Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 36
Upp á síðkastið, hefur mátt heyra radd-
irsem segja að nú séu pessar kvennalista-
konur að detta upp fyrir, pví ekkert heyr-
ist lengur ípeim. En svo er nú ekki raunin.
Ef tekið er mið af peirri blaðamennsku
sem stunduð er hér á Islandi pá er
kannski ekkert skrítið að ekki heyrist neitt
frá Kvennalistakonum í dagblöðunum.
ípeirri neikvœðu blaðamennsku þykja
góðar fréttir ekki vera fréttir og par sem
ekki er ágreiningur né rígur í Kvennalist-
anum, heldur unnið markvisst að málum
J'ramtíðarinnar í sátt og samlyndi, þá vill
brenna við að lítið heyristfrá okkur. Hér
verður reynt að bceta svolítið úr og segja
frá hvaðþrjár mætar konur hafa verið að
gera í sumar.
Fulltrúi Kvennalistans í húsnæðismálastjórn:
„Nú virðist eiga að
skerða fjárveitingar“
Kristín Einarsdóttir situr fyrir hönd Kvenna-
listans í milliþinganefnd sem hefur verið að
vinna að tillögum um nýtt húsnœðiskerfi. Milli-
þinganefnd þýðir auðvitað nefnd sem vinnur
milli þinga, það er vinnur á sumrin þegar aðrar
nefndir eru í sumarleyfi. Nefndin er skiþuð full-
trúum allra þingflokkanna og var skiþuð af fé-
lagsmálaráðherra í vor eftir miklar viðrceður
stjórnarandstöðuflokkanna við stjórnarflokk-
ana um ástandið í húsnœðismálum.
Kristín var spurö hvort hægt væri aö tjá sig í stuttu
máli um svona málefni eins og húsnæöismál? Hún
sagöi aö þaö væri erfitt þar sem af svo mörgu er aö taka.
— Eins og allir vita, sagöi Kristín, þá ríkir nú ófremdar
ástand í húsnæðismálum sem rekja má m.a. til kjara-
skerðingar undanfarandi ára, það er launin hafa ekki
hækkaö í samræmi við lánin og vextir hafa hækkaö gíf-
urlega.
Einnig bendir Kristín á aö jafnframt hafi fé til Húsnæö-
isstofnunar komið seint, svo aö ekki hefur verið hægt aö
greiöa lánin út samkvæmt úthlutunarreglum. Þaö segir
í reglugerð um lánveitingar Byggingasjóðs ríkisins frá
1985 (7. gr.) að „Fyrrihluti lána skuli aö jafnaði koma til
,,Það er tómt mál að tala um að
vinna að nýju húsnœðislánakerfi
þegar nú virðist eiga að skerða mjög
fjárveitingar til húsnæðismála ‘ ‘ seg-
ir Kristín Einarsdóttir í viðtali við
Veru um húsnæðisástandið í dag.
greiðslu að liðnum 1—2 mánuðum eftir aö bygging var
fokheld'1. Síðari hlutinn ásíðan að komatil greiðslu sex
mánuðum síðar. Húsnæðisstofnun hefur ekki getað
greitt fyrrihlutann fyrr en mörgum mánuðum eftir að hús
voru fokheld og fólk þar af leiðandi lent í fjárhags-
vandræðum því það hafði miðað skuldbindingar sínar
við úthlutunarreglurnar.
Ástandið í dag er orðið þannig, segir Kristín, að fólk
sem áekkert húsnæði núna, hefur alltaf minni og minni
möguleika á að eignast húsnæði. Launin hrökkva
skammt, lánin eru erfið og ekkert gert til að greiða götur
þeirra sem eru að kaupa í fyrsta skipti. Eitt er mjög mikil-
vægt að komist á framfæri og það er að enginn veit hver
húsnæðisþörfin er í raun og veru. Enginn veit hvort nóg
er af gömlu húsnæði til að nýta né hvort búið sé að
byggja nóg. Það er tómt mál að tala um húsnýtingar-
eða nýbyggingarstefnu þegar ekki er reynt að gera sér
grein fyrir hver þörfin er, segir Kristín.
En hvað með þessa milliþinganefnd, er Kristín spurð,
liggur lausnin þar? Ekki er ólíklegt að fólk sem á við
greiðsluerfiðleika að stríða geri sér vonir um að nefndin
komi með lausn á þeirra vanda. Þaö er Ijóst að hún var
stofnuð ekki síst vegna neyðarástandsins í dag og því
nauðsynlegt að taka á þeim málum, en í upphafi beind-
ist vinna nefndarinnar aðallega að framtíðarskipan hús-
næðismála.
Annars er það út í hött að tala um að vinna að nýju
húsnæðislánakerfi þegar nú virðist eiga að skerða mjög
fjárveitingar til húsnæðismála. í frumvarpi til fjárlaga
sem lagt hefur verið fram á Alþingi kemur fram að um
stórkostlegan niðurskurð verður að ræða til þessa
málaflokks. Það sem er athyglisvert er að 665 milljónir
sem áætlaö er að komi inn vegna sérstakrar fjáröflunar
vegna húsnæðismála (lög frá 12. júní 1985) virðast eiga
að fara beint inn í lánakerfið. Ekki er að sjá aö þeim eigi
að ráðstafa til þeirra sem eiga í erfiðleikum vegna efna-
hagsáfalla síðustu ára. Mér er til efs að stjórnarflokkarn-
ir geri sér grein fyrir hve alvarlegt ástandið er í dag, seg-
ir Kristín aö lokum.