Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 44
bók frá því aö veröa einhæf og leiðinleg og gerir hana í raun áhugaverða er að hún er ekki samfelld lýsing á kunnunum heldur tekst höfundi að lýsa margvíslegum samböndum bæði milli kvennanna innbyrð- is og milli kvennanna og karla sem verða á vegi þeirra; tilraun Súsönnu til að finna öryggi í hjónabandi, og síðar að finna lífi sínu tilgang í sambandinu við hinn fatlaða Albert, dömu- blaðadraum Sonju um góða manninn, sem kemur og bjarg- ar henni frá götunni og Monty, sem hún heldur að hún hafi fundið í Benny. Angurværasta nóta bókarinnar eru vonbrigði Sonju þegar henni skilst að Viktoría, félagsráðgjafinn sem hjálpar henni á kjöl ásamt sál- fræðingnum, Albert, sem eru fyrstu „normölu" manneskj- urnar sem hún kynnist eiga í basli með sín ástarsambönd líka. Bjargvættinn góða virðist bara vera að finna í dömublöð- unum. Karlarnir í líf Sonju, Súsönnu og jafnvel Viktoríu taka bara og taka. Hvaða hollusta skyldi vera fólgin í því að lesa svona nokk- uð? Jú, það eru þær spurning- ar sem það vekur um sam- bandið milli kynjanna. Hvað er það sem veldur því að karl- menn eru tilbúnir að kaupa sér þjónustu vændiskvenna fyrir umtalsverðar upphæðir, en jafnframt að sýna þeim tak- markálaust hatur og fyrirlitn- ingu, sem kemur hvað skýrast fram í hömlulausri mann- vonsku melludólganna gagn- vart Sonju? Er skýringin á vændinu bara sú að karlmenn eru sterkari hafa völdin og pen- ingaráðin? Eða er það eitthvaö dýpra? Það er a.m.k. Ijóst að það eru karlmennirnir sem setja spilareglurnar og jafnvel Súsanna verður að gangast undir þær þegar hún spilar með mestum glæsibrag og getu- og áhugaleysi lögreglu og dómsyfirvalda að veita stúlkunum vernd og koma lög- um yfir melludólga og sex- klúbbaeigendur sýna að þeir viöurkenna spilareglurnar einnig. Eitt er víst að ef við viljum skilja karlaveldið eins og það birtist í nútíma samfélagi þá veröum við að skilja og skýra hvers vegna sambandiö milli karls og konu getur tekið á sig þær ógeðslegu myndir sem birtast í vændi og klámi. Við getum ekki gert okkur neinar vonir um að vinna fullt jafnrétti fyrr en við gerum það. Þess vegna er bók sem þessi holl lesning. Til uppörvunar má geta þess að hún er lipurlega skrifuð og vel þýdd og því fljótlesin. GÓ ÞÚ OG ÉG Bók um kynlíf fyrir ungt fólk Höf.: Derek Llewellyn-Jones Þýö.: Elísabet Gunnarsdóttir Mál og Menning 1985 Þetta er engin venjuleg kyn- lífshandbók, heldur bók handa unglingum um unglinga og kynlíf, — sérstaklega fjallað um kynþroska unglinga og kynhvöt og er það af hinu góða. Bókin er að öðru leyti óvenjuleg kynlífshandbók. Hér er í fyrsta skipti, að ég minnist, frekar reynt að fjalla um tilfinn- ingalegar, en tæknilegar hliðar kynlífsins. Kynlífinu er þannig hér ekki lýst sem ákveðinni tækni, þar sem bara er spurn- ingin um, rétt eins og þegar maður sest við reiknivélina, að koma sér í réttu stellingarnar og ýta á réttu takkana, þá verði útkoman í lagi. Hér er á ferð- inni heiðarleg tilraun til að tala um samfarir sem eðlilega, en ekki nauösynlega leið, til að tjá tilfinningar sínar í garð annars aðila, — veita og þiggja blíðu. í þessari umfjöllun er tekin af- staða, sú afstaða að kynlíf sé ekki einungis að þiggja heldur líka að gefa. Kynlíf sé í raun einskis virði ef það er ekki lika til að veita hinum aðilanum ánægju. Ekki veitir nú af smá ,,áróðri“ af þessu tagi þegar maður hugsar til þess hvað hellist yfir börnin okkar af dellu úr bíómyndum og blöðum. Umfjöllunin er þó ekki nema tilraun finnst mér, —- ég sakna umræðu um óöryggið og fátið þegar maður er að prófa sig áfram og frekari umræðu um kynlíf, hversvegna, hvar, hvenær og með hverjum. [ bókinni er hvatt til um- ræðna við rekkjunautinn, en hvaðan í ósköpunum á ung- lingum að koma sá kjarkur? Bókin er fallega úr garði gerð og vel læsileg. Líffræði- legar upplýsingar skýrar og auðskiljanlegar og góöar skýr- ingamyndir með, teiknaðar og teknar. Ljósmyndir eru fáar en skemmtilegar að því leyti að á þeim eru ekki fegurðarkóngar og drottningar heldur venju- legt fólk og meira að segja ein mynd af karli og konu vel við aldur (reyndar í kaflanum um kynlífsvandamál, því miður). Tekið er beint á algengustu og verstu ranghugmyndum varðandi kynferðismál og um- fjöllun öll einkennist af hrein- skilni og fordómaleysi. Sér- staklega lofsverð er umfjöllun um kynlíf fatlaðra, þó lítil sé. Yfirleitt látum við eins og fatl- aðir hafi ekki kynhvöt, — alla- vega forðumst við að ræða það. Þetta er þó byrjunin. [ heild er bókin góð, en gæti auðvitað verið betri. Kannski er ekki hægt að skrifa góða bók um kynlíf. Allavega er öruggt mál að hversu tæmandi sem bók um kynlíf er, þá felst gildi hennar fyrst og fremst í um- ræðunni, sem hún skapar, — ekki bara milli einstaklinga sem lifa kynlífi saman, heldur opinni umræðu um kynlíf og til- finningar tengdar því fremur en tæknilegu hliðina. [ bókinni enda allir kaflar á umræðupunktum og verkefn- um, sem ætlaðir eru unglinga- nemendahópum. Sem grund- völlur að slíkri umræðu stend- ur bókin vel fyrir sínu. E.S. Vegna umræða um bókina, sem skýrt hefur verið frá í dagblöðum, byrjaði ég strax og ég fékk bókina til af- lestrar að leita að þessu dóna- lega og dýrslega, — en ég er búin að lesa bókina spjald- anna á milli og finn ekkert Ijótt í henni. Hjördís Hjartardóttir Minnisbók Bókrúnar 1986 Bókrún hf. 1985 Minnisbækur hafa verið og eru þarfaþing til að minna á eitt og annað sem annars myndi gleymast í dagsins önn. Flest- ar myndirnar í bókinni eru ágætar, en þær hefðu gjarnan mátt verafleiri að mínum dómi. En margt af þeim fróðleik sem ritaður er á eftir hverjum degi og í lok hvers mánaðar þykir mér undarlegur. Eru í raun og veru ekki til fleiri fleyg orð eftir íslenskar konur en þau fáu sem þarna komu fram? Þarf að leita í smiðju hjá erlendum höf- undum eftir slíku? Eitt stakk mig þó sérstak- lega að þarna er ekki minnst einu orði á Kvennalistann og Kvennaframboðið, telst stofn- un þeirra ekki til merkisatburða í íslenskri kvenréttindabar- áttu? Eða er það spakmæli sem stendur þann 13. mars, daginn sem Kvennalistinn var stofnaður, betur við hæfi? „Gleymskan er það blómið sem best blómgast á gröfum (Georg Sand, franskur rithöf. 1804—1876)“. Eins og stendur í inngangi bókarinnar þá er hún gefin út í tilefni loka Kvennaáratugarins og hefði mér þá þótt við hæfi að öll þau atriði sem fram koma í bókinni hefðu verið um og eft- ir konur. Hvað viðvíkur nota- gildi bókarinnar, þá er stærðin ágæt, símanúmerablaðið og minnisblöðin hefðu kannski mátt vera heldur fleiri. Kápan hefði átt að vera heldur þykkari upp á að hún endist lengur. Maður á jú eftir að vera með hana í töskunni allt næsta ár. G.K. DÍDÍ OG PÚSPA Höf.: Marie Thoger Þýð.: Ólafur Thorlacius Bríet 1985 Hjá bókaforlaginu Bríet er komin út bókin „Dídí og Púspa“. Höfundurinn Marie Thoger er dönsk og skrifar gjarnan sögur er segja frá þriðja heiminum og þá einkum barna- og unglingabækur. Sögusviö sögunnar um Dídí og Púspu er lítiö sveitaþorp og ná- grenni þess í Himalayafjöllum. Marie Thoger hefur búið í þessum heimshluta um árabil og skrifar því af þekkingu. Bók- in kom fyrst út í Danmörku 1981. Ólafur Thorlacius þýddi úr dönsku. Sagan fjallar um daglegt líf tveggja stúlkna, sem búa í þessu litla sveitaþorpi. Púspa er fjórtán ára. Þar sem hún er stúlka er framtíð hennar fyrir- fram ákveðin af foreldrum hennar. Hún fær ekki að fara í skóla frekar en aðrar stúlkur í þorpinu. Það er álitinn óþarfi þar sem hlutverk þeirra er að 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.