Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 22
í «5 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 666 6666666666 © & <t Skrafskjóðan Þegar ég lít í eigin barm og grandskoða jafnréttið i sjálfri mér verð ég vör við að þegar maðurinn minn er að malla ofan í mig, líður mér vel á margan hátt en eink- um þó jafnréttislega. Kunnátta mín í matargerðarlist takmarkast við að hræra skyr og sjóða fisk og kartöflur. Þurfi ég að sjá um kvöldmatinn skelli ég skyri á borð- ið, raða brauði ofan í krakkana og hugsa mest um að Ijúka þessu af. Það er heldur enginn tími til að iðka þá fínu list matar- gerðarlistina mitt í önnum hversdagsins. Þegar karlinn minn er að baka kökur fyrir afmælisboð krakkanna er ég alsæl. Það er óneitanlega mikil skömm að geta ekki einu sinni klórað í bakkann með einni skúffutertu skreyttri lakkrískonfekti. Fjölskyldan veit þetta núorðið og er hætt að hrósa mér fyrir einhverja velheppnaða tertuna, heldur snýr sér nú milliliðalaust að heimilisföðurnum. Mamma snýr sér líka beint til hans með uppskriftirnar. Reyndar finnst mér hrósið stundum fullmikið og grunar að kynferði bakarans eigi þar hlut að máli, en það er nú önnur saga. Mér var kennt að sjóða ýsu og hræra skyr í foreldra- húsum og það flökraði eiginlega aldrei að mér að þegar ég færi að búa myndi mig kannski langa í eitthvað annað að borða. í gagnfræðaskóla voru 4 skyldutímar á viku sem voru kallaðir matreiðsla. Þetta voru sérkennilegar kennslu- stundir. Stelputímar. Við þurftum að vera í kjólum og með svuntur og kappa ákaflega snyrtilegar og kvenleg- ar. Ekki man ég nú mikið af öllu kokkeríinu. Það sem einna helst situr í mér úr þessum tímum er þrifnaðaræð- ið. Tuskan var á lofti sí og æ. Ekki mátti sjást hvítkáls- arða á vakskbrún eða sósusletta á fati. Uppvöskunin var mikið atriði. Það var samt ekki nóg að þvo diskana, þá þurfti að sótthreinsa líka. Matreiðslukennarinn var stór kerling og þrifaleg. Hún stjórnaði okkur stelpunum af miklum krafti og skörungsskap. Það hvein og söng í henni þegar hún sigldi á milli pottanna og svo skrollaði hún fagurlega á errunum. Ég var hrædd við hana. Hún dró úr mér allan mátt og gerði mig svo vansæla að ég kveið alltaf þessum matreiðslumorgnum. Aldrei gat ég gert henni til hæfis. Meira að segja gerði hún sig ekki ánægða með diskaþvottinn hjá mér, það gat ég ekki einu sinni gert rétt. Mér var bölvanlega við þessa tíma og ekki bætti það úr skák að á meðan við stelpurnar sulluðum í soðning- unni og lærðum næringarefnafræði langa svarta vetrar- morgna, lágu strákarnir heima i bæli og hrutu! Hugsa sér þvílíkt óréttlæti. Glaðir gátu þeir hinsvegar étið frá okkur smákökurnar sem við komum reglulega með í bréfpoka þegar líða tók á daginn. Ég get fullvissað ykkur um að þeir fengu aldrei að smakka mínar smákökur, því þær át ég sálf þegar þær voru ætar. Blessaðri kerling- unni gekk sjálfsagt gott til. Hún vildi auðvitað kenna okkur að vera duglegar og röggsamar húsmæður. En stundum falla fræin í grýtta jörð. Ég fékk a.m.k. aldrei áhuga á kjötbollumalli en leit í staðin kók og prinspóló hýru auga. Það var einmitt rétturinn sem fraukan tók sem dæmi um lítilsgilda máltíð gjörsneydda næringarefnum. Þrátt fyrir nýjar kokkabækur og töfrandi ilm úr krydd- hillunni er uppvaskið enn mitt hlutverk í eldhúsinu. Hryll- ingurinn úr gagnfræðaskóla situr svona djúpt. En það er ýmislegt annað en að elda mat sem hvílir á litlu heimili. Það þarf t.d. að reka nagla í vegg, setja upp hillur, bora, þvo ofninn, ryksuga, skipta um klær svo dæmi séu tek- in. Ekkert af þessu fellur undir mínar uppáhaldsathafnir og sumt kann ég alls ekki. Ryksygan er erkióvinur heim- ilisins og er svo sjaldan tekin fram að hún litla dóttir mín fer að skæla þegar hún sér hana. Það er bagalegt að geta ekki skipt um kló hjálparlaust eða að geta ekki rekið nagla í vegg nema með harm- kvælum. Þetta tvennt er líka hlutverk eiginmannsins, svo langt nær nú mitt jafnrétti. Ekkert íslenskt heimili getur verið bíllaust. Fyrir nokkr- um árum sá ég fram á þessa ægilegu staðreynd og labbaði til bankastjóra. Hann lánaði mér auðvitað peninga eins og skot, ég er svo traustvekjandi. En þeg- ar gamall bíll hefur einu sinni verið keyptur þarf að hirða um hann. Gamlar druslur drabbast fljótt niður ef ekki er hugsað um þær. Hraðamælirinn og þurrkurnar þurfa helst að vera í lagi, vatnskassinn getur verið galtómur, bremsuborðar er nokkuð sem stundum þarf að skipta um og þar fram eftir götunum. Hver á að hugsa um bíl- inn ef ekki einmitt sá sem er með bíladellu? En ég er því miður ekki með dellu fyrir bílaviðgerðum. Hinsvegar fellur það i minn hlut að koma druslunni á verkstæöi þegar allt er komiö í óefni. Ég hef líka þvegið greyiö nokkrum sinnum og bónað tvisvar og þegar dekkjaskipt- ingartíðin rennur upp fer ég samviskusamlega með hann á verkstæði og horfi á vaska drengi skipta um dekk fyrir mig. Það gera þeir af alúð og elsku og greiða vel úr öllum spurningum. Ég greiði þeim svo með bunka af seðlum fyrir ómakið. En ég hef veitt því athygli að þeir karlar sem koma á verkstæðið fá akkúrat enga að- stoð. Þeir verða að bisa sjáfir við ryðgaðar felgurnar eins og þeir hafi fengið þessa kunnáttu í vöggugjöf. Svona er nú jafnréttið á verkstæðunum! Sumir karlar hafa gaman af uppvaski á meðan aðrir njóta þess að bóna bílinn. Sumar konur eru með bíla- dellu og aðrar með dellu fyrir hreinum ofnum. Er ekki réttara að tala um verkaskiptingu á þessum vígvelli frek- ar en jafnrétti? Við manneskjukrílin erum nefnilega eins misjöfn og við erum mörg, sem betur fer. Gyða Gunnarsdóttir 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.