarf ekki. Hvernig er þá að vera að vinna og hætt í skóla? Það er gaman að vinna en mér finnst ég verði að fara aftur í skóla og mennta mig eitthvað. Finnst þér þú lifa meira eins og fullorðinslífi að vinna fyrir peningum? Ja, það er þægilegt að þurfa ekkert að hugsa um að byrja aftur. Ég nenni því ekki. Af hverju er skólinn svona leiðinlegur? Það eru mikil viðbrigði að koma úr Grunnskóla og í Menntaskóla. Miklu meiri kröf- ur gerðar og svo er öll kennsla miklu ópersónulegri. í Grunn- skólanum var mikið meira samband milli nemenda og kennara. En í Menntaskólan- um kennir einn kennari einn tíma og annar hinn. Enginn fylgist með hvort maður læri heima, það er ekkert aðhald. Byrji maður að trassa þá hættir maður því ekki svo auöveld- lega. Hvað finnst þér um kvenna- baráttu? Ég hugsa nú lítið um hana. Það er mjög gott að konur standi saman, þaö væri ófært ef engin kvennabarátta væri til. Veröur þú vör við kynjamis- rétti? Ég veit ekki. .. Á heimilinu? Ekki heima hjá mér. Þó finnst mér bróðir minn sleppa stundum frá heimilisverkunum án þess að nokkur geri læti út Hvað um strákana, hugs- arðu mikið um þá? Já, við hugsum um þa. Eru þeir skemmtilegir? Þeir geta verið þræl skemmtilegir. Ég hugsa svona hæfilega mikið um þá. Heldurðu að strákar séu eins óákveðnir og stelpur? Ja, þeim virðist ganga betur að fá vinnu, alltaf komnir í byggingavinnu og eitthvað svoleiðis. Annars held ég að þeir séu líka mjög óákveðnir. Hvernig hugsarðu þér fram- tíðina? Maður er svo óákveðin. Verður að ákveða þetta alveg einn. Ef maður tekur stúdents- próf þá gefur það engin rétt- indi. Þá verður maður að fara í framhaldsnám í mörg ár. Þú veist þá ekki í hvaða nám þú ætlar? Ég ætla að bíða með að ákveða þetta, þangað til það er orðið of seint. Of seint???? Æ ég er alltaf á síðustu stundu að ákveða allt. Ertu nokkuð farin aö hugsa um fjölskyldu og börn? Svona í og með. Ef maður ferst þá ekki bara. Ef það kemur ekki kjarnorkubomba innan tíðar. Maður veit bara ekki neitt. Við vitum ekkert hvað bíður okkar. HTh. Tvær 16 ára Stína, 16 ára ( langar mest til aö vera 17 ára) vinnur í bakaríi, hætti í skóla eftir 9. bekk. Ertu hætt í skóla bara I bili? Það má segja það. Ég fer kannski í eitthvað verklegt t.d. hárgreiðslu. Hvernig fannst þér I skólan- um? I einu orði sagt hræðilegt. Hvað var svona hræðilegt? Mér bara leið illa aö vera þar. Hafði engan áhuga. Fannst þér ekkert námsefni skemmtilegt? Jú, kannski vélritun þaö var það eina. Kennararnir voru samt ágætir. Bara mér leið illa að vera þar. Er gaman að vinna? Já, það er gaman en ég gæti kosið mér aðra vinnu. En það er mun skemmtilegra en að vera I skólanum. Er það þá kaupið sem lokk- ar? Já, að einhverju leyti. Mér Ljósmynd: Gerður Amórsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.