Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 17
Glefsur
úr
bókinni:
,,Eg er alveg meö það á
hreinu aö égvil aö konurstjórni
heiminum. Ég lít svo á að
mannlegt lif felist i því að
borða, eiga húsaskjól, vasa-
peninga og einhverja smápen-
inga til framkvæmda, sem
maður vinnur sér inn. Konur
einar geta látið þaö dæmi
ganga upp og þessu hafa þær
stjórnað með glæsibrag í gegn
um aldirnar. Að þessu leyti er
ég algjör feministi."
(23 ára, einhleypur, barnlaus)
KARLAR
straujaði og stoppaði í sokk-
ana, en hún hafði gaman af
því. Hennar lífshamingja var
fólgin í þessu. Þess vegna
kann ég ekki að staga í sokka.
En þegar ég hugsa til þess að
fara í sambúð hvarflar ekki að
mér að konan mín eigi að vera
í uppvaskinu. . . Ég vildi svo
sannarlega ekki að konan mín
fórnaði sér fyrir jafn leiðinlega
vinnu. . .“
,,Það gleymist oft að karl-
menn eru bara karlmenn og
hafa sínar tilfinningar. Þeir eru
ekki bara menn sem vinna úti
vegna þess að það er það
skemmtilegast sem þeir gera.
Karlmenn verða alltaf að
standa sig. En karlmenn hafa
margvíslegar tilfinningar eins
og kvenfólk og þola oft ekki
álagið sem fylgir því að standa
sig, þurfa að skaffa vel og
þurfa alltaf að redda víxlun-
um.“
(21 árs, einhleypur, barnlaus)
„Auðvitað er fullt af fordóm-
um í gangi í sambandi við jafn-
réttisumræðuna: Ég kem til
dæmis af heimili þar sem móð-
ir mín var heima og eldaði,
KARLAR
„Einn fræðimaður hefur orð-
að þetta svo að konur standi
frammi fyrir því vandamáli að
túlka alla karlmenn, eiginmenn
sína jafnt sem syni, sem óvini
um leið og þær þurfi að berjast
við að elska þá í einkalífinu.
Þetta gengur einfaldlega ekki
upp. Kona verður að gefa eftir
þessa skilgreiningu á karl-
mönnum sem allsherjar óvin-
um.“
(43 ára tæknimenntaður, frá-
skilinn, faðir)
KARLAR
„Þegar við tókum saman
hafði ég haft kynferðisleg
kynni af ýmsum konum en ekki
lagt neinar tilfinningar í þau.
Þetta snerist aðallega um það
að fá útrás og að komast yfir
kvenmann eins og sagt er.
Slíkt veganesti dugar engan
veginn í hjónabandi því ef kyn-
ferðislegtsamband millifólksá
að geta gengið verður það að
byggjast á miklu jafnræði.“
„Ef hugmyndafræði kvenna
og það sem konan mín er að
gera bitnaði á sambandi mínu
við aðra, benti það fyrst og
fremst til þess að eitthvað væri
að hjá mér. En ég held að kon-
ur séu að mörgu leyti að gera
góða hluti með því að vinna
saman. Aðferðir karla og gild-
ismat í sambandi við ákvarð-
anatöku eru of geldar. Karlar
geta lært mikið af vinnubrögð-
um kvenna í samstarfi og hóp-
vinnu, ég held að þau séu
stærsta framlag þeirra til
stjórnmála. En karlmenn eiga
AÐSTOÐ BAKKUSAR
erfitt með að sjá þetta. Það er
ekki einleikið hvernig þeir
starfa."
(43ára, lögfræðingur, gifturfað-
ir)
KARLAR
ar hefðbundnu karlmennsku-
ímyndir, kvarta undan þvi álagi
að þurfa alltaf að standa sig, í
rúminu jafnt sem annars stað-
ar, og að þurfa stöðugt að taka
frumkvæðið að því að kynnast
konum. Það finnst þeim órétt-
mætt. Og einhverjir af þeim
yngri létu í Ijós þá ósk að konur
stjórnuðu heiminum. . . Aftur
á móti hafa þeir engar fastar
fyrirmyndir að nýjum karlhlut-
verkum en sumir virðast taka
mið af hegðun og tjáningar-
máta þeirra kvenna sem þeir
virða og treysta.
En það sem þeir koma lang-
samlega flestir inn á, ungir
sem aldnir, er þáttur brenni-
vínsins í nálgun kynjanna hér á
landi; það sé nauðsynlegt til að
yfirvinna feimni og brjóta ýmis
siðferðishöft á bak aftur en
hins vegar geri það samskipti
kynjanna nöturlega dýrsleg og
fylli viðkomandi viðbjóði þegar
þarf að takast á við næsta dag
edrú í ókunnu rúmi úti í bæ.
Þetta kemur kannski engum á
óvart en aftur á móti eru ýmsar
lýsingar þessu tengdar bein-
línis harmþrungnar, samvisku-
bit, einsemd og kvöl skín alls
staðar í gegn.“
— Hafa þessir karlmenn get-
að rætt vandamál sín við aðra?
„Það er misjafnt. Sumir hafa
aldrei haft sig í það, aðrir eiga
vini af báðum kynjum sem þeir
geta leitað til. Sumir gráta einir
með aðstoð Bakkusar.“
— Geturðu dregið einhverjar
„En ég er sannfærður um að
það er til nóg af mönnum, sem
líður ekki nógu vel. Ég held
bara að þeir fengju ekki hljóm-
grunn ef þeir færu að kvarta.
íslenskir karlmenn hafa það
mjög gott og hafa haft í gegn-
umtíðina. Ávinnumarkaðinum
hafa þeir möguleika á töluvert
hærri launum fyrir sömu vinnu
en konur, þeir eru algjör for-
gangsstétt hvar sem á er litið.
Það er eins og vantraust á kon-
um sé stimplað inn í þjóðarsál-
ina, meðal annars af bók-
menntunum."
KARLAR
„Fyrst og fremst blíðu og
væntumþykju. Ég hef oft rekið
mig á hvað fegurðarkröfur geta
verið mikið húmbúkk, það
ræður enginn við svoleiðis lag-
að. Það er persónuleiki mann-
eskjunnar sem máli skiptir. Ég
sækist eftir blíðu, væntum-
þykju og hreinskilni, að það sé
enginn leikaraskapur á ferð-
inni heldur gagnkvæmt traust.
Ég held þetta séu kröfurnar
sem flestir geri. Það virðist mér
að minnsta kosti á þeim upp-
eldisfélögum mínum sem hafa
gifst eða farið í sarnbúð."
(27 ára, sjómaður, einhleypur,
barnlaus)
niðurstöður af þessum viðtöl-
um?
„Nei. Átján viðtöl gefa ekki
tilefni til niðurstaðna eða al-
hæfinga af neinu tagi. Aftur á
móti gefa þau ákveðnar vís-
bendingar um líðan einstakl-
inga og jafnvel hópa. Þau eru
vitnisburður um mannlega
reynslu sem getur verið öðrum
tilefni til viðmiðunar og um-
ræðu. Sjálf vil ég ekki koma
þar nærri, þá fyndist mér að ég
væri að rjúfa trúnað viðmæl-
enda minna á einhvern hátt.
Mitt hlutverk var einungis að
gefa þeim orðið, síðan verða
aðrir að halda umræðunni
áfram."
17