Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 43

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 43
una og segja aö þeir veiti sér stuðning. Nokkrartakaframaö konur hafi verið íhaldsamari en karlar gagnvart vali þeirra. Einnig hér heföi höfundur gjarnan mátt staldra við og íhuga hvernig standi á þessu t.d. hvort konur vilja viöhalda verkaskiptingu milli kynjanna og hvort karlar óski eftir konum sem vinnufélögum. Þannig mætti velta ýmsu fyrir sér en þaö er ekki gert. Fimm kvennanna eru ein- hleypar og þrjár eru einstæðar mæöur. Þeim þykir öllum fjöl- skyldulíf og samband viö aörar manneskjur mikilvægt. Barn- lausu, einhleypu konurnar gera ráö fyrir því að þær muni eignast mann og börn ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Stýri- maðurinn og vélstjórinn ráö- gera aö skipta um starf til að geta notið fjölskyldu- og heim- ilislífs. Konurnarmiöalíf sittvið fjölskyldu og heimili engu síður en starfsframa. Þótt þær starfi meðal karla og í heimi þeirra hafa þær svipuð viðmið og framtíðaráætlanir og kynsyst- ur þeirra í kvennagreinum. Af viðtölunum má ætla að þær telji ekkert því til fyrirstöðu að velgengni í starfi og á heimili geti farið saman. Hér er prófessorinn, Margrét Guðna- dóttir, þó á nokkuð annarri skoðun. Hún á heimili og tvö börn en hún hafnaði hjóna- bandinu sem stofnun, telur að ást og fjármál fari ekki saman. (Hér er enn eitt atriðið sem gaman hefði verið að höfundur hefði tekið til nánari athugun- ar.) Starf utan heimilis og fjöl- skyldulíf virðist ekki skapa neina togstreitu hjá konunum. En hafa ber í huga að þær tvær sem eiga lítil börn eru ein- hleypar og því enginn spurning hvort þær eigi að vinna utan heimilis og önnur þeirra sem er í sambúð er barnlaus, hin á uppkomin börn. Hver er niðurstaðan eftir lestur þessara 7 viðtala? Kon- urnar sem Kristín ræðir við eiga það sameiginlegt að telja sjálfstæði sitt afar mikilvægt. Flestartelja aðtil að nájafnrétti þurfi konur að leggja mikið á sig, jafnrétti náist ekki nema með baráttu hverrar og einnar. Ekki er farið út í það hvort starfsval þeirra er skref í átt til jafnréttis (en þó virðist mér sem þær álíti að svo sé) og við- tölin svara því ekki hvort þátt- taka kvenna í karlastörfum sé greið leið til jafnréttis. Þó má lesa út úr þeim að sú leið sé þáttur í jafnréttisbaráttu en seinfarin og engan veginn nægileg ein og sér til að ná jafnrétti. Og spyrja má hvort þessar konur séu ekki skraut- fjöður í hatt hverrar starfsgrein- ar, fremur en dæmi um aukið jafnrétti. Sem mannlýsingar eru viðtölin heldur einhæf, les- endur fá svipmynd af þeim þætti í Iffi kvennanna sem tengist starfi þeirra, án þess að kynnast þeim náið. Bókin sýnir lesendum að konur geta unnið hefðbundin karlastörf. En var það ekki vit- að áður? Konur hafa sýnt að þær eru færar að taka á sig störf karla þegar nauðsyn kref- ur t.d. þegar þeir eru kallaðir í stríð. íslenskar konur hafa ver- ið til sjós, hafa verið bændur, hafa verið læknar og konur hafa fyrir löngu sýnt og sannað að þær geta margt fleira en verið eiginkonur, húsmæður og mæður. Konurnar í Reyndu það bara eru þó óneitanlega brautryðjendur. Þær hafa brot- ist gegnum múr, múr sem byggður hafði verið utan um nám og starfsréttindi karla og þær vinna sömu störf og karl- arnir. En þeirri spurningu er ósvarað hvort þær hafa jafn- framt haslað öðrum konum völl í karlastörfum til langframa. Sigurrós Erlingsdóttir EN HUGSANIR MÍNAR FÆRÐU ALDREI Höf.: Sverre Asmervik Þýð.: Hildur Finnsdóttir Iðunn 1985. Það er ómögulega hægt að segja að það sé beinlinis upp- lífgandi að lesa sannferðugar lýsingar á lífi og örlögum vændiskvenna, jafnvel þótt þær séu vel skrifaðar og af samúð með konunum sem hlut eiga að máli eins og bók Sverre Asmerviks sem hér er til umfjöllunar. Spurningin er, hvort það sé ekki holl lesning fyrir konur og hvort það sé ekki jafnvel enn hollari lesning fyrir karla. Sögusviðið er Osló og í for- mála segir að sagan sé að mestu skáldskapur en byggist þó á raunverulegum atburð- um, sem höfundur aflaði sér vitneskju um í lögregluskýrsl- um og af samtölum við vænd- iskonur, melludólga, lögreglu- þjóna o.fl. Vissulega er frá- sögn höfundar lifandi og sann- færandi, svo að ég er ekki frá því að mér muni verða á að fara að svipast um eftir þeim Sonju, Súsönnu og Lúllu á einhverj- um af þeim velþekktu götu- hornum og torgum þar sem þær vöndu komur sínar næst þegar ég kem til Oslóar. Sagan er spunnin úr tveimur meginþráðum. Annars vegar eru það örlög Sonju, fjórtán ára stelpu sem flýr dapurlegt og gleðisnautt heimilislíf í húsi foreldra sinna, þar sem móðir- in þjáist af svo alvarlegu þung- lyndi að ekkert kemst að nema eigin þjáning og faðirinn er þegjandalegur durgur sem hvorki getur veitt konu sinni né dóttur þá hlýju og vernd sem þær þarfnast. Sonja flýr beint í fangið á melludólgnum Monty og genginu hans, sem hjálpast að við að innvígja hana í starfið af harðýðgi og ruddaskap sem veldur bókstaflegri ógleði hjá lesandanum. Hins vegar er sagan af lúx- usmellunni Súsönnu, sem er alin upp á efnaheimili í fínu hverfi í Björgvin og ætlar að sýna það og sanna fyrir kald- lyndri, metnaðargjarnri móður sinni að hún geti komið sér áfram í heiminum þótt metnað- arlaus faðir hennar, sem móð- irin fyrirlítur opinskátt og af heilum hug, hafi ekki getað gert það. Sonja lendir strax [ hinni verstu eymd og niðurlægingu á meðan Súsanna ræður alls kostar við líf sitt og viðskipta- vini. En húnþarf, engu siðuren Sonja, að bjarga sjálfsvirðingu sinni með því að aðskilja hugs- anir og tilfinningar annars veg- ar og kroppinn hins vegar. En það er hægara sagt en gert og Súsanna kemst að því að selji maður líkama sinn, þá selur maður allt. Það reynist glötun hennar og örlagaþræðir þeirra Sonju og Súsönnu tvinnast saman í eymdinni og örvænt- ingunni. Þó að höfundur sé karlmað- ur er bókin skrifuð frá sjónar- horni kvennanna og ég fæ ekki séð að honum fatist í lýsing- unni á tilfinningum þeirra og viðbrögðum. Það sem að bjargar þessari 246 blaðsíðna HJÁ OKKUR færðu alla . BRENT ÞJONUSTAN HF. BOLHOLTI 6 105 REYKJAVÍK SÍMAR: 687760 - 687761

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.