Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 48
Ásthildur Cecil
Þórðardóttir:
Sokkabandsárin
Ásthildur var driffjöður
Sokkabandsins á ísafirði og
aðallagahöfundur þess
kvennabands, enda bærilega
liðtæk í þeim efnum. Hún hefur
fengið ágætis fólk til liðs við sig
á plötu þessa: Ásgeir Óskars-
son trommara, Þorstein Magn-
ússon, Tryggva Hubner gítar-
leikara, Rúnar Georgsson
blásara, Jon Kjell hljómborðs-
leikara og Helga E. Kristjáns-
son, sem auk þess að stjórna
upptöku og útsetja músikina
spilar á bassa og fleiri hljóð-
færi. Þeirsjá um hljóðfæraleik-
inn á Sokkabandsárunum og
gera vel í rokk-, regg-, blús- og
vangalögum Ásthildar.
Ásthildur er mikil kvenrétt-
indakona, enda margt reynt í
litlu og íhaldsömu samfélagi,
eins og fram kemur í textunum
hennar, sem reyndar eru ekki
allir jafn vel gerðir. En bæri-
lega mætti við þessa skífu una
ef hún hefði falið einhverri
færri konu að syngja aðalrödd-
ina, því að henni veldur hún illa
sjálf — betur þó í rólegum lög-
um.
Andrea Jónsdóttir
Kristín Ólafsdóttir:
Á morgun.
Kristín Ólafsdóttir var nokk-
urs konar Joan Baez okkar ís-
lendinga á 7. áratugnum þegar
þjóðlagatónlist átti upp á pall-
borð þáverandi ungs popp-
áhugafólks. Að vísu var Kristín
ekki fyrirferðarmikil í plötugerð
þess tíma, maður man eftir
fjögurra laga plötu þar sem á
varð vinsælast lag Magnúsar
Eiríkssonar Koma engin skip í
dag, stórri plötu sem hún söng
inn á ásamt Helga Einarssyni,
eftir það barnalögum um tann-
hirðu og fleiri heilræði og svo
loks plötu með íslenskum þjóð-
lögum í útsetningu Atla Heimis
Sveinssonar, sem út kom fyrir
átta árum. í, með og á milli hef-
ur Kristín fengist við leiklist —
pólitík. Nú hefur Kristín aftur
ráðist í plötugerð og það er mér
sönn ánægja að lýsa því yfir að
útkomanerverulegafagmann-
lega unnin, skemmtileg, falleg
og manneskjuleg breiðskífa, Á
morgun. Kristín er ekki radd-
mikil kona í efri hluta tónstig-
ans og eina aðfinnsla mín við
þessa plötu er að mér finnst
sum lögin hefði mátt spila tón-
tegund neðar til að rödd Krist-
ínar hljómaði sterkari. Helst á
þetta líklega við á köflum í Síð-
asta blóminu, þar sem mér
finnst tóntegundin miðuð við
rödd höfundarins, Valgeirs
Skagfjörð, sem syngur þetta
kaflaskipta lag skörulega með
Kristínu, útúr dúr. . . um söng-
rödd Kristínar er annars það að
segja að hún er mjög fáguð og
textaframburður til fyrirmynd-
ar.
Hljóðfæraleikur er verulega
góður á skífu þessari, en hann
NÓTT f LÍFIKLÖRU SIG
Stefcmía Þorgrímsdöttir
—Hver er Klara Sig?
Glæsileg kona—gift öndvegismanni í
góðri stöðu — býður karlmanni með
sér heim af balli. Ljúft helgarævintýri
er í vændum.En speglarnir, sem Klara
skoðar sig í, brotna og hún stendur
varnarlaus frammi fyrir nóttinni.
Af skeupskyggni hins þroskaða hsta-
manns lýsir Stefanía ótta og einsemd
þess sem reist hefur hús sitt á sandi.
Verö kr. 850.00.
FORLAGIÐ
FBAKKASTIG 6A.SÍMI: 91-25188
48