Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 32
Börnin
verða að
geta treyst
okkur
Umferöaröryggi og ofhraður akstur voru
til umræðu á borgarstjórnarfundi þ. 17.
október. Þar varfelld tillagafráflestum full-
trúum minnihlutans þess efnis að fram-
kvœmdar verði þær tillögur um hraðahindr-
andi aðgerðir, sem komufrá starfsnefnd, er
fjallaði um umferðaraðstæður við skóla.
Fyrir fundinum lá tillaga frá öllum konum í minnihlut-
anum og einum karlanna, (Sigurður E. Guðmundssyni)
sem var svohljóðandi:
Borgarstjórn samþykkir að gerðar verði á þessu
hausti þær öldur, sem nefndar eru í bæklingnum ,,Um-
ferðaraðstæður við skóla í Reykjavík1' og ekki hafa nú
þegar komið til framkvæmda.
Tillögunni til skýringar skal greint frá því að í janúar
á árinu 1984 var sett á fót starfsnefnd til að skoða um-
ferðaraðstæður viö grunnskólana í Reykjavík. í nefnd-
inni áttu sæti fulltrúar frá Menntamálaráðuneytinu, frá
umferðardeiid borgarverkfræðings, frá fræðslustjóra
og lögreglunni auk þess sem formaður SAMFOKS sat
nokkra fundi. Þessi nefnd hélt fundi m.a. með fulltrúum
foreldra og kennara í skólunum. í lok ársins skilaði hún
síðan skýrslu þar sem fram komu bæði tillögur og
ábendingar um það, sem gera mætti í nágrenni skóla til
að auka öryggi barnanna. í skýrslunni er bent á t.d. frá-
gang skólalóða, strætisvagnaleiðir, gagnbrautarljós
o.m.fl. en róttækustu tillögurnar voru um öldur —■ alls
voru gerðar tillögur um 65 slíkar hraðatakmarkanir —
allar í næsta nágrenni skóla, og ábendingar um 18
aðrar. Umferðarnefnd hefur haft þessa skýrslu til um-
fjöllunar frá því fyrir síðustu áramót og hefur síðan í
mars unnið að því að skoða hvert skólahverfi á fætur
öðru og gert tillögur um upphækkanir í samræmi við þá
skoðun. í júní s.l. var eftirfarandi tillaga frá fulltrúa Al-
þýðubandalagsins í umferðarnefnd, Ólöfu Ríkharðs-
dóttur, samþykkt samhljóða í nefndinni: „Umferða-
nefnd samþykkir að lögð verði áhersla á að Ijúka við
lagningu upphækkana (aldna) í næsta nágrenni við
skóla Reykjavíkurborgar fyrir upphaf komandi skólaárs
(haustið 1985). Byggt verði á tillögum starfsnefndar,
sem unnið hefur að úrbótatillögum við skóla í Reykja-
vík, svo og öðrum komnum tillögum.1' Samþykkt þess-
arartillögu varauðfengin, enda hafði umferðanefnd þá
um nokkurt skeið unnið í samræmi við hana og hafði
fullan hug á að halda því áfram. Umferðarnefnd hefur
haft það verklag að kanna hvert skólakerfi fyrir sig og
samþykkja lagningu aldna að því gerðu en jafnan fækk-
að öldunum í hverju hverfi, fariö þannig fremur hægt í
sakirnar. Ástæðan fyrir því er sú, að borgarráð hefur
brugðist mjög misjafnlega viðtillögum umferðarnefndar,
stundum fellt þær alveg eða slegið á langan frest og
hefur nefndarmönnum því þótt það heillavænlegra til
árangurs að skammta borgarráði tillögurnar í stað þess
að leitast við að fá það til að samþykkja þær allar í senn
— af ótta við að þær verði þá allar felldar í eitt skipti fyrir
öll. Einnig hafa öldurnar mætt harðri mótstöðu áheyrn-
arfulltrúi SVR í umferðarnefnd.
Reynt að taka af skarið
Allt þetta kom fram í máli þeirra, sem töluðu máli
þeirrar tillögu, sem lá fyrir borgarstjórnarfundinum þ.
17. október. Með þeirri tillögu var reynt að taka af skar-
ið, leita endanlegs álits borgarstjórnar og kanna hvort
sú skoðun, að nauðsynlegt sé að draga úr ökuhraða
umhverfis skólana, eigi ekki hljómgrunn hjá fulltrúum í
borgarstjórn. Svo reyndist þó ekki vera eins og áðan
kom fram, frá meirihlutanum kom fram tillaga um að
vísa málinu til borgarráðs og var það samþykkt, en á
móti voru allir fulltrúar minnihlutans — utan Guðmund-
ur J. Jónsson, sem sat hjá — og kom fram ( máli þeirra
að veriö væri að dauðadæma tillöguna með því að láta
borgarráði hana eftir.
Fulltrúar minnihlutans, sem mæltu með tillögunni
voru þau Guðrún Ágústsdóttir, Magdalena Schram og
Sigurður E. Guðmundssonenandmælin komufrá Jónu
Gróu Sigurðardóttur þ.e. hún bar upp tillögu um að vísa
málinu til borgarráös. Borgarstjóri fór og fékk sér kaffi
um leið og tillagan komst á dagskrá og sást ekki fyrr en
til atkvæðagreiðslu kom, einni og hálfri klukkustund
síðar. Slíkt gerist sí og æ á fundum borgarstjórnar og
leitt til þess að vita, að ekki þykir ástæða til þess að
hlusta á rök með og á móti málum á lýðræðissamkund-
um, sem borgarstjórnarfundir eiga víst aö vera.
Umferöarmál snerta flesta málaflokka
í ræðu fulltrúa Kvennaframboðsins komu fram ávítur
í garð skipulagshöfundaog samþykkjenda þeirra, sem
staðsetja skóla og aðrar þjónustustofnanir án tillits til
umferðaröryggis eða viðhorfa þeirra, sem ekki eru á bíl-