Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 5

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 5
Nokkrar athugasemdir í 5. tölublaði VERU 1985 er fjallað um bók mína Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár aö ýmsu leyti á allfurðulegan hátt, sem snertir þó sjálft efni bókarinnar harla lítið. Þess vegna langar mig til að biðja blaðið að Ijá mér rúm fyrir nokkrar athugasemdir við helstu meinlokurnar í greininni. Þar er fyrst til að taka að Þórunn Magn- úsdóttir sagnfræðingur, sem skrifar grein- ina, virðist alls ekki gera sér grein fyrir því hver er megintilgangur bókarinnar. Bókin er samin í samræmi við stofnskrá Kvennasögusafns íslands, en þar segir að tilgangur safnsins og annarra kvenna- sögusafna sé sá að stuðla að því aö rann- saka sögu kvenna. í formála bókarinnar stendur: Margar bækur mætti skrifa um vinnu kvenna á íslandi. Með bók minni vildi ég reyna að stuðla að því að þær bæk- ur yrðu til sem fyrst. Vikið er aö fjölda- mörgum atriðum sem hvert og eitt eru verðug rannsóknarefni fyrir sagnfræð- inga og aðra færðimenn. Þórunn virðist ekki skilja hvers vegna inn- gangur bókarinnar hefst á setningu — með breyttu letri — úr Gullöld íslendinga þar sem höfundurinn tilkynnir, þegar hann er búinn að skrifa einar 16 blaðsíður um störf karlmanna á söguöld, að hann hirði ekki um að tína til dæmi um vinnu kvenna, þótt auðvelt væri. í upphafi greinar sinnar segir Þórunn að bók mín sé ótrúlegt eljuverk mitt. Svo ótrúlegt finnst henni það að hún lýkur grein sinni með þessum orðum: Hafi Anna Sigurðardóttir og sam- starfsfólk hennar þakkir fyrir fróðlega og fallega bók um vinnu íslenskra kvenna. Lesendur greinarinnar mættu ætla að hér væri um að ræða hópvinnu undir minni stjórn. Samstarfsfólk í venjulegri merkingu þess orðs hafði ég ekkert við samningu bókarinnar, sem ég lauk við snemma árs 1983. Vissulega naut ég góðrar samvinnu við alla þá fjölmörgu höfunda bóka, greina og bréfa og aðra heimildarmenn mína lífs og liðna, sem um er getið í tilvitnunum og heimildaskrám. í þeim hópi er frægastur Snorri Sturluson, sem lét mér í té kven- kenningar í Skáldskaparmálum sínum að konu skuli t.d. kenna til allra þeirra hluta sem henni sæmir að vinna og veita. Hins vegar gat ég ekki nýtt mér sögu hans um Ask og Emblu í Gylfaginningu, af því þar er ekkert minnst á hvað Embla gerði. Þórunn Magnúsdóttir ætlast til þess að ég geti vitnað í bók hennar sem kemur ekki út fyrr en löngu eftir að ég lýk við mína bók. Bókar Þórunnar — Sjósókn sunnlenskra kvenna — get ég hins vegar í formála sem skrifaður var eftir að bók hennar kom út. Hvað því viðvíkur að ég heföi átt að styðjast við bók Guðmundar Jónssonar — Vinnuhjú á íslandi á 19. öld — er því til að svara að ég þurfti ekkert á henni að halda. Þórunni finnst ég hafa oftrú á Búalög- um. Veit hún ef til vill um betri heimildir um kaupgjald og verðlag á miðöldum og fram til Bessastaðapósta 1685 og Alþingissam- þykktar 1720? Furðulegt finnst mér að Þórunn skuli amast við því að ég hefi efnisyfirlit bókar- innar einnig á dönsku og eins dálitlar skýr- ingar við myndirnar. Efnisyfirlit á dönsku áleit ég að gæti verið nokkur ávinningur fyrir fólk á Noröurlöndum sem áhuga hefir á íslenskum þjóðháttum og sögu kvenna. Það hefir reynst rétt. Ég hefi þegar fengið þakkir fyrir það frá vinum safnsins í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Að lokum langar mig til að láta VERU vita að ég er ekki safnari á venjulegan mælikvarða, allra síst ástríðufullur safnari, eins og Þórunn telur mig vera. Annað mál er það að reyna að halda til haga því efni sem berst að Kvennasögusafni íslands, enda eru í stofnskrá þess ákvæði um hvað því er ætlað að safna og varðveita. Vinsamlegast Anna Sigurðardóttir appelsínugult hár Hún var með appelsínugult hár í rifnum fjólubláum buxum blárri joggin peysu og adidas break skóm. Hún var grátandi og einmanaleg á svip (hún var að strjúka af níunni). Hvorki pabbi né mamma gátu haft hana, mamma var farin að búa með manni og hafði engann tíma fyrir hana og pabbi er alki og gat ekki heldur haft hana. Hún var byrjuð að reykja og drekka og bing bong beint á níuna. Henni fannst erfitt að kyngja þessu. En nú yrði hún að finna sér húsaskjól yfir nóttina. Það hlakkaði í henni hún var hinumegin á landinu. Löggan skyldi aldrei ná henni hún skyldi bara vera hér i svona eitt ár, hún hafði keypt sér 6 sígarettupakka en það mundi varla duga í ár svo hafði hún engan mat heldur bara eitt súkkulaðistykki sem hún hafði keypt sér á Egilsstaðaflugvelli. Jæja hún yrði bara að fara niður í þorpið og kaupa mat þar en ætli fólk yrði ekkert hissa á því að sjá nýja mann- eskju hér en hvað henni leiddist ætli krakkarnir sakni hennar, allavega Bjössi hún hafði nú verið með honum á föstu kannskí hafði hann bara verið að nota hana nei hún vildi ekki trúa því. Þarna var hús og meira að segja autt allt slökkt og engar gardínur hún gekk þangað en stoppaði í öðru hverju spori eins og hún væri hrædd við eitthvað og var hrædd hún reyndi að opna húsið en það var læst en það gerði ekkert til hún var búin að koma auga á brotinn glugga sem hún gæti farið innum. Þegar hún var komin inn barst myglufýla á móti henni en eftir þvi sem hún var búin að vera þarna lengur fannst henni hún minnka, bara farin að venjast henni strax, síðan sofnaði hún. Þegar hún vaknaði stóð löggan yfir henni og starfsmaður af níunni. Jæja bara vöknuð ekki langt strok að þessu sinni en vel skipulagt það er ekki hægt að segja annað við tökum næstu flugvél til Reykjavíkur. Chýta 14 ára. 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.