Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 7
KARLAR KARLA Hví HefUr þú yfirgefiö mig?" eignast ekki börnin, eiga þeir erfitt meö aö veröa þeim þaö sem mamman er. Þó hef ég rekist á myndir, sem fela a.m.k. í sér von um breytt föðurhlutverk. En hinar eru algengari, sjáöu, faöirinn horfir annaö, gnæfir yfir son sinn, sem mænir upp á hann í leit aö fyrirmynd. Það er mikil tilfinningaleg fjarlægö á milli þeirra. ,,Hví hefur þú yfirgefið mig?“ Carin heldur áfram: ,,Þegar drengurinn uppgötvar þetta, þ.e. að þaö er ekki viö hæfi að halda áfram aö elska mömmu eins og hann gerði á meðan hann var saklaus af vitneskjunni um kynferði og aö hann getur ekki leitað annað eftir skilgreiningu, fyrirmynd, — þá grípur einmanakenndin um sig. Honum finnst hann hafa verið svikinn, yfirgefinn ekki aðeins af móður sinni heldur líka af föðurnum. Hann langar til að halda áfram að eiga móður sína, en honum er neitað um það og hann veit að hann getur það ekki. Hann er neyddur til að berjast gegn ástinni og þránni með því að afneita þessum tilfinningum. Svo hann hrindir þeim frá sér, rekur það kvenlega burt úr sálu sinni, afneitar kvenleika sínum um leið og hann afneitar mömmu, það er eina leiöin sem hann kann. Til þess að réttlæta afneitunina verður hann að vera fullviss um að það kvenlega sé andstyggilegt, hlægilegt, hættulegt. Þessi fullvissa er ekki bara réttlæting, hún er líka nauðsyn því án hennar gæti hann ekki haldið svona áfram. Líttu á allar þessar myndir: Þið þekkið kannski ekki goðsagnirnar um hættuna sem stafar af kon- um, um það hvernig tákn þeirra, kynfærin, eru myrkur hellir — tennt gin — botnlaus brunnur? En þú hefur heyrt um sírenurnar, um Lorelei, sem seiðir til sín karlmenn? Auðvitað seiða konur karla til sín! Það vita þeir best sjálfir, en brynja sig gegn seiðnum með því að standa saman, hverfa hver í annan, ítreka karl- mennskuna í sér á kostnað kvenleikans. Þaö er það, sem þetta gengur úr á, hræðslan við það kvenlega í sjálfum sér. Og hræösl- an við að hverfa á vit konu, móður. Verða aftur óskilgreindur, máttlaus, hluti af einhverju sem aldrei getur verið þú.“ — Áður en við höldum lengra get ég ekki annað en spurt: Varstu búin að komast að þessum niðurstöðum og valdir mynd- irnar eftir því. . .? ,,Nei, alls ekki. Ég vissi alls ekki hvert ég vara að fara. Ég hef alltaf safnað póstkortum, þau heilla mig á vissan hátt þessi skila- boð sem fólksendir sín ámilli og velurtil þessönnurskilaboð. Því allar myndir eru skilaboð þeirra, sem skapa þær. Og mynd deyr ekki. Listamaðurinn deyr, fyrirmyndin deyr eða eyðist en hug- myndin sem bjó að baki myndinni, hún lifir til eilífðar. Og allir skilja þessi skilaboð, þau þekkja ekki landamæri tungumála eða menn- ingarheilda, jafnvel ekki landamæri tímans. Það er þetta, sem gerir myndina svo volduga og áhrifamikla. Og ég safnaði þeim. Einn góðan veðurdag fór ég að sortera þær, raða saman, flokka. Ég stillti þeim upp alls staðar, færði á milli, hugsaöi um þær. . . Þangað til þetta leit svona út. Ég las mér líka til í sálfræði, spurði og velti vöngum. En hugmyndirnar, skýringarnar komu eftir á.“ 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.